Fermingar

Ég var um helgina voru fermingarbúðir á Eiðum. Stefán Bogi var þar alla helgina að reyna að kenna þessum börnum eitthvað um Jesú. Greinilegt að það veitti ekki af þar sem einhver börn voru sannfærð um það að Móses væri sonum Jesú !!!  En ég var sem sagt þarna á næturvöktum. Sem var alveg ágætt, ekkert vesen á þessum börnum. Bara smá kjaftagangur fram eftir nóttu. Að lokum hótaði ég síðasta herberginu sem var ekki var sofnað (stelpur) að ef ég heyrði eitt hljóð í viðbót þá myndi ég sitja í dyrunum þangað til þær sofnuðu. Það virkaði fínt. i

Eitt sem ég fór að pæla í ... Nú eru íslendingar frekar kaldhæðin þjóð. Hvenær þróast eiginlega kaldhæðnin í börnum ?? Ein stelpa spurði mig á föstudagskvöldinu hvort hún mætti fara á klósettið um nóttina. Ég sagði nei. Það datt af henni andlitið. Að hún skyldi trúa mér... ég varð alveg steinhissa á þessu. Stefán vill meina að þetta komi í fyrsta lagi 16 ára....ferlega er fólk seinþroska eitthvað...

Shitt ég fattaði í dag að það eru bara einhverjar 13 vikur til jóla. OMG og ég á eftir að undirbúa brúðkaup... Herregud...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leikskólakennarinn minn sagði mér einu sinni að ég hafi verið kaldhæðin í leikskóla. Ég veit ekki alveg hvort ég trúi því en ég var amk kaldhæðin mjööög snemma. Þetta ættiru að vita Heiðdís mín.

Málið er bara að sumt fólk skilur ekki kaldhæðni...Það fólk hefur ekki langan endingartíma sem vinir mínir

Heiða (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 20:54

2 identicon

Hæ. Gaman að einhver sé að blogga. Mamma er einmitt búin að kvarta yfir bloggleysi hjá mér líka, svo ég ákvað líka að verða við þeirri beiðni:) Eruð þið að fara að gifta ykkur ?

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Vey þá fer ég að skoða bloggið þitt aftur...ég vil halda bloggmenningunni á lofti ;) En já, stefnan er tekin á 27.des

Heiðdís Ragnarsdóttir, 5.10.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband