Haustið að koma.

Ég er ein heima. Mér finnst það mjög huggulegt svona á kvöldin en ekki alveg eins skemmtilegt um helgar. Hmm, var að fatta að ég verð ein heima næstu helgi líka. Damn... Var samt dugleg í dag. Fór í sund í hádeginu og synti kílómeter. Þar af hálfan með froskalöppum...það er nú bara eins og að hlaupa sprett í vatni. Æðilegar græjur. Ég steig á viktina í fyrsta sinn síðan í sumar og þyngd mín hefur hefur náð nýjum hæðum/lægðum. Held í vonina um að botninum sé náð. Þarf að gera eitthvað núna svo að eina lausnin verði ekki hjáveituaðgerð eftir ca. fjögur ár ! Enda synt ég þennan kílómeter af fullum krafti Wink 

Eftir sundið fór ég með, jah...vinum Stefáns sem ég verð nú kannski að fara að kalla vini mína, í Mjóanes. Þar getur maður tekið upp kartöflur, rófur og gulrætur fyrir smá pening. Það var bara alveg ferlega skemmtilegt. Vá hvað það er langt síðan ég hef tekið upp kartöflur. En ég hef aldrei áður svo ég muni tekið upp gulrætur og er það jafnvel skemmtilegra. Næst ætlar þetta ágæta fólk að taka slátur...veit ekki hvort að ég sé jafn spennt fyrir því ....

Landsbyggðin er klárlega að ná tökum á mér...farin að taka upp grænmeti, fylgjast með sultugerð (Þorgeir og Hlín voru að sulta), smala og prjóna. Ég er farin að hlakka mikið til að smala og sauðast. Stefán hlakkar ekki eins mikið til, en honum rennur blóð til skyldunnar, eins og hann orðaði það. Held að hann sé bara soldið kvekktur eftir að hafa "týnst" síðast Tounge

Um miðjan ágúst komu Hugrún og Heiða í heimsókn hingað austur. Þær eru klárlega furðulegustu gestir sem ég hef fengið. Þær vildu helst ekkert gera annað en að vera heima hjá mér að horfa á dvd, Hugrún að prjóna og Heiða í tölvunni og tuðandi yfir því að austurland væri leiðinlegt. Ég dró þær í bíltúr upp í Sænautasel til að sækja göngugarpinn Stefán. Hann hafði farið í göngu um Jökuldalsheiðina og var í tjaldi eina nótt. Aleinn uppi á heiði...furðufugl sem hann getur verið. Og uppi á heiði var bakpokanum hans stolið. Með tjaldinu, svefnpokanum, fötum, eldunargræjum og bara öllu saman. Merkilegt hvað sumir geta verið óheppnir. Ég held enn í vonina um að einhver eigi eftir að skila pokanum. Ég setti auglýsingu í Dagskrána á austurlandi í vikunni og vona að einhver viti um pokann. Trúi því ennþá ekki að einhver vilji stela svona poka !!!

En já, helgin með systrunum. Við fórum líka með þær niður á Borgarfjörð. Það var þoka þar og rigning svo það var ekki mjög spennandi. En við fórum á pub-quiz sem var mjög skemmtilegt. Stefán Bogi og Heiða unnu keppnina og fengu bjórkippu að launum. Heiða undir aldri og Stefán hættur. Mjög viðeigandi. Og við Hugrún gátum bjórspurninguna (og Stefán líka) svo við vorum allt í einu komin með 10 bjóra, og engin okkar drekkur bjór (eða mátti það ekki). Skemmtilegt. Góðir gestir.

Síðustu helgi skelltum við okkur í Loðmundarfjörð með ljóðahópnum hans Stefáns og gestum. Það var ferlega gaman. Ég var svolítið hrædd við að fara á föstudeginum þar sem það var svo mikil rigning. Fyrir nokkrum vikum fór vegurinn í Lommann nefninlega í sundur á þremur stöðum vegna rigninga. Ég var ekki alveg tilbúin að vera föst í Lommanum. En það varð allt í lagi. Fórum á föstudegi í leiðindarveðri. Ég fór samt í smá berjamó í roki og rigningu. Týndi nokkur  ber í pott og kjammsaði svo á þeim á leiðinni í skálann. Góð ber. Á laugardeginum var nú betra veður og þá fórum við í göngurtúr í fjöruna. Og svo fórum við heim. Ég hefði nú viljað vera aðra nótt í Lommanum en það var ekki í boði þetta skiptið.

Annars er nú ekki mikið meira að frétta af mér og mínum. Eða jú, Stefán er orðinn kennari. Magnað.

Brúðkaupsundirbúningur í fullum gangi í hausnum á okkur og mömmu. Allt að gerast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva

haha Lomminn... mér finnst það sjúklega fyndið nafn  Annars er Loðmundarfjörður mjög fallegur - stoppuðum þar í sumar í eina nótt og skoðuðum okkur um... á örugglega eftir að koma þangað aftur einhverntímann.

Brúðkaupið - tíminn er svo fljótur að líða... Er það ekki annars desemberbrúðkaup ??

Eva, 22.9.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband