Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Týnd

Ég týndist í gær. Ekki uppi í sveit eða einhverstaðar þar sem var kolniða myrkur eða neitt svoleiðis. Nei nei. Ég var á leiðinni í íþróttahúsið. Stefán var á bílnum og komst ekki svo ég ákvað að labba á blakæfingu. Hef gert það einu sinni áður og það var ekkert vandamál. Í gær ákvað ég að leita eftir göngustíg sem ég veit að er þarna einhverstaðar og gerir leiðina mína í íþróttahúsið styttri. Var búin að fá leiðbeiningar um hvar hann væri. Fann hann ekki og endaði næstum því úti í móa. Vissi ekki að þetta væri hægt á Egilsstöðum. Ég mun héðan í frá leita af göngustígum í dagsbirtu helst með kort.

Annars tókst mér aftur að hlaupa tvo kílómetra á tólf mínútum. Áfram ég !!!

p.s.hvað á ég að gefa Hugrúnu og pabba í afmælisgjöf....???


Þorrinn mættur

Jæja. Held að það sé rétt hjá Hugrúnu....mánudagar eru mínir hlaupadagar. Hlaupa planið var svona:

Fyrsta markmið: að ná að hlaupa þrjá kílómetra á 20 mínútum.

Annað markmið: að hlaupa tvo kílómetra á 12 mínútum.

Þriðja markmið: að hlaupa hvern kílómeter (fyrst einn....svo fleiri) á fimm mínútum.

Í dag náði ég að hlaupa þrjá kílómetra á 19 mínútum OG tvo kílómetra á 12 mínútum. Vissi ekki að ég ætti þetta til. Nú veit ég að ég get þetta... þá er bara spurning hvort að ég geti þetta aftur....og aftur...og aftur??? Spurning þó hvort að ég vilji gera þetta aftur. Stefán hefur hótað því að senda mig á landsmót UMFI sem keppanda Hattar í hlaupi. Ekki alveg á mínu plani Errm En confident booster nr. 1

Við fórum á tvö þorrablót núna um helgina. Á föstudaginn fórum við á blótið á Egilsstöðum. Það var mjög gaman og ég fattaði alveg helling af bröndurum. Ég borðaði mest af saltkjötinu sem hafði þó þann leiðinlega ókost að það var ekki salt ! Soldið óheppilegt, aðallega út af nafngiftinni. Alveg vel ætt samt....Frétti það núna í dag að einhver strákur á mínum aldri spurði eina samstarfskonu mína hvaða gella þetta væri (það var ég Cool). Confident booster nr. 2

Á laugardaginn renndum við niður á Borgarfjörð á blótið þar. Það var líka voða gaman. Þekkti ekki eins marga en saltkjötið þar var alvöru og rosalega gott. Ég fattaði ekki jafn marga djóka þar en þeir brandarar sem ég þekkti til voru stórkostlegir. Afskaplega sniðugt fólk á Borgó. Sá eini sem reyndi við mig þar var íþróttahúsvörðurinn sem er á sextugsaldri. Ekki confident booster nr. 3

En ég fann nokkra ættingja á borgó. Og þeir voru mjög spenntir fyrir því svo það var voða gaman. Mamma verður að koma með mér í allavega tvær heimsóknir þegar hún kemur næst að heimsækja mig. Verst að ég gleymdi myndavélinni minni í bæði skiptin. Blurp.

Ég kem í bæinn á föstudaginn. Vey.

Einn punktur í umræðum um forsætisráðherra. Til greina komu (á einhverjum tímapunkti í umræðunni allavega)  Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir og Þorgerður Katrín. Enginn karlmaður í umræðunni.....gaman að því. En annars þurfa þessir háu herrar og frúr að setja eitthvað saman fljótt....mér líður illa í óvissu  Crying


Bakkastígur og Vesturgata

Ég ólst nánast upp á Bakkastígnum með "útsýni" yfir Daníelsslipp. Á endanum er lítið krúttlegt hús sem ég veit ekki betur en að sé friðað! Á þá að byggja háhýsi fyrir aftan það eða í kringum það ?? Skil þetta ekki alveg, en er komin með nóg af háhýsum...finnst það ekki "íslenskt".

Ég er nú ekki mikið inni í skipulagsmálum borgarinnar en ég vissi af því þegar fólk á Vesturgötunni tók sig saman og vildi fá einstefnu á litlum parti á götunni. Það tók smá stapp og pappírsvinnu en að lokum gaf borgin leyfi fyrir því og setti upp einstefnu..... í "vitlausa" átt. Íbúar báðu um einstefnu í "hina" áttina. Einstefnan er "niður í bæ" en íbúarnir vildu fá hana "upp úr bænum". Næstu götur fyrir ofan Vesturgötuna eru nefninlega einnig einstefnugötur, þ.e. Ránargata og Bárugata og mig minnir að Öldugatan sé líka einstefna. Og allar göturnar eru með einstefnu í sömu átt !!!Hversu vitlaust er það ? Maður þarf að taka þvílíkt stóran krók til að geta haldið áfram upp Vesturgötuna. Væri nú betra að hafa einstefnuna "niður" aðra hverja götu og "upp" hinar á móti. Nei nei það er of flókið....kjánaprik !

Held að ég hafi aldrei notað eins mikið af gæsalöppum í einni færslu !!Wink


mbl.is Skipulagsslys á Slippareit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá því í fyrra :)

Þetta skrifaði ég um síðustu áramót :

Annars hlakka ég mikið til að 2008 byrji. Ég er nefninlega orðin 25 ára og mér finnst það rosalega flottur aldur. Ég held þess vegna að það sé rosalega gaman að vera 25 ára og ég verð það meiripartinn af 2008. Þess vegna hlýtur árið að vera skemmtilegt og eitthvað skemmtilegt að gerast. Kannski gerist eitthvað stórt. Kannski gerist eitthvað rosalega merkilegt. Vonandi Cool

Það má með sanni segja að þetta hafi gengið eftir !!! Ég trúlofaði mig, keypti íbúð og flutti hinum megin á landið....ef það er ekki stórt þá veit ég ekki hvað Joyful En já það var mjög gaman að vera 25 ára. Öfunda alla sem eru 25. Það er ágætt að vera 26 og aldrei að vita nema 2009 verði betra en 2008 !!! Það verður erfitt en aldrei að vita.

Ég rann aðeins út af veginum áðan. Var á leiðinni að sveitabæ þar sem stelpan sem ég er með í liðveislu býr.  Sá eftir því að hafa boðist til að fara til þeirra um leið og ég beygði út af aðalveginum. Það var bara gler á veginum. Ég var svo stressuð að ég keyrði í fyrsta og öðrum gír. Sem gerði það að verkum að ég dreif ekki upp litla brekku. Ég bakkaði niður hana aftur og labbaði að bænum sem ég vonaði að væri sá rétti. Hann var það ekki og ég þurfti að fara aðeins lengra....konan á þessum bæ sagði að ég ætti alveg að komast upp þessa litlu brekku með því að keyra á kantinum. Ég gerði það og festi bílinn þar sem hann rann alltaf aðeins lengra og aðeins lengra út í kantinn. Bóndinn mætti á svæðið til að aðstoða litlu mig en honum gekk ekkert betur. En hann skutlaði mér þessa stuttu leið að rétta bænum þar sem ég eyddi einhverjum tíma. Svo kom næsti karlmaður á svæðið og saman náðu björgunarsveitarbóndinn og fyrrverandi torfærukappinn bílnum mínum upp. Ég bað þá að fara varlega þar sem þetta er rándýr myntkörfukaggi. Ég vissi ekki betur en að bíllinn væri á nöglum en þegar ég skoðaði hann betur þá voru svona tveir naglar í framhjólunum (á framhjóladrifna bílnum) en fullt af þeim í afturdekkjunum.   Spes.....

En mig langar núna í jeppa á nagladekkjum....allavega á ofurdekkjum. Vill einhver skipta ??? 


Ofurhelgi....

Helgin búin og ég var SVO dugleg. Ég tók til, þreif, gekk frá jólunum (kominn tími til), þvoði þvott, endurraðaði í pottaskápinn, tók til í bókhaldinu, límdi niður símalínur og þreif baðið með matarsóda ! Þess á milli spilaði ég við Þorgeir og Hlín, fór í ræktina, prjónaði og endaði svo helgina á því að fara á kristniboðsfund. Rosalega er ég dugleg þegar Stefán Bogi er ekki heima LoL Hugsa sér hvað ég gæti gert ef ég væri einhleyp....Tounge

Djók

Ég er samt búin að uppgötva dagsformið. Það er ekkert bull þegar íþróttamenn útskýra tapleik með því að dagsformið hafi verið lélegt ! Ég fór í ræktina síðasta mánudag og kom mér á óvart með hlaupaþoli. Ég fór svo aftur á miðvikudaginn og ætlaði svo að toppa mánudaginn. Ég gafst upp þegar ég var búin með helminginn !! Fór svo að hlaupa í gær og hljóp eins og vindurinn !!! Skil þetta ekki aaaaalveg.     En ég er samt komin með hlaupa markmið. Við Þorgeir bjuggum það til í gær áður en við fengum okkur súkkulaði köku Grin Byrja á því að hlaupa þrjá kílómetra á 20 mín. Þegar það er komið þá eru það tveir kílómetrar á tólf mín. Sem eru svo þrír kílómetrar á 18 mín. Eftir það er stefnt á 5 mín kílómeterinn.  Svakalegt plan !!! Og mér sem finnst leiðinlegt að hlaupa. Þarf að uppfæra iPodinn minn fyrir þetta göfuga verkefni. Svo er það lyftingarprógaramm....það er sko allt önnur ella gella. Þar kemur fjarþjálfarinn að góðum notum. (sem ég er samt ekki búin að fá en er að hugsa mikið um !!!).

Oh ég þarf að vinna til átta í kvöld....það er rosa langt þangað til.....


Ræktin 2009 !!

Ben Affleck og Jennifer Garner eignuðust stelpu í síðustu viku. Þau hafa nú ákveðið að heiðra biblíuleshópinn minn með því að skíra dóttur sína í höfuðið á hópnum. Hópurinn heitir s.s. Serafar og barnið heitir Seraphina Rose Elizabeth Affleck. Seraphina er víst "byggt á hebreska orðinu „seraphim", sem notað er í Biblíunni um engla með stóra vængi sem sitja umhverfis kórónu Guðs." Nú er ég ekki guðfræðingur og veit því ekki hvort að þetta sé nákvæmlega rétt skýring. Veit samt að þetta eru englar. En annars þá þökkum við í biblíuleshópnum Seröfum kærlega fyrir þann heiður sem okkur hefur verið sýndur og bjóðum fjölskylduna hjartanlega velkomna á hitting hjá okkur  Cool

Að öðru.

Ég fór í ræktina á mánudaginn þar sem BC var dottið uppfyrir. Það var þrennt sem kom mér á óvart.

Nr. 1  Þetta er rosalega flott aðstaða. OK aðstaðan sjálf er kannski ekkert rosaleg. Tækin eru annsi nálægt hvert öðru og teygjuloftið er undir súð og töluvert minna en svefnloftið mitt gamla og góða á vesturgötunni.  En tækin er fyrsta flokks. Sömu og er í Laugum segir Stefán Bogi. Veit ekki við hverju ég bjóst en ég bjóst við einhverju lélegra...það er alveg á hreinu.

Nr. 2  Ég kom sjálfri mér á óvart á hlaupabrettinu. Greinilegt að smá labb og blak hefur heil mikið að segja þar sem ég hef aldrei hlaupið eins auðveldlega svona í fyrsta skiptið eftir langt hlé. Hljóp meira að segja á 12 í alveg eina og hálfa mín (skrifa mín af því að ég nenni ekki að hugsa hvort að það sé ú eða ó...sjá fyrri færslu....). Þetta var sko skemmtilegt surprise og ég nokkuð sátt við mína.

 Nr. 3  Var ekki alveg jafn sátt þegar ég viktaði mig á leiðinni út. Kom mér á óvart hvað mér hefur tekist að þyngjast á ca. tveimur árum. Og ekki var ég nú létt fyrir. Ef svona heldur áfram þá verð ég á forsíðunni á Vikunni eftir nokkur ár að segja frá magaminnkunaraðgerðinni minni. Myndir frá þessum tíma og næstu árum munu príða greinina sem og myndir af mér í þröngum fötum með professional sminki og öllu sem til þarf til að gera hrukkótt andlit mitt nógu fallegt fyrir forsíðuna. Ekki alveg það sem mig langar mest til.

Þannig að þetta var mjög fróðleg ferð í ræktina. Tókst meira að segja að lækka gjaldið sem Stefán Bogi þurfti að borga fyrir árskortið sitt....gott að eiga góða konu Wink Núna er ég því að leita mér af svona fjarþjálfa sem getur sett upp fyrir mig æfingarprógramm og sagt mér hvað ég eigi að borða. Viðkomandi þarf að hafa þannig matarprógramm að ekkert er bannað en ýmislegt óæskilegt. Held að það gæti virkað. Við Stefán virkum nefninlega ekki eins. Ég þoli ekki þegar ég "má" ekki borða eitthvað....hlít að geta ráðið því sjálf.

Tek það fram að ég fór ekki í ræktina í gær af því að ég fór í blak. Sem er ekki frásögum færandi nema fyrir það að Stefán var með bílinn á Reyðarfirði og því fór ég gangandi í æfinguna. Það finnst mér magnað.....


Uppstúfur.

oooohhhhh

Ekkert bootcamp á egilsstöðum af því að það voru bara 10 sem skráðu sig. Ljótu gráðugu bútkamparar. Skil ekki af hverju þeir þurfa 400 þúsund til þess að halda eitt sex vikna námskeið. Ætla að skrifa það á græðgi af því að ég er svekkt.

Núna verð ég að gera þetta sjálf og ég kann ekki að vera eins vond við sjálfa mig og aðrir geta verið. Damn.

Mér finnst skrítið að borða hangikjöt ekki með jafningi/uppstúf. Ekkert vont....en tómlegt og skrítið !


Það er kominn janúar !

Þá er tveggja mínútna frægð minni lokið. "Ég" var víst í fréttablaðinu líka þar sem fyrirsögnin var Heiðdís hætti við að fá sér ís. Það er náttúrulega fréttnæmt þegar Heiðdís hættir við að fá sér ís þegar hún er á annað borð búin að ákveða að fá sér einn. Þetta var tveggja mínútna frægðin...bíðiði bara þangað til fimnmtán mínútna frægðin kemur .... það verður eitthvað svakalegt Cool

Ég þarf alltaf að hugsa geðveikt mikið þegar ég skrifa mínúta. Ég er aldrei viss hvort það er mínúta eða mínóta. Held að ég komist yfirleitt að því að rétt sé að skrifa mínúta. Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér. Kannski þess vegna sem fólk er farið að segja míndur þegar það er að tala....veit ekki hvort að það sé ó eða ú í þessu blessaða orði...eða er það kannski bara ég ??? Blush

Jæja. Þá er komið að því. Ég er orðin ein af þeim. Ég er orðin ein af fólkinu sem ég þoldi ekki í fyrra (og á reyndar ennþá erfitt með að þola!!). Ég skráði mig á BootCamp námskeið á Egilsstöðum. Það byrjar strax á mánudaginn....þ.e. ef það er næg þátttaka. Ég veit um þrjá en það er víst ekki nóg. Þurfa að vera tuttugu. Vona að það náist fyrst að ég er á annað borð búin að skrá mig. Byrjuð að kvíða fyrir og hlakka til.  Er búin að gefa Stefáni Boga leyfi til að skjóta mig ef ég fer að tala um súperfroska og helvítisarmbeygjur o.s.frv. Veit að hann stendur við það þessi elska.

Ég er að prjóna lopapeysu. Hún á að vera á mig. Ég fann ekki uppskrift sem eftir mínum hugmyndum þannig að ég er að "skálda" á mig peysu. Kannski ekki alveg skálda uppskrift....meira byggja á nokkrum uppskriftum, setja þær saman eins og mér hentar. Ef hún kemur vel út mun ég setja mynd hérna. Ef ekki þá fáið þið ekki að heyra meira af þessari tilraunastarfsemi Tounge

Ég fékk Mamma mia lánaða og tók hana með mér austur. Stefán var ekki alveg til í að horfa á hana í gær....vildi frekar vera í tölvunni sinni. Þá spilaði ég hana bara í tölvunni hjá mér. Og ég náði honum....haha, hann elskar söngleiki eins og ég LoL Held samt að það hafi frekar verið tónlistin sem heillaði frekar en söguþráðurinn sjálfur....sem er kannski ekki upp á svo marga fiska...

Jæja.....þarf að fara að gera mig tilbúna. Er að fara í einhverja nýársgleði hjá framsókn hérna á héraði. Ætla ekki í neinu grænu í þetta skiptið.


Jæks

Minns ekki bara virkur neytandi heldur líka komin á netmiðlana !!!!

http://www.visir.is/article/20090108/FRETTIR01/289190901/1215


Okur :) minns bara orðinn virkur neytandi ;)

I am one of them now. Sendi póst á okursíðu dr.Gunna. Þetta er í annað sinn sem ég sendi póst á hann. Í fyrra skiptið var það til að kvarta undan lélegum dómi á skítamórals disk. Töluvert langt síðan. Núna var það til að koma okri á framfæri. Og auðvitað var verið að okra á nauðsynjavörunni kjörís. Þarf eitthvað mikið að gerast til að ég fari að senda inn komment á svona síður en þarna var of langt gengið Tounge

Af því að ég er svo mikill töffari þá var þetta það sem ég sendi :

#1834    Ég var, eins og svo margir aðrir, í Kringlunni fyrir jólin. Ákvað að fá mér ís í ísbúðinni hjá Hagkaup. Og í fyrsta sinn á ævinni hætti ég við að kaupa mér ís af því að hann var of dýr. Lítill bragðarefur/hræringur var kominn í 790 krónur hjá þeim. Miðstærð á 890 og stór á 990 krónur. "Venjulegt" verð fyrir lítinn bragðaref hefur verið á ca. 500 krónur. Mig grunaði að ísinn hefði hækkað undanfarið en þetta var of mikið. Tæpar 800 krónur fyrir smá ís og smá nammi. Ég sá fram á að fá aldrei ís aftur. Fór í verðkönnunarleiðangur í Fákafenið í Erlu-ís. Vissulega hefur verðið þar einnig hækkað en var samt viðráðanlegra. Hjá þeim í Fákafeninu kostaði lítill bragðarefur 590kr, miðstærð 690kr og stór 790kr. Dýrt....en aðeins skárra. 
Heiðdís


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband