Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Pípandi !!

Þessi hvítasunnuhelgi hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtileg!! Hún byrjaði reyndar rólega (hjá mér, ekki hjá Stefáni sem fór út á lífið og kom ekki heim fyrr en 4 um nóttina...það þýðir að það hefur verið alveg rosalega gaman!) en ég fór í mat til mömmu, fór svo og tók mér stelpu vídjó og var komin í rúmmið fyrir eitt!.

Laugardagurinn var svo tekinn rólega og svo var farið í afmæli til tengdó. Gaman saman, skemmtileg tengdó fjölskylda sem ég á. Á sunnudaginn byrjaði svo vitleysan. Ég vaknaði klukkan níu og er búin að vera með pípandi niðurgang síðan Blush Þrír dagar. Hef aldrei þjáðst af þessu eins lengi og núna. Og þó að klósettferðum hafi fækkað og ég sé aðeins að lagast þá er ég ekki komin í samt lag... ekki gaman. Fór á Deep purple tónleikana í þessu ástandi. Heyrði í meirihlutanum af Uriah Heep en eyddi meirihlutanum af deep purple frammi þar sem það var nær salernunum. Fylgdist þar reyndar með security köllunum fylgja út nokkrum tónleika bullum. Þeir voru að trufla Bubba Morthens og fylgdarlið hans. Það var nú samt ekkert persónulegt held ég og engir stjörnustælar að láta henda þeim út. Ég hefði líka viljað þessa gæja út ef ég hefði setið fyrir framan þá. Þannig að ekkert nema gott um það að segja. Nema fyrir tónleika bullurnar sem virtust skemmta sér mjög vel Grin

Ókostur við að Kústur sé orðinn útikisi er að hvítu loppurnar hans eru ekki eins hvítar lengur !! Woundering


I heart Josh

Nú er mín sko búin að vera menningarleg! Josh Groban tónleikar á miðvikudaginn. Oooohhhhh þeir voru ÆÐI. Í alvörunni...ÆÐI InLove Ég var svo hrædd um að eitthvað væri ekki nógu gott við þessa tónleika af því að síðast þegar ég borgaði fúlgur fjár fyrir gæsahúðvaldandi tónleika þá voru þeir bara ekki nógu góðir. En þessir voru sko alveg þess virði. Ég er svo mikill kelling að ég táraðist bara þegar maðurinn mætti á sviðið. En mér tókst að halda aftur af mér meirihlutann af tónleikunum. Ég kemst ekki yfir það hvað þetta voru yndislegir tónleikar...aumingja þeir sem misstu af !!! Tounge

Hinn menningarviðburðurinn sem ég fór á var San Francisko ballettinn í gær. Allt dansar eftir Helga Tómasson. Rosalega flott. Karlar í sokkabuxum og konur með engin brjóst, gasa smart.

Og þar sem Stefán Bogi linkaði á mig með þeim orðum að hérna bloggaði konan um köttinn, þá þarf ég víst að standa undir þessum orðum. Þar sem kötturinn sækir mikið í að fara út þá fórum við með hann til dýra í síðustu viku til að láta gera "allt" við hann. Hann er sem sagt geldur, bólusettur, ormahreinsaður og merktur með eyrnamerkingu og örmerktur. Fjúff. Hann var ferlega fyndinn þennan dag, hálf skakkur eftir svæfingu dagsins. Algjör snúlli. Svo gat ég loksins fengið það af mér að hleypa honum út einum. Var alveg viss um að hann myndi týnast. En nei nei, minn er ekkert að stinga mikið af. Og er meira að segja búinn að fatta að hann kemst út og inn um eldhúsgluggann. Hann er kannski ekki eins vitlaus og ég held !! Hann er hins vegar búinn að kosta mig ca 3 klósettrúllur á síðustu tveimur vikum þar sem hann er að leika sér með þær og klórar þær í klessu. Ekki vinsællt Shocking

More later !


Snúran komin í hús (reyndar fyrir löngu !!)

Jæja þá er aftur komið internetsamband heima hjá mér. Búin að kaupa nýja snúru og spreyja hana með ótakmörkuðu magni af kisufælu (sem virkar nú bara stundum og í takmarkaðan tíma!).  Í fleiri kisufréttum er það markverðast að ég er að reyna að leyfa kisanum mínum að fara út. Hann hefur verið að fara út í pínu og pínu stund en ég þori aldrei að skilja hann eftir úti. En honum finnst rosa gaman að hlaupa úti. Ég ætlaði að reyna að vera svolítið klár og keypri svona "út að labba með köttinn" ól. Ég hef nú ekki ætlað mér að fara með hann í göngutúr en ég ætlaði að leyfa honum að vera úti bundinn við tré. Ég hef sett hann út tvisvar með þessa græju og það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. Köturinn fattar ekki að hann sé bundinn og skilur ekkert í þessu skerta ferðafrelsi allt í einu. Ég er nú alltaf með augun á honum en á fimmtudaginn kom ég að honum þar sem hann var búinn að festa sig í runna en ég held að hann hafi flúið þangað undan öðrum stærri ketti sem var þarna á vappi. Voðalega umkomulaus greyið. Veit ekki hvort ég eigi eftir að nota þetta áfram Errm

Síðasta föstudag fórum við Stefán Bogi út að borða í tilefni þess að námskeiðið sem hann var á var búið. Skelltum okkur svo aðeins í bæinn. Það var voða gaman. Hitti vin pabba í voða hressan á bar, það var eitthvað skondið og skemmtilegt við það. Ég hef samt verið eitthvað óvenju sexy þessa helgina!! Þegar ég var á barnum kemur einhver drukkinn strákur aftanað mér og spyr mig hvort að ég hafi ekki verið í ungfrú ísland. Ég sagðist ekki muna eftir því. Hefði samt átt að segja, jú, Unnur Birna heiti ég!! Haha, það hefði verið fyndið. En svo var ég að hjálpa til hjá ungum framsóknarmönnum á laugardaginn og þar var einhver franskur maður að spjalla við mig. Hann hætti því þegar hann komst að því að ég væri í sambúð. Skemmtilega augljóst.

Smá um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (svona til að vera með). Mér finnst þessi umræða um ausur evrópsku mafíuna #$"/%%& alveg hund leiðinleg. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að lögin frá austur evrópu komist áfram. Þessi lönd eru bara orðin svo mörg.  Norðurlöndin hafa hingað til verið dugleg við að veita hverju öðru stig og engum finnst það óeðlilegt. Ég held ekki að þetta sé óeðlileg frændsemi sem hér sé í gangi. Ég held einfaldlega að lönd sem eru nálægt hverju öðru og eru hugsanlega með að einhverju leiti sameiginlega menningarsögu hafi svipaðann tónlistarsmekk. Þetta er samt klárlega ferlega leiðinlegt og ég styð það að reglunum verði breytt þannig að ca. jafn mörg lönd frá austur og vestur evrópu í úrslitum. En plís ekki þetta væl um einhverja mafíu !!Sick

Ég fór svo í  morgun niður í bæ að horfa á Risessuna og pabba hennar. Ekkert smá flott. Ég var alveg heilluð af því að horfa á brúðuna og sérsteklega fólkið sem stjórnaði henni. Ég sá gelluna meðal annars fara í sturtu, "klæða sig", gera leikfimi æfingar og sleikja sleikjó. Rosa skemmtilegt. Faðir hennar var ekki eins hress, enda er hann búinn að dunda sér við að skemma bíla og strætisvagna í Reykjavík. Hann hrækti á fólk hægri vinstri. Mér fannst það kúl.  Á meðan Risessan sat á Austurvelli og hvíldi sig þá fór ég og kaus. Er ennþá með lögheimili hjá mömmu og pabba. Er alveg að fara að skipta Joyful Kósí laugardagur hjá mér. Svo er það bara evróvision í kvöld og spennó kostningar. Jahú Tounge


Enn um bumbur

Jahá. Það er greinilega komið vor. Ekki nóg með það að grasið og gróðurinn sé farinn að spretta heldur virðast bumbur spretta upp út um allt með vorinu. Ég fór í sund áðan og ég er ekki að ýkja þetta, önnur hver kona var með óléttubumbu. Þriðja hver kona var svo með ungt barn. Við hinar vorum svona fimm í allri sundlauginni (salalaug í kópavogi á góðum degi þannig að það var slatti af fólki að spóka sig í sólinni !!!) Já það er greinilegt að íslendingar hafa ekki mikið annað að gera dimmustu mánuði ársins! Er svo ekki hund leiðinlegt að eiga afmæli um sumar. Helmingurinn af vinum og vandamönnum í sumarfríi einhverstaðar annars staðar ??? Ekki það að ég eigi afmæli á hentugasta tíma ársins. 22.desember er oft voða bussy hjá fólki af einhverjum ástæðum, mætti halda að það væru að koma jól!!! Svo hlítur að vera stressandi að eiga von á sér um mitt sumar, ætli það komi ekki að því bráðum að fæðingardeildinni verði lokað yfir sumartímann eins og sumum öðrum deildum. Ok núna er ég kannski komin út í vitleysu, en ég held að það sé öllum ljóst að ef mér tekst að "plana" barneignir þá verður óléttu bumbunni helst ekki skartað yfir sumartímann, nema þá til að vera sæt í óléttukjól .... hmmm, gleymdi að taka það með í jöfnuna.

Mér finnst ég alltaf vera að blogga um bumbur núna. Annað hvort með börnum inní eða ekki. Merkilegt hvað þetta hangir yfir mér. Bara svo að engar vangaveltur fari á stjá þá er ég jú með bumbu en það býr enginn þar hvorki í lengri né styttri tíma Tounge

Er að skrifa þetta hjá mömmu. Internetið er bilað hjá okkur heima. Af hverju ætli það sé bilað ?? hugsar kannski einhver. Ég skal segja ykkur það. Kattarkvikindið mitt er búið að naga snúruna í sundur...á nokkrum stöðum. Pabbi spurði hvort hann væri þá ekki orðinn fullur af upplýsingum !!! Þar vitiði hvaðan ég hef skopskynið Blush Veit að það er ekki mikið mál að kaupa nýja snúru, enda er það á planinu. Erum bara ekki búin að því.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband