Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jól

Holidays are coming holidays are coming......osfrv.

Ég er að sjálfsögðu komin í bæinn. Við komum á sunnudaginn klukkan hálf sjö. Það er ekkert gaman að fljúga svona í myrkrinu. Mér finnst svo gaman að horfa niður og reyna að fylgjast með því hvar ég er en það gengur ekki mjög vel þegar það er niðamyrkur. Kannski að ég taki vasaljós með næst.

Allavega...aumingja pabbinn minn var strax drifinn út á rakarastofu til að setja lit í hárið á mér og klippa það svo af. Og svo kom afmælisdagurinn minn. Hann fór allur í jólagjafainnkaup. Sem mér fannst mjög gaman af því að ég hef ekki komin í kringluna eða smáralindina í þrjá mánuði. Sveitastelpan er nefninlega borgarbarn inn við beinið.

Ég fann engin ný jólaföt handa mér. Mig langaði í jólakjól en brjóstin á mér voru eitthvað ekki sammála því. Þau vildu allavega ekki passa í neinn kjól sem mig langði í. Stupid body parts. Þannig að ég keypti mér leggings. Ekki alveg sambærilegt en ég fer allavega ekki í jólaköttinn. Hann kemur samt örugglega og étur Stefán af því að hann gleymdi að kaupa jólanærbuxurnar sínar. Aumingja hann. 

Ég átti svo kósístund með sjálfri mér í gær. Fór á Súfistann í Iðu og fékk mér að borða og sat svo í klukkutíma með kaffibolla og las blöð og slúður. Reyndar trufluði Stefán og Friðrik mig aðeins þar sem þeir voru að borða á sushi barnum við hliðina. Stefán meðal annars með því að ræna matnum mínum þar sem ég sat og borðaði. Hann á bara ekki að velja sér hráan fisk ef hann langar frekar í crépsið mitt. Hnuss  .... En það var voða kósí þegar þeir voru farnir. Þá gat ég hreiðrað um mig í horninu mínu. Lítil umferð og voða rólegt á súfistanum. Luvely'

Við Stefán fengum gefins tvær rjúpur. Við fórum með þær til mömmu hans til þess að Stefán gæti hamflett þær með fagmönnum. Það var disgusting. Fórum eftir það á þorláksmessustund í Friðrikskapellu. Þar sátum við Stefán í rigningu inni. Húsið ekki alveg að þola rigninguna. Alltaf gaman og gott að vera á þessum stundum. Fannst hún reyndar ekki alveg eins hátíðleg og oft áður sökum lagavals. En góð engu að síður.

Og núna er kominn aðfangadagur.

GLEÐILEG JÓL Grin


ÉG ER AÐ KOMA !!!

Voðalega er fólk lélegt að blogga svona fyrir jólin.  Koma svo....

Allavega. Við fórum að bera út jólakort á föstudaginn í kuldanum. Það var voðalega fínt. Það var skítkalt en ég var vel klædd. Ekki Stefán. Hann var í skyrtu með bindi. Ég var í flís og ull. Það var kalt en allt í lagi. Það var nefninlega logn. Ef það hefði verið hálfur metri á sekúndu þá hefði nefið dottið af mér. En það hélst á.

Í gær fórum við svo og sóttum Friðrik á Neskaupsstað. Stefán Bogi var svo spenntur að hitta hann að hann keyrði allt of hratt. Svo reyndi hann líka að taka handbremsubeygju á bílastæðinu okkar, að ég held til að sýna Friðriki hvað hann væri klár. Ég öskraði svo hátt NEI að hann hætti við. Ég vissi alveg hvað hann ætlaði að gera. Ég reyndi að minna hann á hvað hafði komið fyrir bílinn hans þegar einhver önnur gáfnaljós voru að gera það sama og rústuðu við það bílnum hans Stefáns. "Það voru líka einhverjir vitleysingar". Já já....hugsa ekki allir vitleysingar svona ???

Núna eru tveir dauðir fuglar í ísskápnum mínum. Og nei það er ekki kjúklingur. Þessir fuglar eru með fjöðrum, haus, augum, innyflum og öllu. Íjú. Jónas bóndi kom í gær með pakka til okkar sem við ætlum að fara með til Rvk. Í leiðinni kom hann með hangikjötslæri fyrir aðstoðina við smalamennsku og svo tvær rjúpur í poka í jólamatinn....rjúpudruslur. Ég er svolítið bitur yfir því að "þurfa" að borða rjúpur um jólin og þess vegna mun ég héðan í frá kalla þær rjúpudruslur Cool

HEY .... ÉG ER ALVEG AÐ KOMA TIL REYKJAVÍKUR LoL 

Það fyrsta sem Friðrik sagði þegar hann fór á fætur áðan var "ætli það verði flogið í dag?" Smá snjór.....JÁ AUÐVITAÐ VERÐUR FLOGIÐ....ÉG ER AÐ KOMA.


-11°

Mér finnst ég þurfa að segja frá einhverju svo merkilegu í blogginu mínu en mér dettur bara svo innilega ekki neitt í hug. Langar samt af einhverri ástæðu voða mikið til að blogga. 

Klukkan er um 12 á hádegi og úti er -11 stiga "hiti". Ég fer labbandi heim á eftir. Þarf samt að fara á pósthúsið áður en ég fer heim til að koma allra síðustu kortunum út. Svo tók Stefán að sér að ganga með nokkur kort frá æskulýðsfélaginu í hús. "Gettiði" hver verður tekin með !!! Hann er búinn að vera rosa bussy þessa viku að gefa út blað fyrir UÍA þannig að ennþá eru kortin heima. Ætli þau verði ekki borin út í kvöld í kuldanum....jæja, það er allavega ekki vindur og ég á bæði snjóbuxur og góða úlpu. Annars væri þetta nú ógjörningur. Og við verðum nú að gera þetta í kvöld því planið var nú að gera eitthvað skemmtilegt með Friðrik hérna fyrir austan og ég efast að hann hafi einhverja sérstaka ánægju af því að bera út jólakort.

Við sjáumst svo bara fljótlega....nema ég verði úti í kvöld !!!


Sold!

The car has left the Egilsstaðir. YESSSS.  Seldur og farinn....þau geta ekki skilað honum núna...er það nokkuð ??

Og sölutrikkið....lækka verðið. En ég kem allavega ekki út í mínus. Á smá pening til að eyða í jólin og sjálfa mig og svo verður hann búinn. En það er allt í lagi. Núna get ég nefninlega hætt að borga 30.þúsund krónur á mánuði í ekki neitt. Get vonandi komið aðeins oftar til Reykjavíkur í staðin. Haustið hefði nefninlega verið fullkomið ef ég hefði komist eins og einu sinni oftar til höfuðborgarinnar, svona í lok nóvember hefði verið perfectó. Eins gott að það verði flugfært um helgina þar sem við Stefán eigum eftir að kaupa allnokkrar gjafir. Það verður gert í jólaösinni 22. og 23. desember. Kannski að maður hafi líka efni á að gefa sjálfum sér eins og eina litla afmælisgjöf...það væri nú gaman.

Við Stefán erum búin að gera jólahreingerninguna. Hún var framkvæmd um síðustu helgi. Ég skúraði. Ég geri það sko ekki oft. Merkilegt hvað mér finnst ég vera miklu fljótari að þrífa þessa íbúð heldur en kjallarann í lundahólunum. Gæti verið af því að inni í skáp eru ennþá svona þrír kassar af smádóti sem var í öllum hillum í hólunum. Og líka af því að núna er sama dóti dreyft á stærra svæði. Og að það eru gluggar á rýminu. Held að allt þetta geri það að verkum að ég er fljótari og finnst þetta ekki alveg eins leiðinlegt. Held því að smádótið fái bara að vera ennþá ofaní kassa !!! Þarf ekki að þurrka af því þar.  

Annars ekkert voða mikið annað að frétta. Hér er ennþá snjór og kallt. Sem er luvely. Það má nefninlega alveg vera svoleiðis á veturna. Ég hef reyndar aldrei fundið jafn mikið fyrir skammdeginu eins og ég geri núna. Það lýsir sér aðallega í því hvað það er rosalega erfitt að koma sér á fætur á morgnanna og því að ég virðist alltaf vera dauðþreytt þegar ég kem heim. Legg mig kannski smá og get svo ekki sofnað á kvöldið. Asnalegi vítahringur. En það eru bara tveir og hálfur vinnudagur eftir....jibbí jey....þá fer ég "heim"

Jæja, best að fara að gera eitthvað

p.s. hef ennþá ekkert heyrt frá bæjarstjóranum....Hlín er hann ekki örugglega búin að sjá færsluna ???


Bæjarstjóri!!

Hlín mín ! Viltu vera svo væn að sýna Eiríki bæjarstjóra þessa færslu næst þegar hann á leið um þinn hluta af skrifstofunni ??

ÉG DATT EINU SINNI ENN !!!

Og núna var það svo sníkí.....það hefur nefninlega þiðnað allhratt og mest öll hálka farin, nema þar sem stæðstu skaflarnir voru. Ég var semsagt á leið í vinnu áðan. Niður brekkuna á göngustígnum "mínum". Ég passa mig á stóru hálkublettunum og er komin á auða partinn. Mér sýndist stígurinn vera alveg auður þangað til allt í einu ég flýg á afturendan... í ÞRIÐJA SKIPTIÐ í vetur, ANNAÐ SKIPTIÐ Á EINNI VIKU. Og hverju var það að kenna í þetta skiptið ? Ljósleysi. Ef það hefði verið ljósastaur .... ekki nema einn lítill ljósastaur.... þá hefði ég séð hálkublettinn og labbað í kringum hann. Og nei Hugrún ég vil ekki mannbrodda í jólagjöf af því að í þetta skiptið hefði ég skilið þá eftir heima.

Kröfur mínar eru eftirfarandi: Ég keypti mér íbúð á Egilsstöðum þannig að ég er ekkert á förum. Ég vil því að mínir skattar séu notaðir í A) ljósastaura á göngustígana í Selbrekkunni (allavega "minn" part, bakvið húsin þar sem engin birta er!) og B) kaupa svona litla ruðningsvél til að skafa af gangstéttum og göngustígum. Nú segir herra bæjarstjóri að það sé til lítil ruðningsvél fyrir gangstéttar og göngustíga. Ég vil fá þessa sem er með sanddreyfara aftaní! Mér er alveg sama hvort að það sé keypt ný vél með þessum skemmtilega aukabúnaði eða maður settur aftaná þá vél sem er til og hann látinn dreyfa sandi.....það er sandurinn sem ég er að sækjast eftir.

Hlín ég treysti á þig !!!


Stríðið við klakann...

HAHA!

Einhver þarna uppi heldur með mér þar sem klakinn er allur bráðnaður.... Gott á hann.

Ég kem "heim" eftir 9 daga....vúpsídú!!!

Annars bara allt í góðu Cool


Bitur og grumpy

Nú er ég bitur og grumpy. Það er búið að moka göngustíga og gangstéttar á Egilsstöðum. Fínt.

EN ÞAÐ ER ENNÞÁ FLJÚGANDI HÁLKA OG ÉG DATT Í MORGUN.

Ég sagði við Stefán Boga að í næstu sveitastjórnakostningum myndi ég kjósa hvern þann flokk sem hefði það á stefnuskránni að moka göngustíga og gangstéttar í bænum. Ég er ekki ánægð með það lengur. Núna þarf bæði að lofa mokstri og salti/sandi á göngustígana OG ljósastaur á göngustíginn minn. Ég er kröfuharður kjósandi !

Hugrún er búin að bjóðast til að gefa mér mannbrodda (eða keðjur) í jólagjöf....þó að ég sé búin að detta tvisvar finnst mér það ekki spennandi jólagjöf ! Eða afmælisgjöf!!


Helgin

Snjórinn þóttist ætla að fara um helgina....hrúgan á svölunum mínum skrapp allavega saman...en svo kom hann aftur.

Fór á jólagleði starfsmannafélagsins á föstudaginn. Það var voða gaman. Við vorum í nýjum sal eldri borgara á staðnum. Ferlega flottur. Það var flatskjár í salnum sem ég bisaði í þónokkra stund við að fá til að sýna Rúv. Það tókst á endanum þó að það væri í svart/hvítu. Skipti ekki öllu máli, ég veit alveg hvernig SB er í lit. Þegar kom svo að því að byrja að borða og þátturinn var að byrja var skipað að slökkva á sjónvarpinu (sem var ekki einu sinni með hljóði!). Sumum fannst ekki viðeigandi að hafa kveikt á sjónvarpinu þegar við værum að borða saman. Þá myndi fólk standa og horfa í staðin fyrir að sitja saman og borða. Ég ákvað að vera ekkert að standa fyrir mínu. Fólkið sem hafði áhuga á að horfa og var búið að segjast vilja hafa kveikt á sjónvarpinu þagði þunnu hljóði, og ekki ætla ég að vera frekjan í 30 manna hóp og krefjast þess að hafa kveikt. 

Ég skóflaði þá bara í mig matnum og settist svo inn í dagstofuna. Var þar ein í þessum fína lazyboy að horfa á þennan fína flatskjá. Fór fram í auglýsingahléum til að borða aðeins meira, fylla á glasið og segja stöðuna. Fylgdist svo með mínum manni brillera í spurningarkeppninni góðu. Hópur fólks birtist svo á síðustu mínótunum og sagðist hafa vitað þetta allan tímann. Flott hjá þeim.

Ég missti af byrjuninni og horfði því aftur á þáttinn á laugardaginn, þá með SB mér við hlið. Það var geðveikt skrítið og fyndið að horfa á einhvern í sjónvarpinu og sitja við hliðina á honum. Skil alveg af hverju börnin verða hissa.

Góður þáttur og góð starfsmannagleði....og mér fannst ég ekkert fátækari við að hafa misst af kellunum í klukkutíma.  

Fórum svo í seyðisfjarðarbíó á sunnudaginn. Sáum James Bond. Fínasta bíó....allavega betra en ég þorði að vona...þó að fótapláss hafi verið mjög takmarkað !!!


Innsvar

Ég er að fara í jólamat í kvöld. Starfsmannafélagið í vinnunni er að bjóða. Fínt mál fínt mál. Nema það er eitt lítið "vandamál". Fljótsdalshérað er að keppa í útsvarinu í kvöld. Bad timing.

Hver deild var beðin um að koma með eitthvað skemmtiatriði fyrir kvöldið. Ég er búin að sitja sveitt yfir mínu og því verður sjónvarpað klukkan 20:15 í kvöld.

Geri aðrir betur Wink


Steingeitin góða

SteingeitSteingeit: Þó þú sért vanalega upp á þitt besta þegar það er nóg að gera hjá þér, þá geturðu verið afar góð/ur í að gera ekkert.

 

Ég er SVO góð í að gera ekki neitt....eiginlega of góð.

Komin með fjórðu kvefpestina frá því í september. Þetta er hætt að vera fyndið !!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband