Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Prague myndir

Það er varla að maður tími að setja inn nýja færslu...fékk svo mörg komment út á hina Wink En ég var að troða myndum í tölvuna þannig að eitthvað af þeim verður að fara á netið Grin

Prag 2008 023
Guðmundur kemur gangandi....svo kúl
Prag 2008 043
Lappaleikur
Prag 2008 057
Ég er víst með lítinn haus.... ToungeWink
Prag 2008 072
Svona gekk ég um Prag einn fagran dag í ágúst !
Prag 2008 074
Og Stefán Bogi við sama tilefni í náttfötum af Guðmundi Karli !
Prag 2008 080
Við viljum bjóða ykkur í brúðkaupið okkar....
Prag 2008 111
Hey ! Á leiðinni frá Prag til Köben fann ég veðurfræðifrasann "skýað með köflum" LoL
Búið í bili

Alveg að koma september...

Jæja núna er ég búin að kaupa mér flugmiða til og frá Reykjavík síðustu helgina í september. Og hvað...mamma verður í útlöndum helminginn af tímanum...halló...hver tekur vinnuna fram yfir frumburðinn....??? Nei djók, má ekki segja svona. Mamma les þetta og fær rosa samviskubit....bara grín...góða skemmtun í london að fræðast um ...um...um ... flóknar afurðir fjármálanna...alveg rétt Smile

Horfði á þátt um JK Rowling í gær. Mikið ofboðslega dáist ég að þessari konu. Hún er eitthvað svo flott. Var bláfátæk og núna ein ríkasta kona bretlands. Og er hún búin að gleyma fátæktarárunum...nei. Hún gefur peninga í MS rannsóknir og í samtök sem berjast gegn félagslegu óréttlæti. Finnst henni gaman að vera fræg. Stundum....en stundum ekki og er ekkert feimin við að segja það að stundum langar hana ekkert til að gera það sem fylgir því að vera frægur. Veit ekki hvort að þið skiljið þetta en hún er bara samt svo flott. Þið sem vitið ekki hver JK Rowling er....jah ég veit bara ekki hvað ég á að segja við ykkur !!!

Fór í berjamó í gær. Skutlaðist í gær eftir vinnu í tveggja tíma berjatínslu við Fardagafoss bílastæðið. Vá hvað austurland er mikið berjaland. Ég átti erfitt með að hemja átið. Svo mikið af berjum, jammí jammí. Mig langar núna til að gera einhvern bláberja-skyr eftirrétt sem ég las í fréttablaðinu um helgina. Og ég get það...af því að ég á bláber LoL á reyndar ekkert svo mikið af þeim...en nóg til að narta aðeins í. Ég oxast nefninlega svo mikið ef ég borða þau ekki Tounge   Haustið greinilega að koma. Aðalbláberjalyngið byrjað að roðna á alveg GULLfallegan hátt. Skemmti mér ágætlega ein í hlíðinni með berjum og iPod.

Allt ljómandi að frétta hérna af austurhorninu. Við tókum til um helgina og tæmdum nokkra kassa. Kötturinn var búinn að vera að heiman í tæpa fimm daga en kom svo heim eins og ekkert hefði í skorist en ég var orðin handviss um að hann væri dauður eða orðinn villiköttur í skóginum. Nei nei, hann er ennþá saklausa kúrudýrið mitt....held samt að hann sé að grennast hérna...sem er ágætt þar sem allir segja að hann sé feitur. SEM hann er EKKI...hann er bara með svo lítinn haus (vildi að ég gæti notað það sem afsökun...).

Fórum líka á nýbúamóttöku á laugardaginn. Við erum nefninlega nýbúar. Eða ég er nýbúi, Stefán er afturganga. Við fengum smá kynningu á bænum og sögu hans líka. Það var mjög gaman. Svo fengum við sitthvora birkihrísluna til að gróðursetja og "skóta rótum" á táknrænan hátt. Sem minnir mig á það að ég þarf að koma þeim í mold áður en þær drepast á svölunum mínum. Það væri ekki fallegt...svona á táknrænan hátt.

Ágætt í vinunni. Nú fer ég bráðum að vinna það sem ég á að vera að gera. Veit ekki hvort að ég myndi meika það að vinna allan daginn inni á deild. Það er alltaf verið að smala börnunum á klósett (4-5 sinnum á dag) en samt tekst þeim að pissa á sig....merkilegt. En þau eru nú afskaplega skemmtileg þannig að þetta er nú ekkert hræðilegt. Fyndið hvað maður fær á tilfinninguna hvernig týpur krakkarnir eiga eftir að verða og hvaða "hlutverk" þeir gætu orðið í skóla seinna meir. Hver verður nördinn...töffarinn...."vandræðapésinn", mömmustrákurinn, the "it" crowd, hver er líklegri til að leggja í einelti en annar. Gaman að sjá hvað verður úr þessum ormum...

Nóg í bili...myndir bráðum (þegar ég dröslast til að nenna því!)


Miðvikudagur

Ég er að horfa á britains next top model með öðru auganu. Í síðasta þætti er aðal dómaragellan að skammast og segir að stelpurnar í þættinum taki þessa keppni ekki nógu alvarlega. Hvernig er hægt að taka þessa vitleysu alvarlega þegar einn af dómurunum er með varir á stærð við loftbelgi. Ég skammast mín fyrir það að "Huggy Ragnarsson" sé í raun Hugrún Ragnarsdóttir. Konan er eins og fífl. Bæði í framan með stæðstu sílíkonvarir sögunnar heldur hegðar hún sér líka eins og fáviti. Er að hugsa um að afneita því að hún sé íslensk. Vona að við séum ekki mikið skyldar.

Er orðin leið á íbúðinni minni. Ekki íbúðinni sjálfri heldur staðreyndinni að það er fullt af dóti ennþá í kössum. Ekki kannski svo mikið af dóti. Aðallega skrautmunir og svolleiðis og annað sem þarf að vera í geymslu. Langar til að fara að klára að koma þessu fyrir svo íbúðin verði eins og hún Á að vera Wink 

Mér finnst leiðinlegt að vaska upp. Ég á uppþvottavél en það vill svo til að hún er ekki á austurlandi þannig að ég þarf ennþá að vaska upp. Það er samt eitt skemmtilegt við að vaska upp. Útsýnið úr eldhúsglugganum mínum. Það er bara nokkuð fallegt hérna í Selbrekkunni. Þegar ég sagði fólki að ég væri að flytja austur fékk ég alltaf aðra hvora þessa setningu sem "response". "það er svo fallegt á egilsstöðum" eða " það er alltaf svo gott veður fyrir austan". Fallegt, já það er það og maður þarf ekki að fara langt til að það sé ennþá fallegra. Alltaf gott veður...nei. Hefur verið allt í lagi svona oftast en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kemst líklega ekki í berjamó um helgina þar sem það er spáð rigningu. Bleh


mánudagur

Ég á heima á annari hæð...af hverju þarf ég að vera að veiða mosakóngulær á parketinu hjá mér ?? vitlausu kóngulær...

Er ein heima. Stefán Bogi er í Reykjavík. Svindl... ég er miklu meira mömmubarn en hann samt er hann alltaf í reykjavík. Ég þarf greinilega að verða mér úti um eitthvað svona nefndarstarf svo ég geti látið einhvern annan borga fyrir mig ferð til mömmu. Er reyndar búin að skrá mig á ráðstefnu um ADHD í september þannig að ég verð í rvk í fjóra daga...en ég þarf að borga það allt sjálf (ok fékk styrk í svona í janúar en lets face it...þeir peningar er löngu búnir...).

Mig vantar ennþá gardínur í stofuna mína...veit ekkert hvaða lit ég á að skoða. Allavega ekki beis eða hlutlausan þægilegan lit þar sem öll stofan mín er í trélitum....

ÁFRAM ÍSLAND


Skítakuldi ...

Skítakuldi á egilsstöðum.

Ég er loksins komin með heimasíma. Hann virkar í annari dósinni (auðvitað þar sem við ætluðum ekki að hafa símann!). Síminn virkar bara í annari dósinni. Netið virkar í þeim báðum en ef hann er í hentugri dósinni þá virkar það ekki nema að ef síminn, sem virkar ekki í þeirri dós, sé einnig tengdur þar. Náðuð þið þessu ?? En ég er semsagt komin með heimasíma. Er meira að segja skráð fyrir honum hjá símaskránni. Gaman að því.

Skítakuldi á egilsstöðum. Eins gott að það komi ekki næturfrost sem skemmir berin áður en ég kemst í berjamó !!!


Komin "heim"

Já ég er komin heim og það sem meira er...ég er að blogga heima hjá mér. Netið komið í lag en síminn er ennþá með stæla. Finnst þetta ekki alveg vera orðið heim ennþá. Dótið mitt er jú hérna og Stefán Bogi (þó að í mýflugu mynd sé! Wink). Finnst samt skrítið að þetta sé heim. Ég byrjaði að vinna í gær. Ekki sú hressasta þar sem ég var búin eftir vikuna með 15 ára dramadrottningum. Lenntum um miðnætti á laugardag og keyrðum austur á sunnudag. Ég vaknaði auðveldlega og var hress en um leið og ég mætti á leikskólgann þá hefði ég getað sofnað á staðnum. Vá, veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig í gær. Var nú þeim mun skárri í dag en það var erfiðara að vakna í morgun. Var næstum búin að sannfæra sjálfa mig um að það væri í raun laugardagur og að ég hefði bara stillt klukkuna mína óvart. Áttaði mig þó fljótlega á því að svo væri ekki og drattaðist á lappir. Ég hef nú ekki verið að taka neina krakka í sérkennslu ennþá, er meira bara að fylgjast með á deildinni og kynnast krökkunum. Hjálpaði til við hádegismat hjá einum herramanni sem ég mun vinna með. Það var dálítill slagur þar sem hann ætlaði ekki að borða. Skemmtilegi parturinn af þeim slag var sá að ég réð við hann alveg sjálf (þurfti ekki aðstoð við að halda neinum) og hann reyndi að knúsa mig en ekki bíta mig....skemmtileg tilbreyting.

Prag var fínt. Erfitt en ekkert erfiðara en ég bjóst við. Var reyndar þreyttari heldur en ég bjóst við. En þetta voru æðislegir krakkar (svona þegar ÞÆR voru ekki í dramakasti) og ofsalega gaman að umgangast þau. Við vorum líka skemmtilegur og góður leiðtogahópur þannig að þetta var bara gaman. Ég fékk tvö bit en Stefán svona 52. Kvarta ekki undan því. Set inn myndir við tækifæri.

Leiter


prag

Jæja þá er bloggið komið í samt lag aftur. Allt á sínum stað nema listinn yfir þá bloggara sem eru ekki með moggablogg....set hann inn aftur seinna, er svo mikið maus að ég nenni því ekki núna. Sit núna uppi í sófarúmmi með Stefán Boga sofandi við hliðina á mér á vesturgötunni. Erum að fara til Prag í kvöld/nótt. Þarf að fara í apótekið á eftir að ná í hræðslupúkapillurnar mínar. Fyndið hvað ég verð stressuð að biðja lækninn minn um þær. Þetta eru rosa veika kvíðapillur og ég fékk síðast svoleiðis fyriri tveimur árum. Þær runnu út í fyrra. Samt er ég dauðhrædd um að læknirinn haldi að ég sé komin á kaf í læknadópið....miss paranoid I know.

En já, Prag á eftir með hóp af kópavogskum unglingum sem hafa vælt yfir því að þurfa hugsanlega að vera með höfuðfat út af sólinni og að fá ekki að versla allan timann. Vona að þau skemmti sér nú samt Smile Ég er allavega alveg að fara að hlakka til.

Ætli ég nái að draga SB í ikea í dag að skoða gardínur.....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband