Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

"Nígeríu" sms!

Ég fékk sms klukkan eitt í nótt og það var svona:

Frá MOBILE PW

Congrat, your GSM number won 945.000 pounds in the mobile phone win, your money is ready to be sent to you. For details contact Derick at dexxtx@aim.com

Gaman hvað þessir svindlarar eru að verða tæknivæddir. Verst að þeir fengu númerið mitt...hvernig ætli þeir hafi farið að því ....ekki eins og það sé hægt að leita það uppi á netinu.....Errm

Er að hugsa um að athuga hvort að email addressan i´mnotstupid@hotmail.com sé laus...


Flyt eftir tvær vikur !!! shittttt

Það eru "allir" að fara austur í sumar. Það er gaman. Nema fyrir það að það verður enginn fyrir austan þegar ég er fyrir austan. Það virðast allir fara áður en ég fer eða þegar ég er farin aftur til Reykjavíkur. Hver skipulagðu þetta sumar eiginlega ???

Sá mótorhjólaslys í gær. Sá ekki af hverju gæinn datt en allt í einu var hann kominn á götuna og ég var að stoppa til að keyra ekki aftaná bílinn sem var að stoppa til að keyra ekki á manninn á götunni. Hann virtist samt ekki hafa slasast þar sem hann stóð upp til að færa sig og hjólið af götunni. Svo stoppuðu tveir bílar hjá honum þannig að ég var ekkert að því. Ekki gaman að sjá samt.

Sól úti í reykjavík...ekki á Egilsstöðum....makes you think...


Vitleysa

Meiri vitleysan. Fullt af fólki sem hafði greinilega fylgst með fréttum og keyrði því aðra leið. Allavega var umferðin upp í breiðholt um breiðholtsbrautina mun þyngri en hún er á venjulegum degi (meira að segja föstudegi). Held að málið sé frekar sprungið gatnakerfi Reykjavíkurborgar en ónógar upplýsingar til vegfarenda.

Ekki hægt að kvarta undan upplýsingaskorti ef maður er ekki að fylgjast með ....


mbl.is Ákveðið var að færa bifreiðina strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki boot camp hommi !

Mig hefur langað til að blogga í viku en hef einhvernvegin ekki komið mér í það...og hef ekki haft neitt sérstakt að segja. Fór á famelíumót um helgina og ég fékk að fara á mótorhjól...mér fannst það mjög kúl...

verst að ég er ekki mjög kúl...IMG_0182

Hér er ég aðeins kúlaðri að pósa fyrir Hugrúnu...eða Heiðu...ToungeIMG_0221prittí mí

IMG_0225

Þetta eru fæturnar á Heiðu eftir daginn...hún vildi endilega fá tevu far og ég er ekki frá því að hún hafi fengið það ...IMG_0265

Er að fara að lalla fimmvörðuhálsinn (með einhverju bootcamp liði...usssss....ekki segja neinum frá!!!). Eins gott að ég muni eftir myndavélinni þá. Eini almennilegi göngutúrinn minn í sumar...nema við gerum eitthvað magnað fyrir austan.

Við Stefán fórum á útgáfutónleika hjá hljómsveitinni Hraun á mánudaginn.  Þeir eru svo mikið æði. Nú eru þeir búnir að gefa út tvo diska og þeir eru báðir æðislegir... ég er alveg rosalega heilluð af þeim núna. Roooosalega falleg tónlist og svo skemmtileg...Allir að kaupa I can´t believe it´s not happiness og Silent preatment. Bjútífúl. Þetta er nú orðin meiri bloggvitleysan

Tók mynd af þessum vinnandi hundi í London 2006London 2006 105


Myndir

Myndir eru skemmtilegar. Ég á fullt af myndum á tölvunni minni en hef ekki látið framkalla/prenta neina þeirra. Hef ekki fengið myndir úr framköllun í tíu ár (finnst ég rosa gömul þegar ég get farið að tala um 10-15 ár aftur í tímann og munað það rosa vel!). Mér finnst rosa gaman að sjá myndir af fólki sem ég þekki og mér fannst æðislega gaman að fara í heimsókn til mágkonu minnar um daginn þar sem hún dró upp hvern bunkann á eftir öðrum af myndum af fjölskyldumeðlimum. Fólkið sem ég fór með í göngu í fyrra var með myndakvöld á sunnudaginn sem ég komst ekki á. Bjóst nú við því að foreldrar mínir hefðu fengið diska með myndunum sem ég gæti skoðað seinna. En nei nei, engin kom með myndir til að deila. Ég er fúl. Fullt af myndum af mér og Stefáni uppi á Glettingi og eitthvað fleira skemmtilegt.

Ég keypti mér loksins digital myndavél fyrir stuttu. Hef nú ekki verið mjög dugleg við að taka myndir en það á kannski eftir að breytast í sumar. Verð nú í sumarfríi fyrir austan, kannski geri ég svona picture a day thing eins og Hlín er að gera. Það er samt eitthvað sem maður gerir bara þegar maður er í sumarfríi (nú eða barneignarfríi). Aldrei að vita, gæti verið gaman. Það er gaman að skoða myndir...verð því að vera duglegri að taka þær (og "framkalla" þær).

Ég fór í gær að kíkja á nýjasta litla frændann minn. Hann er á vökudeildinni og er voðalega lítill (samt alveg 11 merkur!). Algjör mús með "bundið fyrir" augun í bláu ljósunum. Svo mikill snúlli. Hlakka til þegar hann fer heim og ég get komið í heimsókn og knúsað hann smá...ekki bara klappað honum Wink

Ég er að fara á fjölskyldumót um helgina á Hellu. ú...muna eftir myndavél. ú og sækja Stefán á flugvöllinn í kvöld...ekki með myndavélina...


Hekla

Ég er stödd á Hótel Heklu á suðurlandi. Eitthvað ungir framsóknarmenn thing...(játa það fúslega að ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna!). En skjálftavirkni á svæðinu er að aukast aðeins þannig að það gæti orðið eitthvað fútt í þessu Woundering  svo gæti Hekla náttúrulega gosið....

Labba bara með allt draslið á bakinu...tvær ferðir

Shitttt hvað það er dýrt að flytja dótið sitt frá Rvk til Egilsstaða.... nú eigum við ekki svo mikið dót, erum bara tvö (já og kisi). Samt verður þetta ekki undir hundraðþúsundkallinum ef við látum landflutningar eða flytjanda um málið. Við héldum að það yrði svo dýrt að flytja þetta sjálf af því að bensínið er orðið svo dýrt en það getur vel verið að það verði bara hagstæðara að dröslast með þetta sjálf... Svo er svo erfitt að fá eitthvað fast verð, sérstaklega þegar ég veit ekki hverstu mikil búslóðin er ennþá. Á eftir að vippa fram málbandi eða tommustokk eða eitthvað til að mæla rúmmálið á öllum mublunum mínum (okkar). Vesen að flytja svona...

Stefán Bogi er farinn frá mér. Hann er kominn í tómu íbúðina okkar á Egilsstöðum.  Verkefnin sem hann hefur fengið til að gera fyrir austan eru að mæla gluggana svo ég/við getum keypt gardínur og að halda lífi í pottaplöntu sem fasteignasalan virðist hafa gefið okkur. Gaman að því. Ohhh ég er farin að hlakka til að komast í sumarfrí og fara austur. Stefán hringdi í mig áðan til að tilkynna mér það að Subway væri að opna á Egilsstöðum....loksins....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband