Fyrir afa

Ég var að tala við mömmu mína í símann. Hún sagði að afi vildi fleiri blogg frá mér. Meiri frekjan í þessum kalli. Ég hef ekkert merkilegt að segja....ekki það að blogg þurfi alltaf að vera merkileg. Ég hringdi í mömmu til að minna hana á loforð sem hún gaf mér í fyrra. Þá fóru þær allar, mamma Hugrún og Heiða til London. Mamma sagði að hún myndi bjóða mér einhverntíma til Reykjavíkur í staðin. Og það hefur ennþá ekki gerst. Og ég mundi þetta skyndilega í kvöld þegar mig langaði geðveikt til rvk en hafði í raun enga ástæðu til þess...og ég hef því miður ekki efni á ástæðulausum ferðum í bæinn. Þannig að ég fékk mömmuna mína til að bjóða mér til rvk í október. Sjibbí...er strax orðin voða spennt. Fæ svona Reykjavíkur löngun reglulega. Og við Stefán verðum meira að segja á suðvesturhorninu á sama tíma. Hann reyndar í Keflavík þar sem hann er eitthvað að þvælast á einhverju vinnuþingi...en what ever. Ég get böggað hann í flugvélinni.

 Ég hef verið dugleg að mæta í ræktina og blak síðustu tvær vikur. Er orðin svo hrikalega þung að eitthvað varð að gera. Hef verið að mæta í Body Pump tíma sem eru svona tímar þar sem unnið er með lóð allan tímann. Hefur gengið vel þangað til á fimmtudaginn. Þá fékk ég allt í einu svaka sáran sting í rófubeinið...af öllum beinum. Og maður á ekkert að fá illt í rófubeinið. Nema það hafi skaðast einhvertíma áður. Sem fékk mig til að pæla hvort að ég hefði meitt það eitthvað í fyrra vetur þegar ég var alltaf að detta. Ég hreyfði mig nánast ekkert síðasta vetur þannig að það gæti nú alveg verið að ég væri að finna fyrir því núna. Veiturekki...     Ú ég er orðin "rosa góð" í blaki. Hitti boltann alveg rosalega oft og ég held að ég sé hætt að hoppa eins og asni ;)

Læt þetta nægja í bili. Reyna að blogga oftar í staðin :D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála afa þínum. Ég vil fá fleiri blogg :) Ég var einmitt að hugsa til þín í gær, vegna þess að ég sá fyrir tilviljun að það er hægt að fá svo flotta brúðarkjóla fyrir tiltölulega lítinn pening á www.brudarkjolar.is Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera?

Elín (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

;)

Nei ég er ekki búin að ákveða í hverju ég ætla að vera nema það að ég ætla að vera í hvítum prinsessukjól ;) Er ekkert stressuð yfir því þar sem ég held að það sé ekki mikið af brúðkaupum í gangi á þessum tíma :) En ég kíki á þetta..

Heiðdís Ragnarsdóttir, 20.9.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Guðrún

Myndi passa mig á brudarkjolar.is Jóhanna systir Siggu reyndi að fá sér kjól þarna, keypti hann eftir mynd sem henni var sýnt og málin tekin af henni til að sérsauma hann, svo kom hann bara allt öðruvísi og hún neyddist til að borga hann. Svo var konan þarna eitthvað hundleiðinleg útaf þessu öllu, það endaði með að hún leigði sér kjól annarsstaðar. Mæli með Tveim hjörtum, þar er konan yndisleg og vill allt fyrir mann gera. Hún hækkaði ekkert verð útaf kreppunni. 

Knús knús

Guðrún , 27.9.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband