Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Andlaus

Ah ég átti svo góða helgi síðustu helgi. Þreyf íbúðina mínu fínu á laugardag og bauð grasekkjunni Hlín í mat. Á sunnudaginn fórum við Stefán í konudags brunch á Hótel Hérað. Ohhh það er ógeðslega gott. Það er allt til og maður étur á sig gat. Svo fórum við í bíltúr sem endaði í kaffi á Ketilstöðum í Jökuldalshlíð. Ljómandi allt saman. Yndis helgi...gerði gagn og slappaði af.

Það er aftur komið frost á Egilsstöðum. Og það kom fullt af snjó í nótt. Og það er búið að skafa göngustígana. Vel gert. Núna vantar bara eitt stykki ljósastaur! Smile

Hefur einhver séð auglýsinguna frá einhverju flutningafyrirtæki sem heitir Ups (jú pí ess).  Ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki treysta fyrirtæki sem heitir úps !!! Finnst það ekki mjög traustlegt !!

Mér finnst gaman að hafa vetur....en ég er samt farin að hlakka til að fá sumarið. Vona bara að það komi almennilegt sumar í sumar. Það er komið eitthvað að gera flestar helgar í júlí !! Veit ekki hvort að ég hafi áhuga á að gera það allt en það er allavega eitthvað að gera. Stuð.

Hmmm ég er andlaus í kvöld...enda með höfuðverk.


Sumar ???

Það hefur verið kallt hérna fyrir austan undanfarið. Um helgina hlýnaði...reyndar svo mikið að ístölt mótinu var frestað. Á að vera um næstu helgi í staðin....spurning hvort að frostið verði komið aftur þá ! Allavega það hefur verið kalt. En núna er hlýrra. Og ekki bara hlýrra heldur bjartara líka. Svo hlýtt og bjart að það er nánast kominn vor fílíngur í loftið. En ég læt ekki plata mig. Er nokkuð viss um að veturinn sé bara að plata og muni koma aftur af fullum krafti. Sem er gott....mér finnst gaman að hafa kalt og ég vil eiginlega hafa almennilega kalt aðeins lengur. Það er svo kósí.

Ég var eins og margir vita send til Reykjavíkur síðustu helgi. Nokkrum samstarfskonum mínum fannst það ekki hægt að ég væri alltaf heima að horfa á manninn í sjónvarpinu þannig að þær komust á snoðir um ódýra miða sem ekki átti að nota og settu nafnið mitt á annan þeirra. Klukkan hálf eitt var mér sagt að fara heim að pakka....ég væri að fara suður með fimm vélinni. Þar sem ég er ekki fjóra tíma að pakka þá var ég aðeins lengur í vinunni og fór svo heim að pakka og í flugvél klukkan fimm. Það var æði. Kom mömmu á óvart og horfði á allt of spennandi þátt af Útsvari LIVE. En "við" unnum mér til mikillar ánægju. Ég var nefninlega dauðhrædd um að ég væri jinx. En þau unnu þó að ég væri í salnum og þó að þau væru vitlaus litur (eru vön að vera appelsínugul en voru bláu megin).

Ég sagði í hálfkæringi við eina sem vinnur með mér að ég skyldi vinka henni úr sjónvarpinu. Í sigurvímunni stóð ég við það og veifaði myndavélinni eins og tíu ára krakki. Sumir sáu það...aðrir ekki....og sumir sáu mig og veifuðu á móti Wink þeir eru klárlega bestir.

Morguninn eftir sendi ég Stefán norður á Akureyri en sjálf fór ég í bæjar rúnt. Fór í virku til að kaupa rennilás sem bestasta mamman mín ætlar að setja í peysuna mína. Fór í smáralindina og fékk valentínusarköku frá Jóa Fel, Begga og Pacasi. Tókst þá að troða mér aðeins í sjónvarpið aftur...núna í íslandi í dag að fá mér köku. Sigríður Klingenberg var þarna í asnalegum kjól með ennþá asnalegri gleraugu að "ástar" eitthvað. Hélt mig frá henni þar sem ég hefði getað sparkað í hana....alveg óvart að sjálfsögðu !!!

Um kvöldið...eftir læri hjá mömmu...jammí....fór ég á KSF fund sem var mjög áhugaverður að því leiti að 50% viðstaddra eiga lögheimili á Egilsstöðum. Gaman að því. Fór svo í "alvöru" bíó í fyrsta sinn í langan tíma. Gaman að því.

Ekki gat ég farið í svona borgarferð án þess að borga eitthvað fyrir það. Ég mætti á flugvöllinn á sunnudaginn klukkan 15:30 til þess að mæta í flugið mitt sem var kl 16:00. Komst þá að því að ég var að ruglast og flugvélin fór kl 15:30. Stórt ÚPS. Ég mætti því aftur um sex leitið og beið eftir því að komast að því hvort að ég kæmist heim með sex vélinni. Það rétt slapp og ég þurfti að borga 4500kr fyrir það. Sem var allt í lagi þar sem ég hélt að ég þyrfti að borga 10þús. Svo ég var bara nokkuð sátt....en ekki við sjálfa mig þar sem ég geri ekki svona !!! Þá vitiði það....svona gerist þegar maður býr of lengi með Stefáni Boga !!!

Vó löng færsla....búin !!!!


The paper cut week

Ég hef ekki fengið "paper cut" í mörg ár og núna fæ ég tvö á einhverjum þremur dögum. Og þetta er svo vont... Fékk fyrst eitt rosa djúpt á vondan stað og náði mér svo í annað í dag. Oh þetta er svo lítið en samt svo sárt. Bögg.

Ég fór í prjóna hitting í gær. Kláraði þar peysuna sem ég byrjaði á í janúar. Eða já ég kláraði að prjóna hana. Nú er allt dúllið og vesenið eftir ef ég nenni því. Er að spotta saumakonur hérna ... ein í vinunni á systur sem er saumakona. Þarf að athuga það eitthvað nánar. Ég er ennþá svo montin af peysunni minni sem ég kláraði í síðustu helgina. Hef fengið svo rosalega mikið hrós fyrir hana. Fólk meira að segja öfunda mig af henni....ekki oft sem ég á eitthvað svoleiðis Joyful   Ég var samt að hugsa með mér núna í dag hvað ég væri búin að vera dugleg að prjóna síðasta árið. Ég er búin að gera eina barnapeysu, þrjú vesti, næstum því tvær peysur á mig og eina peysu á Stefán. Finnst það bara nokkuð gott. Hef líka gert nokkrar stúkur, kraga og sokka. Nokkuð ánægð með mig Wink

Svo var annar vinnu hittingur í kvöld. Eldri álman hittist í leikskólanum til að borða og spila. Það var alveg ljómandi skemmtilegt. Ég var í náttbuxum í allan dag. Það var nefninlega komið í asnalegum buxum í vinuna dagurinn í dag hjá starfsfólki. Svona öðruvísi dagar byrjuðu fyrir jólin og fyrst var rosa mikil þátttaka. Pilsadagur, kjóladagur, boladagur o.s.frv. Þátttaka hefur farið dvínandi síðustu skiptin og í dag vorum við þrjár eða fjórar sem mættum í öðruvísi buxum. Sem gerir það að verkum að manni líður eins og fávita. Ekki það mér leið mjög vel í náttbuxunum mínum, en mér leið eins og fávita þegar ég mætti foreldrum... rosa professional eitthvað í hreindýranáttbuxunum mínum í vinunni. MEN. Tek ekki þátt í svona lengur.

Útsvar á morgun....


Þorrablót og venjulegt.

Þorrablótið á föstudaginn tókst stórvel. Stefán Bogi fór að sjálfsögðu á kostum og var kynntur inn sem Stefán úr sjónvarpinu. Hann segist reyndar hafa verið kynntur sem Bogi úr sjónvarpinu en ég er ekki sammála því. Stefán söng og talaði út í eitt og ég er ekki frá því að það hafi verið hlegið. Sem er gott. Ég þjónaði til borðs og er sannfærð um að ég hafi fengið fýlu borð. Vá hvað mér fannst þetta fólk leiðinlegt. Ekki jafn slæm og fíflið sem var á borðinu við hliðina en hann er þekktur nöldrari og í mínum bókum er hann núna fáviti. Var næstum því búin að segja honum það og segja honum að halda kj.... Veit ekki hvað það var sem hamlaði mér í því ! Fyrir utan þetta gekk vel. Spes samt að ég var á "glasavakt" í klukkutíma og það kom mér stórkostlega á óvart hvað fólk var viðkvæmt fyrir glösunum sínu. Mér fannst stundum eins og ég væri að rífa hjartað úr fólki þegar ég spurði hvort að ég mætti taka tóma glasið þeirra. Vildi að það væru fleiri gestir eins og ég er....ég er voða kurteis og reyni að vera hress. Þetta fólk var það ekki !!!

Á laugardaginn fórum við í mat í sumarbústað til Stellu Rúnar frænku Stefáns og kærastans hennar. Það var svo ljómandi fínnt. -16 til -20 á leiðinni og þau að grilla læri...ekki eitthvað sem mér hefði dottið í hug. Læri, meðlæti, súkkulaðikaka og ís og marssósa. Gerist varla betra. Spiluðum svo Risk. Var ekki í stuði fyrir það. Svo pictionary. Mun betra.

Á sunnudaginn fengum við bandarískan körfuboltamann í mat. Honum leiðist svo mikið hérna að við Stefán urðum að gera eitthvað fyrir hann. Hann fékk fisk að borða og var voða kátur með það. Svo fór hann og ég hringdi í tvo íslendinga og bauð í spil. Og ég "bakaði" kókoskúlur. Jammí.

Kláraði loksins peysuna mína sem ég er búin að vera tæpt ár að klára...nú eða bara heillt ár. En hún var þess virði...voða flott og ég fæ þvílíkt hrós fyrir hana. Set kannski inn mynd þegar ég nenni. Já og af hárgreiðslunni minni á þorrablótinu. Tók ekki myndir af neinu öðru....ég er alveg ótrúlega lélegur myndatökumaður...að ég hafi ekki tekið myndir af því þegar austfirskur bóndi á sjötugsaldri, í pilsi og með bleika hárkollu skakaði sér utaní Stefán Boga...synd synd synd...

Allt fréttir maður á facebook....núna á "litli" frændi von á barni....ég er svo mikið eftirá...Blush

Útsvar á föstudaginn !! Allir að hugsa gáfulega til Stefáns !!!


Ljós

Við Stefán brunuðum í húsasmiðjuna í gær til að athuga hvort að eitthvað væri eftir af ljósum sem var verið að auglýsa á 70% afslætti. Og yessss við fengum síðustu ljósin í búðinni. Fékk reyndar svolítið samviskubit þegar nágrannakona okkar kom 5 mín á eftir okkur og ætlaði að fá sér svona ljós. Úps við vorum búin að panta það og það var verið að taka það niður fyrir okkur. Hefði verið betra ef ég hefði ekki þekkt manneskjuna. Damn. En allavega þá fengum við þessi fínu ljós í stofuna á einhvern sexþúsund kall í staðin fyrir einhvern átján þúsund. HAHA það borgar sig stundum að bíða og hafa rússaperuna hangandi....

Oh það fer svo mikill tími í þennan þorrablótsundirbúning að ég er ekki að ná að klára peysuna mína...og það er svo kalt og mig langar að vera í henni og og og....væl..  Hún á örugglega eftir að stækka í þvottinum og verða ómöguleg og ég grömpí...það er mjög týpískt...


Reykjarvíkurnætur...

Reykjarvíkurferð lokið og ekki búin að ákveða hvenar ég kem næst. Eina ferðaplanið so far er dekur/menningarferð til AKureyrar í mars. Fjúff ég hlakka sko til þess.

EN Reykjavíkin mín var indæl. Stórafmæli hjá mömmu á laugardaginn sem tókst voða vel og það var voðalega gaman. Pabbi bað mig um að vera veislustjóri og gekk það ágætlega. Fólk hló allavega aðeins og allir skemmtu sér vel. Ég komst líka á kaffihús þrisvar....einu sinni með fólki og tvisvar sinnum totally alone með slúður og dúllerí. Love it. Mánudagurinn fór svo í verslunarleiðangur þar sem ég þurfti að kaupa þrjár afmælisgjafir og smádót handa mér sem fæst ekki fyrir austan. T.d. mango chutney (þau eru bara ekki góð sem fást í bónus) og multidopholus gerlar (sem reyndar fást hérna en eru ekki geymdir í kæli eins og stendur á boxinu !!!).

Ég flaug svo heim á mánudaginn í bestu flugferð sem ég hef farið í. Vélin haggaðist ekki í loftinu (það er hún fór áfram en ekki stanslaust upp og niður) og ferðin var eins smúð og hún getur orðið. Svo var heiðskýrt alla leiðina sem og snjór yfir öllu. Ég var á ferðinni í ljósaskiptunum og það var alveg magnað að sjá nánast "allt". Ég sá Bláfjöll, Hellisheiði, Hveragerði, Selfoss, Vestmannaeyjar, Hellu, Hvolsvöll, laugarvatn, sumarbústaðabyggðir og væntanlega jökla þó að ég hafi ekki séð mikinn mun á þeim og öðru. Svo þegar við vorum komin á austurhlutann benti flugstjórinn okkur á að á hægri hönd sæjum við ljósin frá Höfn í Hornafirði og á þá vinstri sæjum við Akureyri og Hlíðarfjall. Ég sá reyndar ekki Akureyri en fannst alveg eins magnað að sjá Höfn og vita að það sæist einnig til Akureyrar. Creizy að það sjáist svona stranda á milli. Litla land.

Í gær sat ég svo heima og djöflaðist við að klára frágang á peysunni sem ég kláraði að prjóna í haust. Mamma var búin með saumavélavinnuna fyrir mig en eftir var hellings frágangur sem ég náði ekki einu sinni að klára í gær. Á eins og hálfa kvöldstund eftir. Ekkert smá mikið vesen að klára þessar flíkur....  Er svo að verða búin að prjóna mér aðra lopapeysu. Hún er rennd og ég er mikið að spá í hvort að ég eigi ekki að fá saumakonu til þess að setja rennilásinn í hana. Aðallega svona til þess að halda geðheilsunni minni. Geðheilsan er nefninlega svolítið tæp þegar kemur að rennilásaísetningu. Komst að því fyrir nokkrum árum....Skammast mín ekkert fyrir það. Amma mín sem hefur prjónað milljón peysur kann ekki ennþá að lykkja undir höndum þó að mamma hafi kennt henni það hundrað sinnum. Hafiði það...ef hún kemst upp með að kunna það ekki þá kemst ég upp með að missa geðheilsuna yfir rennilásum.....hah!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband