Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Áfram Fljótsdalshérað !!!

Stefán Bogi er í Útsvarinu í kvöld. Keppir við Vestmannaeyjar. Allir að sameinast í gáfulegum hugsunum til Stefáns LoL

Blak

Vá tvær færslur á dag...það er bara ekkert annað !!!

Áðan var ég spurð að því hvort að ég ætlaði ekki að taka þátt í blakmóti á seyðisfirði eftir rúma viku. Ég er ferlega montin af því að

1. Ég hélt að ég væri of ung fyrir þetta mót. Svo kemur bara í ljós að þetta er ekki öldungamót svo ég má vera með.

2. Mér datt ekki í hug að bjóða mig fram þar sem ég er ekkert voðalega góð (ennþá) og ætlaði ekki að íþyngja nokkru liði með nærveru minni.

En svona til að segja aðeins frá blak getu minni þá hef ég átt í einhverjum vandræðum með að smassa !! (enda netið gert fyrir ameríska körfuboltamenn en ekki venjulega konu eins og mig (OMG ég sagði konu en ekki steplu!!)).  Þegar maður smassar þá þarf maður að

1.koma hlaupandi

2.hoppa á réttum stað og á réttum tíma og í rétta átt (upp en ekki áfram á netið)

3. hitta boltann 

4. láta boltann lenda inni á vellinum, réttum megin við netið.

Ég var aðeins farin að ná þessu þegar mér var bent á það að ég þyrfti að hoppa jafnfætis en ekki á öðrum fæti eins og ég hef gert (og flestir eru vanir að gera). Þá voru góð ráð dýr. Ég þurfti nánast að byrja upp á nýtt. Það er ekkert smá erfitt að koma hlaupandi og hoppa svo allt í einu jafnfætis. Mér leið eins og að ég væri að læra að labba upp á nýtt. En með þolinmæði og þrjósku fóru fæturnir á mér að færast í rétta átt. Í gær smassaði ég 2-3 sinnum ágætlega úr jafnfætis hoppi og var bara nokkuð ánægð með mig.

Nema hvað....Stefán Bogi þarf endilega að deila því með mér hvað ég sé fyndin þegar ég hoppa !!! Hann gat varla talað hann hló svo mikið á leiðinni heim í bílnum.  Ég fer einhvernvegin út með fæturnar !!! What ???? Hvurslags eiginlega er þetta ???? 

Þetta þýðir það að á næstu æfingu mun ég ekki aðeins hugsa um allt sem ég skrifaði áðan frá 1-4 heldur líka hvert fæturnir á mér fara eftir að þeir eru komnir í loftið. HVER PÆLIR Í ÞVÍ ?? Hann sagði reyndar að ein vön hoppaði svona líka, en hætti hann að hlæja að mér ?? NEI.

Man allt í einu af hverju strákar voru leiðinlegir þegar maður var 10-13 ára. !!!

En að öðru. Afi minn átti afmæli í gær. Hann varð 77 ára gamall. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær að hann lýsti því yfir að hann væri orðinn löggillt gamalmenni. Núna er hann ári eldri en amma í einn mánuð. Einhvertíman fannst honum það voða gaman. Allavega. Til hamingju með afmælið afi Wizard 


Stjörnuspá

Mér líkaði vel við mbl stjörnuspána mína í dag :

SteingeitSteingeit: Manður getur ekki elskað neinn meira en sjálfan sig. Þess vegna er það besta sem þú getur gert fyrir sambönd þín að verða fram úr hófi sjálfselsk.

þá vitiði það !


Gardínur

Heimurinn er lítill og hann minnkar stöðugt ! 

Það er allt að gerast í ættfræðinni hérna fyrir austan.... Ég var að komast að því að sko.....Stefán og Eydís eru systkinabörn. Eydís á mann sem heitir Magnús og ég og Magnús erum fjórmenningar. Mamma mín var meira að segja í sveit hjá ömmu hans Magga í Njarðvíkinni (eystri) fyrir voða mörgum árum. Þannig að núna eru litlu frændur hans Stefáns litlu frændur mínir líka LoL alltaf er maður að græða og búa sér til famelíu hérna fyrir austan.

Svo kom meira í ljós í dag. Ég fékk símtal frá henni Margréti Reynirsdóttur  í hádeginu. Það var reyndar alveg óvart þar sem hún ætlaði ekkert að hringja í mig. En uppúr þessu litla samtali kom það í ljós að æskuvinkona Sólveigar (og Margrétar) er að vinna með mér !!! Magnaður þessi litli heimur. Núna getum við slúðrað um Sólveigu .... haha.

Ég fór á mitt fyrsta djamm hérna á Egilsstöðum um helgina. Fór ég á unga fólks djammið sem var um síðustu eða þar síðustu helgi ??? Nei nei. Ég byrjaði á því að fara á svona hátíðarkvöldverð með framsóknarmönnum þar sem þeir voru með kjördæmisþing um helgina. Unga fólkið þar (sem er auðvitað fólk á öllum aldri) lét sér ekki nægja það að borða saman heldur var skundað á ball í Valaskjálf. Og hvaða ball var í gangi þar ???? Nú bændaballið auðvitað !!! Þannig að ég djamma ekki með unga fólkinu á Héraði....ég djamma með framsóknarmönnum og bændum.... (það var reyndar ógeðslega gaman en það er auðvitað allt annað mál !!!)

Tengdó var í heimsókn hjá okkur um helgina. Og skellti sér á djammið á bændahátíðina. Gaman að því. Hún er nú nokkuð framtakssöm kellingin þannig að það eru komnar upp gardínur hérna í stofuna mína. Ekki það að hún hafi sett þær upp...hún bara hvatti okkur í að gera það. Og settum við upp gardínur. Aldeilis ekki. Á sunnudaginn vorum við að bíða eftir því að Stefán kæmi heim af kjördæmisþinginu til þess að hann færi niður til frænda síns og fengi lánaðar græjur til að setja upp gardínur. Þangað til ég fattaði að það væri ekki skynsama leiðin. Ef Stefán færi niður kæmi hann aftur upp með græjurnar en enga kunnáttu. Þannig að ég dreif mig niður og fékk græjurnar lánaðar með manninum sem kann að nota þær. Sniðug ég. Þannig að við erum komin með rúllugardínur og stöng fyrir meiri gardínur.  Ég þarf bara að fiffa aðeins efnið sem ég ætla að setja á stöngina áður en þær fara upp og þá er ég komin með meiri gardínur.  Hér eru myndir:

Eitt og annað 2 026

Hérna er eldhúsið mitt komið með gardínu. Very kósí. Tengdó þreyf svo uppþvottavélina. Það voru límleyfar á hurðinni sem ég var búin að reyna að ná af með einhverjum heimatilbúnum húsráðum sem virkuðu ekki neitt. Hún náði í uppþvottalög og límið rann af !!

 

Eitt og annað 2 028

Before (fluffaðir púðar og allt, tekið um helgi og þess vegna er nammipoki á borðinu!)

 

Eitt og annað 2 033

After. Fjólubláar rúllugardínur og svo mun koma grænt efni á stöngina til að fá meiri lit og stemningu. Vona allavega að stemningin verði góð.

Ég tek svo mynd af hinum gardínunum þegar ég er búin að fiffa þær til (með saumavél sem ég á ekki til.... I miss my mummy !!!)

p.s. ég er að verða betri og betri í blakinu....víhú Tounge

p.p.s. þessar gardínubreytingar eru kostaðar af ástkærri móður minni. Henni eru færðar miklar þakkir fyrir heimilisbraginn sem hún hefur gefið íbúðinni minni.


Ekkert merkilegt

Það er bara fyndið að heyra fjögurra ára gamlan gaur segja "eigum við að ræða það eða....?"

Ég: "hvað er þetta ?" bendi á mynd af villisvíni í snjó.

Barnið: "jólagrís"

Það getur verið svo fyndið að vinna á leikskóla. Síðustu vikur hefur verið starfsmannaleikur á kaffistofunni þar sem allir eiga að koma með barnamynd af sér og lauma uppá vegg. Svo var staðið, spáð og spögulerað yfir því hver er hvað. Fyrst hélt ég að ég gæti ekki verið með þar sem allar barnamyndir af mér eru hjá mömmu. Svo fann ég nú heilar þrjár heima hjá mér. Valdi þá sem mér fannst sætust. Það þekktu mig flestir....þ.e. þeir sem á annað borð gátu eitthvað í þessum leik. Hefði alveg getað tekið mynd af mér þar sem ég var aðeins yngri en hin var bara svo sæt....

Jæja....tengdó kemur á morgun og kassarnir eru ennþá í gestaherberginu....verðum að losa okkur við þá í kvöld....og kannski koma upp gardínunum sem móðir mín er samviskusamlega búin að senda mér....þá verða teknar svona fyrir/eftir myndir. Stofan með og án gardína. Spennó spennó.

Það voru tvær eða þrjár þotur frá icelandair á flugvellinum hérna í nótt. Þær gátu ekki lennt í keflavík vegna veðurs. Í fréttinni á mbl stóð að einhverjir flugmenn hafi reynt aðflug nokkrum sinnum áður en haldið var austur. Ég man eftir því þegar við þurftum að gera þetta. Og það eftir fimm tíma flug frá Krít. Reyndum aðflug einu sinni, upp í loft aftur, hringsólað í einhvern tíma og svo farið til Egilsstaða. Ég var sko ekki sátt þá. Skíthrædd eftir tilraunina til lendingar og þurfti að fara aftur í flugvél nokkrum tímum seinna. Og við gerðum okkur gólfið á flugvellinum að góðu. Þá varð ég mjög bitur út í Egilsstaði og var mjög illa við plássið í nokkur ár á eftir....hefði aldrei dottið í huga að ég ætti eftir að búa hjá þessum hræðilega flugvelli.....


Ljóð

Þetta ljóð var á kaffistofunni á leikskólanum í gær:

 

Hugarvíl og harmur dvín,

er horfi ég á frúna.

Hún er eina eigning mín,

sem ekki rýrnar núna.

 

Mér fannst þetta fyndið þannig að ég sendi Stefáni Boga þetta á sms. Fljótlega fékk ég sms til baka:

 

Þó eignin mín sé aum og smá,

ei má glata trúnni.

Vel mér líkar veltuspá,

og vöxturinn á frúnni.

Tounge


Ég er með framleiðslugalla og mamma neitar að borga mér bætur !!

Ég fór til læknis á miðvikudaginn. Þar sem Egilsstaðir er lítill staður þá hafði ég aðallega heyrt slæmar sögur af læknunum hér. Svo þegar ég fór að kanna málið þá kom nú í ljós að þeir eru nú ekki allir hræðilegir...þó að allir virðist þeir hafa gert mistök. EN það hefur læknirinn minn í bænum líka gert, bæði greint systur mína vitlaust og sýnt af sér ótrúlegan hroka gagnvarnt móður strákanna minna  (þ.e. tók ekki mark á móður barnsins og fannst ekkert vera að því fyrr en faðirinn kom með það....þá hlaut eitthvað að vera að.....mannstu eftir þessu Lauga Wink)

Allavega, mér var orðið viðbjóðslega illt í hnénu mínu eftir blakmennsku (kúl, hef aldrei verið með íþróttameiðsl) þannig að ég pantaði mér tíma hjá lækni. Mér var boðinn læknir eða læknanemi. Þar sem ég var ekki við dauðans dyr ákvað ég að gera mitt til að hjálpa læknasamfélaginu og fór til nemans (vissi líka að það hlyti að vera góður alvöru læknir með!).  Ég sagði honum sögurnar af hnénu mínu og hann spurði gáfulegra spurninga á milli. Svo fór ég uppá bekk og hann potaði, teygði og togaði á hnénu mínu.

Og fann að sjálfsögðu ekkert....týpískt

Alltaf er það þannig að þegar ég loksins dröslast með eitthvað vandamál til læknis þá finnst ekki neitt. Þá kom alvörulæknirinn á svæðið. Ég sagði honum hné sögurnar mínar á hundavaði og hann spurði líka gáfulegra spurninga. Leit svo á nemann og sagði "jæja, hvað er að henni ?"

Aumingja strákurinn var eins og spurningarmerki í framan og vissi ekki neitt. " hún er með skvrapidí wrapidí bú" Ég dansaði næstum því stríðsdans af hamingju með að það væri nafn á sársaukanum mínum. Þó að ég geti ekki fyrir mitt litla líf munað hvað það var. Ég er semsagt með hrjúft brjósk í hnénu sem nuddast saman og er ógeðslega vont.  Er eitthvað hægt að gera í því ???

Nei

Ég á að fara í ræktina og styrkja læravöðvana þar sem þeir festa hnéskelina. Já og svo fékk ég góðan skammt af íbúfeni....alltaf er eitthvað að mér þar sem ég fær stóran íbúfen skammt ! Já og svo sagði hann mér að hugsa bara ekkert um þetta. Sársaukinn er verri ef maður hugsar um hann....já já. Þennan morgun gekk ég í vinnuna með hníf í hnénu...ekki svo auðvellt að hunsa það.

En hann skoðaði mig nú áður en ég fékk að fara og notaði mig svo sem kjötskrokk í sýnikennslu. Og líkti mér við lambhrút í sláturhúsi. Mér fannst  hann fyndinn. Ég hef nefninlega húmor fyrir kindabröndurum í sveitinni.


Myndir

Myndablogg......

Eitt og annað 2 001

Mig minnir að ég hafi tekið þessa mynd til þess að sýna fína lampann minn. Sé það núna að ég hefði átt að fluffa púðana fyrst....Blush

Eitt og annað 2 006

Ég keypti blóm á sunnudaginn af því að þá hefði amman mín átt afmæli. 5. október hefur undanfarið verið blómadagur hjá mér. Ég kaupi blómvönd og fer með eitt blóm (rós) upp í kirkjugarð til ömmu og hef svo afganginn hjá mér. Nú vill svo til að ég tók ömmu ekki með mér austur þannig að ég gaf pabba hans Stefáns Boga rósina í staðin. Og þetta eru svo mín blóm Smile

Eitt og annað 2 009

Kreppusparnaður. Nennti ekki að fara og kaupa afmælispappír fyrir gjafirnar hans Stefáns svo ég pakkaði þeim inn í fréttablaðið sem kom út á afmælisdaginn hans. Og fór svo út í skóg og náði í nokkrar jurtir sem voru ennþá með lit. 9.október er alveg síðasti séns á svona skrautmunum. Stefán var mjög ánægður með gjöfina sína. Ég ætla að prjóna á hann lopapeysu Cool

Eitt og annað 2 015

Sér einhver snilldina við þennan ost ???

Eitt og annað 2 021

Ég var að klára að sprjóna þessa peysu. Hún er ekki tilbúin (ég á að virka grennri í henni Tounge), ég er bara búin með prjóni partinn. Ég er bara einstaklega stollt af því þar sem þessi peysa er prjónuð úr plötulopa en hann slitnar í sundur MJÖG auðveldlega. Þannig að ég með alla mína kæki og kippi er stollt af sjálfri mér fyrir að klára þessa einstöku peysu. Núna á ég bara eftir að lykkja saman undir höndunum, sauma stroffið, ganga frá endum, sauma eftir brugna partinum, klippa hana í sundur og dúlla helling við það (hún á sko að vera opin og hneppt og setja á hana smellur. Og ég á ekki saumavél..... I need my mummy...

Ég sit núna ein heima, var að klára prjónipartinn af þessari peysu og er spennt að byrja á peysunni hans Stefáns. Var að horfa á Made of Honor og er núna að horfa á Bridget Jones 2 með einhverjum spurningarleik inní og í lok myndarinnar segir myndin mér hvernig draumamaðurinn minn er. Spennandi. Þó að mér finnist Stefán stundum vera of mikið að heiman þá verð ég að viðurkenna að ég hef það afskaplega huggulegt þegar ég er ein heima. Ætli það megi ekki segja að ég sé heimakær InLove


Yndis stundir

Aldrei áður hef ég verið fegin að eiga engan sparnað....

Á milli þess sem ég upplifi angist og vonleysi yfir ástandinu á peningamálum og ömurlegheitum hugsa ég hvað mér finnst samt yndislegt að vera til. Hef fengið svona yndis tilfinningu nokkrum sinnum núna undanfarið. Í blaki á sunnudaginn (ég veit...fyndinn staðurLoL), í gær þegar ég var ein heima og bjó mér til kósístemningu með sjónvarpinu, nýja lampanum mínum, kertum og prjóni. Áðan þegar rigndi sem mest og ég stóð við gluggan og hlustaði á rigninguna og fuglana sem eru að springa úr ormum þar sem þeir koma upp úr jörðinni til að drukkna ekki og eru bara étnir í staðin. Í gær þegar Stefán Bogi kom loksins heim og við hlógum af því hvað það er oft misskilningur í bandarískum sjónvarpsþáttum.

Það er gaman að upplifa svona yndis stundir. Þegar manni finnst bara yndislegt að vera til. Og þvílíkt nauðsynlegt þegar heimurinn virðist vera að gufa upp í efnahagskerfi sem virðist hafa sjálfstætt líf og hlýðir ekki jakkafatagaurunum sem hafa verið að fóðra það undanfarið.  Kerfið hlýðir ekki og er farið að ráðast á þá sem hafa sinnt því hvað mest...vá hvað mér finnst þetta flott samlíking hjá mér Tounge


Ljóta efnahagsástand

Ömurleg vika. Ekki svosem í mínu lífi en í almennings lífinu er það ömurlegt. Maður verður alltaf aðeins og aðeins þunglyndari í hvert sinn sem maður opnar fréttasíður og dagblöð. Men hvað þetta er depressing. Og svo eru menn að dunda sér við að búa til panic með því að segja að olían sé að klárast og Bónus að verða vörulaust (eða fara á hausinn eins og sumir túlkuðu þetta!). En það er ekkert að gera fyrir almeninginn nema að reyna að hunsa þetta og lifa sínu fábrotna lífi fjarri glys og glamúr viðskiptalífsins....hvar ætli allir jakkafata töffararnir séu núna.....

Eníhú. Það sem við Stefán höfum gert til að spara í þessari viku er að skipta um símafyrirtæki. Við erum að fara í Tal. Það mun spara mér einhverjar krónur þar sem það er ókeypis að hringja tal í tal og ég hringi nánast bara í stefán boga !! Það er reyndar ekki endalaust tilboð en hann getur þá verið tal vinur minn. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt þar sem ég var alltaf hjá tal áður en það breyttist í Vodafone og nú er ég aftur komin í tal. Gaman að því. Eru einhverjir fleiri í tal sem ég get hringt ókeypis í ???

En að einhverju skemmtilegu. Ég var í reykjavík um daginn. Það var gaman. ADHD ráðstefnan var snilld. Held að ég hafi aldrei setið í gegnum jafn marga fyrirlestra og ekki verið nálægt því að sofna... Þeir voru allir áhugaverðir og sumir voru bara snilld. Lærði SVO mikið. Og ég eyddi SVO mikið af peningum. Keypti mér buxur, tösku og brjóstahaldara (af því að þetta er auðvitað ekki til á Egilsstöðum), fór í Ikea, Hagkaup, apótekið og bara allt held ég. Ég held að ég þurfi að byrja að spara núna ef ég á að hafa efni á einhverjum jólagjöfum...vona allavega að ég verði komin réttum megin við núllið í desember. Held að ég sé heldur ekkert á leiðinni í rvk aftur fyrr en um jólin ! Hitti Elínu og Lárus, það var gaman. Fór í leikhús. Það var sko líka gaman (mæli með fló á skinni, góður farsi. Get reyndar líka alveg mælt með Elínu og Lárusi, gott fólk Tounge).

Hmmm, held að þessi færsla sé að verða of leiðinleg og stefnulaus. En ú, ég fór í blak á þriðjudaginn. Það var rosalega gaman. Ég er að læra að spila. Núna átti ég allt í einu einhverja eina stöðu og átti að vera þar sem samt átti ég að færa mig með spilinu...það var flókið fyrst, en svo fór ég að ná þessu...en þá var mér skipt útaf. Ég læri þetta kannski með tímanum. Konan sem var að lóðsa mig sagði mér að ég væri meðfærileg....gott mál.  En núna til að hressa þessa færslu upp koma myndir (með skýringum).

Eitt og annað 001

Stefán Bogi fór í fýlu og faldi sig. Neið djók, hann er að bora gat svo við gætum tengt uppþvottavélina.

Eitt og annað 004

Þetta eru svalirnar mínar. Þarna sjáið þig ferðagrillið sem Hlín og Þorgeir lánuðu okkur. Þarna eru líka tveir blómapottar. Í þeim eru litlar trjágreinar. Þær fengum við frá Fljótsdalshéraði og þær eru táknrænar. Þær eiga sko að tákna það að við séum hérna til að skjóta rótum. Tréð mitt er þetta til hægri sem er ekki með nein lauf. Það er sko dautt. Þoldi ekki biðina frá afhendingu og í pottinn. Stefáns tré rétt lifði þetta hangs af. Þetta er ekki mjög gott mál....svona táknrænt séð. Stefán reyndi að redda málunum og sagði að hans tré væri fyrir okkur bæði.....redding....

Eitt og annað 009

Svona var umhorfs úti hjá okkur fyrr í vikunni. Ég ætlaði að blogga einhverja ferlega landsbyggðar færslu um að allt væri að sökkva í snjó og að svona og verra yrði umhorfs langt fram eftir vori. Þetta sýnishorn af snjó er löngu farið (það kom reyndar aðeins meira af sýnishornum en þau eru líka farin) en Reykjavík er komin í jólabúning. Undarleg örlög, allt sem ég bjóst við á Egilsstöðum er að gertast í reykjavík og öfugt....vesen....

Eitt og annað 005

Þetta er afi minn. Finniði ástæðuna fyrir því að ég tók þessa mynd (ekki út af fallega svipnum !!)

Eitt og annað 008

Heiða uppgötvaði að hún átti buxur og kjól úr nánast sama efninu. Hún ákvað að reyna á augun okkar með þessari samsetningu. Ég tók að sjálfsögðu mynd en Heiða vildi ekki vera ein á myndinni þannig að Baldrick er með henni.

Þessar síðustu tvær myndirnar eru ágætis ástæða fyir því að flytja frá Reykjavík Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband