Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

East

Ég er farin austur í sumarfrí í viku. Þrjú ættarmót og afslappelsi. Jahú....minns hlakkar til. Vííííííí

Morðingi

Kötturinn minn er orðinn morðingi Crying

He has gone over to the dark side Devil

But his mommy still loves him InLove


Á að vera að vinna !!!

Er í vinnunni en nenni ekki að vinna. Men hvað það er leiðinlegt þegar maður nennir ekki að gera það sem maður fær borgað fyrir Errm

Annars var "mætiði með köttinn í vinnuna" dagurinn í gær. Allavega hélt Stefán Bogi það. Hann mætti semsagt með kisann okkar í vinnuna. Það var nú samt alveg góð skýring í því. Hann átti nefninlega að fara til dýralæknis í bólusetningu um tólfleitið. Þannig að hann fékk að vera á skrifstofunni í klukkutíma áður en hann fékk sprautu. Auðvitað heillaði hann alla upp úr skónum á skrifstofunni, hann er nú svo sætur. Jah, nema eina, hún er víst logandi hrædd við ketti...úps Blush

Svo er Hugrúnin mín loksins komin heim til að vera. Jeeyyyy. Hún kom með sex and the city seríurnar fyrir mig. Nú er bara sett stefnan í maraþon þegar illa viðrar. Sex seríur, það er ágætis slatti af Carrie Bradshaw Tounge

Er svo að fara á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson á föstudaginn í Landnámssetrinu í Borgarfirði. Við ætlum svo að eyða helginni í sumarbústað. Auðvitað er manni þá boðið í þriggja manna útskriftarveislu, týpískt. Alltaf lendir allt á sama tíma. Held samt að sumó fái að ráða, það er svo gott að vera þar að slappa af. Í sól og sumaryl. Og svo bara hæ hó jibbí jey og Áfram Ísland, rústa serbum....


Kaffibörn

Jæja þá í þetta sinn....

Ýmislegt sem mér hefur dottið í hug undanfarna daga sem ég hef ekki nennt að koma niður á tölvutækt form. Ég er byrjuð að vinna nýju aukavinnuna mína og líkar bara vel. Er komin á sambýli þar sem ég þarf að ýta á eftir ungum mönnum að gera heimilisstörfin sín (þeir eru nú samt allir eldri en ég!!). Spurning hvort ég fái útrás fyrir tuði þörf mína í þessari vinnu...Stefáni væntanlega til mikillar ánægju. Eða þá að ég næ valdi á alveg gífurlegri samningatækni og fæ hann til að gera allt sem ég vil í skiptum fyrir kaffibolla !!! Það virkar allavega á einn sem býr þarna. Eða þá ég get notað annað á Stefán sem virkar oft á þessa tvo "hey, villtu ekki drífa þig að gera XXXX og þá get ég farið???" Hmmm, veit ekki með það, en kannski vill hann losna við mig svo að þetta virkar.

Ég fór á kaffihús í síðustu viku í fyrsta sinn eftir að reykingarbannið var sett á. Vá hvað það er mikill munur. Ekkert smá þæglilegt. Eitt samt sem ég fattaði sem er ekki nógu þægilegt fyrir mig....ennþá. Núna er miklu betra að vera með börn á kaffihúsum. Ekki það að ég sé á móti börnum eða barnafjölskyldum, en ennþá er ég mjög á móti barnavæli þegar ég er að reyna að slappa af með tímarit og kaffibolla. En ætli ég detti ekki í "hinn hópinn" nógu fljótlega til að vera ánægð með breytingarnar. Svo fór ég aðeins út á lífið á laugardagskvöldið og það er ekkert smá sem manni líður betur á þessum skemmtistöðum og börum. Munar öllu Wink

Er að komast að því hvað það er dýrt að eiga lítinn kisaling !! Woundering Hélt ekki að þetta væri svona dýrt, er að hugsa um að senda Kúst á Kattholt á meðan við förum austur í rúma viku. Ekki mikið 800 krónur fyrir daginn, en þegar allir dagarnir eru teknir saman, og hótel fyrir köttinn kostar hátt í 10.000 krónur...þá er þetta orðið dýrt. Alveg fullkomlega glatað.


Nothin

Jæja, þá er ég loksins orðin góð í maganum. Eina jákvæða við svona veikindi eru auðvitað að maður þyngist ekki á meðan Wink ekki það ég er búin að vera voða dugleg að bæta þessu á mig núna um helgina !!! Núna á morgun hefst svo sveltið með ferðum í ræktina og skyr boost í kvöldmatinn Tounge.

Ég er svo að byrja í nýrri vinnu á þriðjudaginn. Reyndar ekki aðal vinna, bara auka vinna. Ætla að taka að mér nokkrar vaktir á sambýli í sumar, reyna að safna smá peningum til að geta haft það extra nice í sumarfríinu mínu sem og borga fyrir nice sumarfríið mitt. Það er nefninlega dýrt að fara í lúxus gönguferð um austurland ! Svo þarf maður víst að safna sér peningum ef mann langar að eiga sitt eigið húsnæði Errm

Við Stefán Bogi fórum á pirates of the caribbean á föstudaginn. Hún var ágæt en samt ekki eins góð og hinar tvær fannst mér. Eitthvað sem fór í pirrurnar á mér í sambandi við hana. Captain Jack Sparrow samt alltaf jafn heillandi.

Hef ekkert sérstakt meira að segja, bara.... gleðilegt sumar !!! Ú, ég fer í sumarfrí eftir þrjár vikur, hlakka geðveikt til Joyful


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband