Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Snjór !

Ég á heima úti á landi....það er snjór snjór snjór. Allt hvítt allt hvítt....trala la la la. Nú langar mig til að eiga jeppa, dúdí rú dí dú. Helvítis myntkörfulán, fala la la la. 

This is my song and I am sticking with it.

Vey magaverkurinn minn er að lang mestu lei/yti búinn (vá hvað ég er ekki viss með yfsilonið þarna!). Hef það mun betra núna. Fór í vinnuna í gær og var alveg að mygla fyrir hádegi en lagaðist svo eftir hádegi like usual. Er góð núna. Ætla í kaupfélagið á eftir og kaupa moggann (sem ég geri aldrei). En núna fylgir jólablað InLove


Ekki gaman

Að lasinpúkast .... einu sinni enn. Er farin að trúa þessu sem er alltaf sagt um vinnu í leikskóla. Ég var aldrei veík í fyrra vetur. Mig langaði til þess nokkrum sinnum....en var aldrei nógu veik. Varð varla kvefuð ef ég man rétt. Það er svona þegar maður tekur góð vítamín. Núna er ég á fjórða degi frá því að ég byrjaði í ágúst. Tók einn dag í september. Einn í síðustu viku þar sem ég var slöpp og hóstandi. Á mánudaginn var mér virkilega illt í maganum. Beið eftir því að fá ælupest eða niðurgang eða eitthvað en nei. Mér var bara rosalega illt í maganum. Núna er mér aftur illt í maganum en er flökurt með. Gaman að þessu.....NOT.

Og núna er ég svöng, illt í maganum og það er afskaplega takmarkað til að borða af því að ég hef ekki haft tíma til að fara í bónus....damn it. Ég veit ekki hvort að þið áttið ykkur á því en ég er ekki að eiga góðan dag.

Samt gaman að því að við Stefán erum að aumingjast saman. Hann náði sér í sýkingu í jaxl og þarf að fara í rótarfyllingu. Var með hita og allt um helgina. Hann er meira að segja að taka verkjalyf og það gerir hann sko aldrei... Þaning að við höfum verið að aumingjast saman og það er svosem "voða kósí". Nema það að maður er ekkert sérstaklega skemmtilegur þegar maður er veikur. En smá kompaní.

Eitt skemmtilegt sem ég get sagt frá. Ég var að skoða fréttablaðið í gær sem Stefán hafði náð í í kaupfélaginu. Ég byrja alltaf aftast í blaðinu og þegar ég er komin fremst þá sé ég að það á eitthvað jólablað að fylgja með blaðinu í gær. Stefán Bogi kannaðist ekkert við það og blaðið var ekki heima hjá mér. Þannig að ég dröslaðist í útifötin mín og labbaði niður göngustíg dauðans (af því að þar er fljúgandi hálka og niðamyrkur) til að komast í fréttablaðskassann og fá jólablaðið góð. Stefán Bogi hló og hló að mér þegar ég kom með blaðið inn af því að hann sá á mér hvað ég var hamingjusöm með það. Enda ekki annað hægt þar sem þetta 96 blaðsíðna blað um jólin. Halló. Yndi. Ég var í einn og hálfan tíma að dunda mér í gegnum blaðið....æði gæði, meira svona Kissing


Múgur er margmenni !

Hvernig var þetta nú aftur.... einstaklingurinn er skynsamur en múgurinn er hálfviti....nei ok þetta var kannski ekki alveg svona en you get the point.

Ég býð mótmælendur í reykjavík velkomna í fíflaskrúðgönguna með Bjarna Harðar og Guðna Ágústs. Hún er nefninlega ekki bara fyrir framsóknarmenn....allir velkomnir Grin


Útvarp!

Það er nú ekki margt sem ég sakna úr Reykjavík, en eitt af því er að keyra í borginni. Ekki það, ég er dauðfegin að vera laus við það að keyra út um allt. Ekkert sérstaklega gaman að eyða nokkrum klukkutímum á mánuði í það að keyra, bíða, pirrast og slást um bílastæði, eða kaupa bensín. Það sem ég sakna úr þessum tíma í bílnum er útvarp og tónlist. Komst nefninlega að því að ég hlusta voða lítið á tónlist fyrir utan bílinn. Þetta er sérstaklega erfitt núna þar sem mig langar til að fara að hlusta á jólalögin og söngla með þeim...en ég geri það einhvernvegin ekki heima. Þá set ég frekar einhverja jólamynd í tækið og hlusta/horfi á það.

Já stundum kemur maður sjálfum sér á óvart !!


Að púkast heima !!

Ég er heima hjá mér að lasinpúkast aðeins. Ekkert alvarlegt svosem, er bara komin með ansi slæman hósta. Ég vaknaði í morgun, ákvað að fara ekki í vinnuna, hélt áfram að sofa og vaknaði klukkan tólf. Steinsvaf alveg. Og núna er ég að bíða eftir því að Stefán komi heim með subway handa mér. Gaman að eiga svona manna sem bíðst til að koma með mat handa mér....thats love InLove    Hann vakanaði nefninlega við hóstann minn í nótt....og hann vaknar aldrei við neitt....ekki einu sinni leiðinlegu háværu vekjaraklukkuna mína. Eða þegar ég tek myndir af honum sofandi....

Ýmislegt 055

 

Kústi fannst fátt betra en að sofa í rúminu okkar Wink

Sorry Stefán Bogi svona myndir fara á netið þegar ég er að lasinpúkast heima!!!

Í gær var dagur íslenskrar tungu og í tilefni af því stóðu leikskólakennarar á á héraði (og seyðisfirði reyndar líka) fyrir smá uppákomu í safnahúsinu. Við fórum í gegnum minjasafnið með leiðsögn, fengum mat frá gistiheimilinu á Egilsstöðum og svo kom eldri kona (leynigesturinn) og sagði okkur draugasögu. Hún verður til þess að ég keyri aldrei yfir Fjarðarheiðina ein eftir myrkur. Gerði það einu sinni í sumar (var reyndar bjart) í þoku og ég skildi alveg hvernig álfa og draugasögur verða í til. Jájá.

Á meðan ég var að hlusta á draugasögur var Stefán Bogi með áfallahjálp fyrir framsóknarmenn í framsóknarsalnum hérna á Egilsstöðum. Tilefnið var þátttaka Guðna Ágústssonar í fíflaskrúðgöngunni frægu. Þá eruð þið komin með mína skoðun á því máli LoL

Ég er byrjuð að föndra jólakort og mér finnst þau geðveikt krúttaraleg og skemmtileg. Nú verðið þið bara að bíða og vona að þið fáið eitt WinkTounge

 


Me!

Ég fór á uppboð á þriðjudaginn. Það var verið að bjóða upp alls konar dót af minjasafninu frá sýningunni í sumar. Sýningin var tileinkuð íslensku sauðkindinni og það var verið að bjóða upp myndir, gærur , tálgaðar kindur og lampa og eitthvað. Ég var mjög spennt og ekki spennt þar sem ég ákvað í sumar að ég vildi fá svona kindamyndir uppá vegg í gesta herberginu mínu. Stefán Bogi átti að ganga í málið þar sem hann þekkir ljósmyndarann. Það gerðist ekkert í þeim málum þannig að ég þurfti að tölta á uppboð þetta þriðjudagskvöld. Mér fannst það ekki sniðugt þar sem ég var búin að velja mér myndir og var dauðhrædd um að einhver illgjarn kindamyndakaupamaður myndi stela af mér myndunum mínum. Það var óþarfa ótti þar sem mætingin var ekkert sérstaklega mikil. Ég fékk sem sagt myndirnar sem mig langaði í, ódýrari en ef ég hefði keypt þær í sumar....yesssss. Og núna eru þær komnar uppá vegg. Svo fínar. Núna heitir þetta herbergi ekki geymslan, aukaherbergi, gestaherbergi eða what ever. Núna er þetta bara kindaherbergið. Það er hægt að óska eftir gistingu í kindaherberginu .... ef einhver þorir að sofa undir vökulum augum íslensku sauðkindarinnar.....LoL

kindamynd

 

Mynd nr 1. Þetta eru ekkert sérstaklega góðar myndir af myndunum af því að ég þurfti að taka flassið af til að þær sæjust. Þið þurfið bara að koma í heimsókn til að sjá þær betur Wink

 

Eitt og annað 3 034

 

Þessi er svo sæt.....

 

Eitt og annað 3 035

 

Þessi er svo flott af því að það er svo mikið grænt í henni...."tónar vel" við appelsínugula sófann !!!

 

Eitt og annað 3 031

 

Á veggnum

 

Eitt og annað 3 027

 

!?!?!?!?


framhald

Jæja þá er það komið á hreint. Mig grunaði þetta svosem. Ég bryddaði uppá umræðuefni síðustu færslu minnar í kaffistofunni áðan og ég vissi ekki hvert þær ætluðu kellurnar þar. Ég held að vinum finnist þetta ágæt hugmynd en um leið og fólk er komið yfir 35 og finnst ekki gaman að mæta í brúðkaup lengur finnst þetta glötuð hugmynd. Eða eitthvað. Ein sem vinnur með mér hefur fengið svona boð í brúðkaup og fermingu og fannst þetta svo glatað að hún mætti ekki. En það er kannski bara ágætt....þá kemur ekki fólkið sem langar ekkert til að mæta hvort eð er !!! pæling

Facts

Fact : Ég er trúlofuð.

Fact: Mig langar til að gifta mig

Fact: Ég þekki mikið af fólki sem mér þykir vænt um sem mig langar til að bjóða (og Stefán þekkir fleiri!) 

Fact: Ég hef ekki efni á því að bjóða öllu þessu fólki í brúðkaupið mitt (ég er ekki að tala um 250 manns, bara svona týpískt íslenskt brúðkaup með 120-150 manns)

Fact: Ég mun ekki hafa efni á því að halda veislu á næstu árum.

Fact: Mig langar meira að gifta mig og halda skemmtilega veislu heldur en að fá gjafir (þarna kom ég sjálfri mér á óvart !!!)

Rétt upp hönd sem myndi mæta í brúðkaup þar sem brúðhjónin myndu biðja fólk um að sleppa gjöfum en hjálpa brúðhjónunum frekar að halda veislu með að "borga sig inn" kannski 3-5000 kr á mann....svona fyrir matnum ??? CoolTounge

Shitt mamma og tengdó fá örugglega flog yfir dónaskapnum í mér BlushGrin


Tíkin

Jæja, þá er Bjarni kominn í fíflaskrúðgönguna og bloggheimar loga af færslum um hann. Loksins eitthvað annað að tala um en seðlabankastjóri.

Mér leiðist pólitík. Ég skil ekki hvernig fólk nennir að vera í þessum sandkassaleik. Orðið sandkassaleikur er samt frekar móðgandi orð, ekki fyrir stjórnmálamenn heldur fyrir börnin sem leika sér í sandkassanum. Sá leikur er mun heiðarlegri og betri en pólitíkin....þó að einhver sé laminn eða fái sand í augað !!!

Ég hef hitt mikið af framsóknarmönnum síðustu tvö árin. Og mér hefur líkað mjög vel við þetta fólk og finnst hugmyndir þeirra að mörgu leiti mjög góðar. Fullt af góðu fólki með góðar hugmyndir. Svo eru fífl inni á milli. Og þannig er það í öllum flokkum. Það er gott fólk og það eru fífl. En af hverju þurfa framsóknarmenn alltaf að fara í fíflaskrúðgöngu og glenna sig fyrir framan fjölmiðlana ?? Það skil ég ekki. Greinilegt að það þarf að halda pólitík 101 fyrir framsóknarmenn þar sem þeim er kennt að ráðast á aðra flokka en ekki sjálfa sig og ef þeir ráðast á hvern annan, gera það fyrir utan fjölmiðla. Allir aðrir flokkar virðast hafa náð þessu .... af hverju ekki þeir ?

Og fyrst ég er byrjuð ! Mér leiðist þegar fólk talar um að það eigi að lækka laun alþingismanna og reka aðstoðarmenn. Núna þegar þingmennirnir eru að vinna 24/7, svo mikið að ég efast um að þeir sofi eða hitti famelíurnar sínar, þá á að lækka launin og reka aðstoðina sem þeir fá. Ég skal segja ykkur það að það þyrfti að borga mér töluvert meiri peninga en alþingismenn í dag fá til að sinna þessu starfi !!!


Salt

Ég saknaði Reykjavíkur í morgun !

Af hverju ?

Af því að reykjavíkurborg virkar þannig að ef það er spáð frosti þá er búið að salta og sanda allar götur og göngustíga á no time. Svo kemur frostið ekki en þegar það kemur þá er saltað og sandað aftur !

Ég flaug semsagt á hausinn í morgun. Þegar ég labba í leikskólann þá fer ég niður göngustíg í hverfinu mínu. Helmingurinn af leiðinni er brekkar og helmingurinn af brekkunni er óupplýst. Í morgun var svo svona lúmsk ósýnileg hálka. Ég var að passa mig en það virkaði greinilega ekki nógu vel. Fer meira að segja alltaf í gönguskónum mínum til að reyna að hafa sem mest grip. Hvað ég blótaði bæjarstjórninni í huganum þar sem ég sat á rassinum í myrkrinu og hálkunni. Var að hugsa um hvort ég ætti að hringja eða senda bréf til að kvarta. Mundi svo að það er allt að fara til fjandans á bænum þar sem stæðsta fyrirtæki bæjarins var að fara á hausinn. Reikna ekki með að það yrði hlustað mikið á nýbúa með marblett á rassinum Shocking


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband