Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Átta staðreyndir

Bara svona af því að ég hef ekkert sérstakt að blogga um þá ætla ég að svara svona klukk leik þar sem ég á að segja átta staðreyndir um sjálfa mig. Í boði Evu Hlínar Wink

1. Ég er dellukelling. Fæ hluti á heilann í ákveðinn tíma. Dæmi sögur (Harry Potter, Lord of the Rings), tónlistarmenn (Skítamóral, Michael Ball), söngleiki (cats, joseph and the amazing technicolor dreamcoat), og áhugamál. Nýjasta dellan mín er að mig langar til að læra að skrappa. Googliði það ef þið hafið ekki hugmynd (scrap booking).

2. Ég hef átt heima á fimm stöðum um ævina. Breiðholti (man ekki hvar, flutti fyrir eins árs Grin), Ránargötu 9 vesturbæ, Miðbraut Seltjarnarnesi, Vesturgötu vesturbæ og Lundahólum í Breiðholtinu. Algjört borgarbarn.  

3. Hef átt einn hest (hann hét Korgur). Hann dugði ekki í ár. Varð haltur og neitaði að lagast. Hann var svo felldur. Hef eignað mér tvo aðra hesta sem pabbi hefur átt Gust og Hnokka). Núna á ég bara kisaling sem heitir Kústur. Hann er fyndinn.

4. Ég fæ illt í magann ef ég verð kvíðin. Þá fer allt í klessu.

5. Mig langar til að ferðast til framandi landa. Ég bara þori það ekki. Held að einhver komi og lemji mig eða steli mér eða eitthvað. Mig langar heldur ekki til að fara að skoða fátækt fólk í fátækum löndum eða í fátækra hverfum. Það virðist vera í tísku núna en ég held að fólkinu finnist ekkert gaman að láta skoða sig !!

6. Ég tárast oft í bíó og leikhúsi. Alveg jafn mikið þegar það er eitthvað sorglegt og þegar það er eitthvað fallegt.

Fjúff hvað það er erfitt að finna upp svona um sjálfan sig.

7. Ég á tvær bráðskemmtilegar, stórmerkilegar og stórfurðulegar systur.

8. Ég syng ekki í sturtu en ég syng oft hástöfum í bílnum mínum...þegar ég er ein. Þá er ég efni í stórsöngvara...en bara þegar enginn heyrir Cool 

Núna á ég að klukka einhvern. Prófa Sólveigu, Hlín og Friðrik.


Meiri Harry Potter

Mér og fleirum til mikillar ánægju hefur J.K.Rowling víst sagt að hún ætli að gefa út "nýja" bók um Harry Potter. Þetta á víst að vera svona uppflettirit. Ég mun örugglega kaupa þá bók þegar hún kemur út.

Annars fann ég vísun í viðtal við Rowling á bloggrúnti núna í morgunsárið þar sem hún segir aðeins meira frá örlögum sögupersónanna heldur en kemur fram í síðasta kaflanum í Deathly Hallows. Gaman að lesa og ég set tengilinn inn en tek auðvitað fram að þetta er gífurlegur spoiler og ætti ekki að lesast nema maður sé búin með síðustu bókina.

ÝTA HÉR


Af hverju ?

Af hverju eru fréttamenn á stöð tvö allt í einu farnir að kalla golf höggleik ???

Búin

Búin að bíða í röð

Búin að kaupa bókina

Búin að vaka fram á nótt að lesa bókina

Búin með bókina

Harry Potter bókaserían er búin

Soldið sorglegt en gaman að vera loksins komin með endi á þetta allt saman. Loksins búin að fá svör við svo mörgu sem hefur leitað á mann í gegnum árin. Hljómar kannski undarlega but face it, its true. Hugrún kláraði bókina á rúmum tólf tímum. Ég á rúmlega tuttuguogfjórum. Núna er ég að klára Merlin bókina sem ég er að lesa til að geta byrjað á Harry Potter frá byrjun og lesið allar sjö í röð í einu. Gaman hjá mér. Og þar sem ég er að fjalla um bækur ætla ég að koma því á framfæri að bækurnar eftir Paulo Coellho eru leiðinlegar. Er búin að lesa tvær og nenni ekki að klára þá þriðju. Þær eru kannski góðar...en hund leiðinlegar.

Fór á Argentínu í gær....eldsteikt er ekta Tounge


spotter

4 timar og 16 mínútur


Harry

Bara ein nótt LoL minns orðin spennt...

var að fatta hvað við íslendingar erum heppnir. Byrjar er að selja bókina klukkan eina mínútu yfir tólf á breskum tíma en þá er klukkan eina mínútu yfir ellefu á íslandi....yessssss fæ hana klukkutíma fyrr en ég hélt W00t


Potter

Harry Potter alveg að koma...bara tvær nætur þangað til Grin

Við Hugrún erum búnar að ráðstafa föstudagskvöldinu...og ég ein heima um helgina....yessssTounge


Sól meiri sól

Ég var nokkuð dugleg að vinna aukavinnu í síðustu viku þannig að ég ákvað að vera líka dugleg við að taka sumarfrí daginn minn sem ég átti eftir að ráðstafa. Hann tók ég í tveimur pörtum, eftir hádegi þriðjudag og föstudag. Og ég nýtti þá sko vel. Sund og sólbað á þriðjudaginn og hipp og kúlismi á laugarveginum á föstudag. Og svo skelltum við okkur skötuhjúin í sumarbústað seint á föstudagskvöldi. Yfirleitt þarf ég að plana svona hluti eins og að fara í bústað. En þarna var þetta eitthvað svo fullkomin hugmynd að fara bara upp í bústað. Og ekki sá ég eftir því. Við lágum úti á palli ALLAN daginn og lásum og sóluðum okkur í yfir tuttugu stiga hita. Ég fékk mér svo smá göngutúr bara til að ná upp smá matarlyst fyrir grillið. Mér fannst líka rosa sniðugt að taka með banana og mars súkkulaði til að grilla í eftirmat. Tek það fram að ég hef aldrei gert það áður. Og mér tókst líka að klúðra því. Hafði bananana svo lengi á grillinu að súkkulaðið var allt orðið að sýrópi og því nánast ekkert súkkulaði bragt af banönunum. Stefán át þó sinn af skyldurækni...en ég bjó til annan handa mér....og honum líka. Það var nefninlega einn eftir. Sá síðasti tókst betur en hinir tveir.

Núna er ég bara að aukavinnast í sólinni. Slappa af með íbúum sambýlisins. Fór þó með tvo á stóra tónlistarmarkaðinn áðan. Annar þeirra var klæddur í rosalegan leðurjakka með síðu kögri og toppaði lúkkið svo með sólgleraugum. Og talaði mikið í gsm símann sinn á leiðinni. Ég var svo tillitssöm að ég hækkaði ekki í útvarpinu í bílnum á meðan hann talaði í símann. Þangað til ég mundi eftir því að hann væri í raun ekki að tala við neinn nema sjálfan sig. Ég sagði honum að leggja á og hækkaði í útvarpinu Woundering


Smá myndashow

Ættarmót 2007 012

Svona tók austurlandið á móti okkur nóttina sem við komum

Ættarmót 2007 072

Æi við erum svo fallegt fólk

Ættarmót 2007 075

Á leið í Jökuldalinn

Rotation of Ættarmót 2007 122

Töff stytta sem við fundum á Egilsstöðum

 Ættarmót 2007 126

Við hittum Friðrik

Ættarmót 2007 159

Komst að því að Stefán Bogi getur gengið með barn

Ættarmót 2007 201

Heiðdís að hugsa um að stökkva í ána

Ættarmót 2007 205

Heiðdís ákvað að hugsa ekki lengur heldur framkvæma

Ættarmót 2007 207

Ég hef víst mjög þokkafullar hreyfingar á sundi...sel það ekki dýrara en ég keypti það


Austurland að Glettingi

Þá er maður komin heim úr einnar viku sumarfríi. Glæsilegur árangur, gleymdi vinunni minni svo mikið þessa vikuna að þegar einn vinnufélagi minn hringdi í mig þá þekkti ég allt í einu engann með því nafni. Fyndið hvernig hlutirnir detta stundum út manni. Annars er ég að vinna núna. Skondið þar sem ég er ein í húsinu. Allir í fríi eða úti eða að skreppa af því að það er enginn í húsinu. Bara litli minns eftir til að svara í símann og hræra í pottinum með súpunni. Auðvitað gæti ég verið að gera eitthvað gagnlegra en að blogga, en ef hinir eru að slappa af þá ætla ég að gera það líka Wink

Austurland kom að mestu vel fram við mig. Það ákvað reyndar að sýna mér að það getur líka verið rigning, rok og skítakuldi þar, en fyrir utan það þá kom landið vel fram við mig. Við afrekuðum reyndar ekki að ganga upp á fjall eins og við ætluðum en ég kenni veðurfari um það...ekki leti. En við afrekuðum meðal annars að fara á þrjú ættarmót, hvert öðru skemmtilegra. Skil ekki af hverju fólki finnst leiðinlegt að fara á ættarmót. Fólk hlítur þá að eiga svona leiðinlegar fjölskyldur !!!FootinMouth  Nei ég lýg því, ég hef nú farið á leiðinleg ættarmót. Það er aðallega svona ef maður þekkir engann en allir hinir þekkja alla.

Við skoðuðum okkur nú líka eitthvað um, fórum auðvitað í heimsókn til Frikka á Neskaupsstað og kíktum svo á Hlín og Þorgeir á Eiðum. Fórum svo í bíltúr til Seyðisfjarðar af því að ég hef aldrei komið þangað. Eftir að Hlín bloggaði um Húsey vildi ég endilega fara þangað og leita af selum (helst með haus!!) Stefán Bogi og Veigur bróðir hans fóru og töluðu við bóndann til að spjalla og leita upplýsinga um hvar væri hægt að sjá seli. Þá fengum við bara óvænta leiðsögn um bæinn þar sem við fengum að sjá hesta, heimalninginn, hænur, aliendur og andarunga. Voða gaman. Leiðsögumaðurinn var átta ára sonur bóndans sem talaði eins og sextugur faðir sinn. Gormæltur og ákaflega skondinn krakki. Þar var líka mjög vinalegur stóðhestur sem setti alltaf rassinn í okkur, okkur til takmarkaðrar ánægju. Við sáum svo einn sel á þeim stað sem bóndinn benti okkur á. Ég og selurinn bonduðum á meðan hinir borðuðu nesti.

Ég hef lengi haldið þvi fram að íslensk sól brenni mig ekki. Sólin á jökuldal flokkast ekki sem íslensk sól og hún brenndi mig á bakinu um helgina. Þvílíkan sólardag hef ég ekki upplifað í mörg ár að mér finnst. Nýtti það óspart í sólardýrkun. Einnig fórum við á sunnudaginn og syntum yfir Jöklu og stukkum yfir hana af ca.4 metra háum klett. Þetta er Jökla.flod1_27.07.2005

Reyndar er þetta Jökla eins og hún var. Hún er víst aðeins minni núna og ekki eins skítug. Þökk sé Kárahnjúkavirkjuninni sem hefur breytt þessari á í gullfallega bergvatnsá. En hún er ennþá skítköld þannig að við fáum rosa kredit fyrir að svamla í henni. Kannski að maður smelli inn myndum af því svona þegar maður er ekki í vinunni og þegar maður lærir á myndagræjurnar hérna Grin

Eníhús, þetta er aðeins (ágætis) brot af því sem við tókum okkur fyrir hendur fyrir austan. Ég tala líka mikið þannig að bjóðið mér bara á kaffihús Tounge

Untill then....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband