A goose

Núna er ég í vondu skapi. Var búin að blogga og svo ákvað tölvan að hegða sér eins og fáviti og þá datt færslan mín út. Og Stefán böggar mig með ráðum og hótunum um að taka tölvuna af mér. Eins og það hjálpi. Pfff.

Eníhús. Kominn mánuður síðan ég bloggaði síðast. Er bloggið að deyja ?? Neeeeeei ég mótmæli af veikum mætti. Ástæðan fyrir því að ég hef verið svona löt að blogga er einfaldlega sú að ég er ólétt og hefur liðið illa í samræmi við það.  Ógleðin mín hefur samt minnkað yfir daginn en ég er ennþá ælandi á morgnanna. Held að það hætti aldrei....ljótans. En á meðan þetta heldur sig við morgnanna þá væli ég ekki mikið. Lýg því...væli fullt.

Annars hef ég ekki verið að gera mikið. Fór til Reykjavikur í byrjun mánaðar til að slaka á og undirbúa brúðkaup. Skoðaði salinn, hringa, blómabúðir og kjóla. Fann allt saman, vey. Erum líka komin með veislustjóra, ljósmyndara og matseðil. AAaaaallt að gerast.  Vonandi verður þetta bara gaman. 

Eftir vikudvöl í bænum fór ég aftur austur til að taka þátt í Stúdentamóti KSF sem var haldið á Egilsstöðum. Alltaf gaman að fá Reykvíkinga austur. 

Síðustu helgi ætlaði ég svo að eyða rosalega mikið alein heima og þrífa. Ætlaði að vera búin að því fyrir næstu helgi svo ég gæti sett upp svolítið jólaskraut. En þá var mér bara rænt. Lögreglan mætti heim til mín klukkan korter í tíu á laugardagsmorgni og vildi fá mig í skýrslutöku út af umferðaróhappi við leikskólann. Lítið mál að gera það svo lengi sem ég fengi að klæða mig fyrst. Svo bara rétti löggimann mér poka og bréf með uppýsingum um það ætti að gæsa mig þennan dag. Ég mátti fara inn og ná í smá drasl áður en löggimann keyrði mig út á flugvöll. Svo átti ég að leysa sudoku þraut í vélinni sem ég gat með engu móti gert þar sem það er voða langt síðan ég hef gert það síðast og ég var stressuð!!!

Hópur stúlkna klæddi mig í vængi og skikkju og fór með mig niður í bæ að angra saklaust fólk. Karlmenn tóku mér vel en konurnar panikkuðu !! Lélegu kellingar. Misstu skyndilega minnið þegar ég yrti á þær, ppffffff. Við fórum svo í bláa lónið, að borða á caruso og svo í leikhús að sjá Sannleikann með Pétri Jóhanni. Ljómandi góður dagur í góðra vinkvenna, systra og frænku hópi. Þyrftum að gera svona oftar....made me feal special. Toppurinn var svo að ná að kíkja í afmæli til ömmu á sunnudeginum áður en ég flaug heim.  Góð helgi...þó ég eigi reyndar ennþá eftir að þrífa. 

Later...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast :)

Elín (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:26

2 identicon

Já það væri gaman að gera þetta oftar, eigum við að stefna að því að gæsa hver aðra svona reglulega, just for the fun of it ;o)

Hlín (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:51

3 identicon

Ég er til :)

Elín (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband