Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Fermingar

Ég var um helgina voru fermingarbúðir á Eiðum. Stefán Bogi var þar alla helgina að reyna að kenna þessum börnum eitthvað um Jesú. Greinilegt að það veitti ekki af þar sem einhver börn voru sannfærð um það að Móses væri sonum Jesú !!!  En ég var sem sagt þarna á næturvöktum. Sem var alveg ágætt, ekkert vesen á þessum börnum. Bara smá kjaftagangur fram eftir nóttu. Að lokum hótaði ég síðasta herberginu sem var ekki var sofnað (stelpur) að ef ég heyrði eitt hljóð í viðbót þá myndi ég sitja í dyrunum þangað til þær sofnuðu. Það virkaði fínt. i

Eitt sem ég fór að pæla í ... Nú eru íslendingar frekar kaldhæðin þjóð. Hvenær þróast eiginlega kaldhæðnin í börnum ?? Ein stelpa spurði mig á föstudagskvöldinu hvort hún mætti fara á klósettið um nóttina. Ég sagði nei. Það datt af henni andlitið. Að hún skyldi trúa mér... ég varð alveg steinhissa á þessu. Stefán vill meina að þetta komi í fyrsta lagi 16 ára....ferlega er fólk seinþroska eitthvað...

Shitt ég fattaði í dag að það eru bara einhverjar 13 vikur til jóla. OMG og ég á eftir að undirbúa brúðkaup... Herregud...


Fyrir afa

Ég var að tala við mömmu mína í símann. Hún sagði að afi vildi fleiri blogg frá mér. Meiri frekjan í þessum kalli. Ég hef ekkert merkilegt að segja....ekki það að blogg þurfi alltaf að vera merkileg. Ég hringdi í mömmu til að minna hana á loforð sem hún gaf mér í fyrra. Þá fóru þær allar, mamma Hugrún og Heiða til London. Mamma sagði að hún myndi bjóða mér einhverntíma til Reykjavíkur í staðin. Og það hefur ennþá ekki gerst. Og ég mundi þetta skyndilega í kvöld þegar mig langaði geðveikt til rvk en hafði í raun enga ástæðu til þess...og ég hef því miður ekki efni á ástæðulausum ferðum í bæinn. Þannig að ég fékk mömmuna mína til að bjóða mér til rvk í október. Sjibbí...er strax orðin voða spennt. Fæ svona Reykjavíkur löngun reglulega. Og við Stefán verðum meira að segja á suðvesturhorninu á sama tíma. Hann reyndar í Keflavík þar sem hann er eitthvað að þvælast á einhverju vinnuþingi...en what ever. Ég get böggað hann í flugvélinni.

 Ég hef verið dugleg að mæta í ræktina og blak síðustu tvær vikur. Er orðin svo hrikalega þung að eitthvað varð að gera. Hef verið að mæta í Body Pump tíma sem eru svona tímar þar sem unnið er með lóð allan tímann. Hefur gengið vel þangað til á fimmtudaginn. Þá fékk ég allt í einu svaka sáran sting í rófubeinið...af öllum beinum. Og maður á ekkert að fá illt í rófubeinið. Nema það hafi skaðast einhvertíma áður. Sem fékk mig til að pæla hvort að ég hefði meitt það eitthvað í fyrra vetur þegar ég var alltaf að detta. Ég hreyfði mig nánast ekkert síðasta vetur þannig að það gæti nú alveg verið að ég væri að finna fyrir því núna. Veiturekki...     Ú ég er orðin "rosa góð" í blaki. Hitti boltann alveg rosalega oft og ég held að ég sé hætt að hoppa eins og asni ;)

Læt þetta nægja í bili. Reyna að blogga oftar í staðin :D

 


Haustið að koma.

Ég er ein heima. Mér finnst það mjög huggulegt svona á kvöldin en ekki alveg eins skemmtilegt um helgar. Hmm, var að fatta að ég verð ein heima næstu helgi líka. Damn... Var samt dugleg í dag. Fór í sund í hádeginu og synti kílómeter. Þar af hálfan með froskalöppum...það er nú bara eins og að hlaupa sprett í vatni. Æðilegar græjur. Ég steig á viktina í fyrsta sinn síðan í sumar og þyngd mín hefur hefur náð nýjum hæðum/lægðum. Held í vonina um að botninum sé náð. Þarf að gera eitthvað núna svo að eina lausnin verði ekki hjáveituaðgerð eftir ca. fjögur ár ! Enda synt ég þennan kílómeter af fullum krafti Wink 

Eftir sundið fór ég með, jah...vinum Stefáns sem ég verð nú kannski að fara að kalla vini mína, í Mjóanes. Þar getur maður tekið upp kartöflur, rófur og gulrætur fyrir smá pening. Það var bara alveg ferlega skemmtilegt. Vá hvað það er langt síðan ég hef tekið upp kartöflur. En ég hef aldrei áður svo ég muni tekið upp gulrætur og er það jafnvel skemmtilegra. Næst ætlar þetta ágæta fólk að taka slátur...veit ekki hvort að ég sé jafn spennt fyrir því ....

Landsbyggðin er klárlega að ná tökum á mér...farin að taka upp grænmeti, fylgjast með sultugerð (Þorgeir og Hlín voru að sulta), smala og prjóna. Ég er farin að hlakka mikið til að smala og sauðast. Stefán hlakkar ekki eins mikið til, en honum rennur blóð til skyldunnar, eins og hann orðaði það. Held að hann sé bara soldið kvekktur eftir að hafa "týnst" síðast Tounge

Um miðjan ágúst komu Hugrún og Heiða í heimsókn hingað austur. Þær eru klárlega furðulegustu gestir sem ég hef fengið. Þær vildu helst ekkert gera annað en að vera heima hjá mér að horfa á dvd, Hugrún að prjóna og Heiða í tölvunni og tuðandi yfir því að austurland væri leiðinlegt. Ég dró þær í bíltúr upp í Sænautasel til að sækja göngugarpinn Stefán. Hann hafði farið í göngu um Jökuldalsheiðina og var í tjaldi eina nótt. Aleinn uppi á heiði...furðufugl sem hann getur verið. Og uppi á heiði var bakpokanum hans stolið. Með tjaldinu, svefnpokanum, fötum, eldunargræjum og bara öllu saman. Merkilegt hvað sumir geta verið óheppnir. Ég held enn í vonina um að einhver eigi eftir að skila pokanum. Ég setti auglýsingu í Dagskrána á austurlandi í vikunni og vona að einhver viti um pokann. Trúi því ennþá ekki að einhver vilji stela svona poka !!!

En já, helgin með systrunum. Við fórum líka með þær niður á Borgarfjörð. Það var þoka þar og rigning svo það var ekki mjög spennandi. En við fórum á pub-quiz sem var mjög skemmtilegt. Stefán Bogi og Heiða unnu keppnina og fengu bjórkippu að launum. Heiða undir aldri og Stefán hættur. Mjög viðeigandi. Og við Hugrún gátum bjórspurninguna (og Stefán líka) svo við vorum allt í einu komin með 10 bjóra, og engin okkar drekkur bjór (eða mátti það ekki). Skemmtilegt. Góðir gestir.

Síðustu helgi skelltum við okkur í Loðmundarfjörð með ljóðahópnum hans Stefáns og gestum. Það var ferlega gaman. Ég var svolítið hrædd við að fara á föstudeginum þar sem það var svo mikil rigning. Fyrir nokkrum vikum fór vegurinn í Lommann nefninlega í sundur á þremur stöðum vegna rigninga. Ég var ekki alveg tilbúin að vera föst í Lommanum. En það varð allt í lagi. Fórum á föstudegi í leiðindarveðri. Ég fór samt í smá berjamó í roki og rigningu. Týndi nokkur  ber í pott og kjammsaði svo á þeim á leiðinni í skálann. Góð ber. Á laugardeginum var nú betra veður og þá fórum við í göngurtúr í fjöruna. Og svo fórum við heim. Ég hefði nú viljað vera aðra nótt í Lommanum en það var ekki í boði þetta skiptið.

Annars er nú ekki mikið meira að frétta af mér og mínum. Eða jú, Stefán er orðinn kennari. Magnað.

Brúðkaupsundirbúningur í fullum gangi í hausnum á okkur og mömmu. Allt að gerast.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband