Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Úr

Ég var klukkuð um daginn af Hlín.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  1. Sérkennari á leikskóla
  2. Deildarstjóri á hæfingarstöð fyrir fatlaða
  3. Leiðbeinandi á leikjanámskeiði
  4. Starfsmaður í matvöruverslun

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

  1. Lord of the Rings trílógían (sem er auðvitað ein löng mynd)
  2. Pirates of the Carribean 1
  3. Sense and Sensibility
  4. Father of the bride 2 Wink

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  1. Skógarsel 700 Egilsstaðir
  2. Vesturgata 101 rvk
  3. Miðbraut seltjarnarnesi
  4. Ránargata 101 rvk

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  1. Friends
  2. Sex and the city
  3. Simpsons
  4. CSI

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  1. Krít (2x)
  2. Noregur (oft)
  3. Holland
  4. Spánn (4x)

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  1. mbl.is
  2. visir.is
  3. hotmail.com
  4. google.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  1. Grillaður matur
  2. Pulsupottrétturinn hennar mömmu
  3. Kjúklingur, kartöflur og gular baunir með rósarpiparsósu
  4. Taco

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

  1. Krít
  2. Vesturgötu 48
  3. Á hestbaki
  4. Í sumarfríi með fullt af peningum

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

  1. Hraun
  2. Josh Groban
  3. Michael Ball
  4. Skítamórall á balli

Fjórir bloggarar sem ég klukka

  1. Eva Hlín
  2. Jóhanna Steins (ef hún hefur tíma Wink)
  3. Sigurlaug
  4. veit ekki meir !

 

Ég set inn myndir og kannski sögu af því hvað ég gerði í Rvk við tækifæri Grin


Rænt !

Mér hefur verið rænt. Ég var að koma úr vinunni áðan þegar brúnn skoda skrensar við hliðina á mér og út stígur maður grimmilegur. Hann grípur í mig og hendir mér í framsætið á bílnum. Einhver snillingur hefur sett barnalæsingu á hurðina þannig að ég kemst ekki út.... ég er föst í þessum leðurklædda bíl.

Grimmilegi maðurinn er stór og mikill þó að hann virki ekki mjög kraftalegur. Oh ef hann hefði ekki komið mér á óvart þá hefði ég pottþétt ráðið við hann. Hann er með zorro skegg, klæddur í nýlegar gallabuxur og prjónapeysu með vasa á bakinu. Þar geymir hann örugglega einhver hræðileg vopn sem nota á til að pynta mig !

Vondi maðurinn reykspólar af stað og brunar sem leið liggur....ég veit ekkert hvert hún liggur. Eftir langar tvær mínútur tekur ræninginn handbremsubeygju inn á drungalegt bílastæði. Ég veit hvar ég er !!! Þetta er skrifstofan hans Stefáns....ræninginn ætlar örugglega að halda mér við gluggann með hníf að hálsinum á mér og byssu að höfðinu og heimta peninga eða eitthvað annað gagnlegt (eins og hjólið mitt eða gönguskóna!).

Hann fer úr bílnum og stormar að minni hlið, rífur mig út úr bílnum og dröslar mér framhjá glugganum. Ætlar hann að fara inn og hóta Stefáni ?? NNNNNNNEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIII

Þetta er Stefán og hann er að neyða mig til að aðstoða sig við að taka til á skrifstofunni sinni....hvílík örlög fyrir unga fagra konu í blóma lífsins.....


Dejavú

Ég tími varla að skrifa nýja færslu af því að mér finnst smölunarfærslan mín svo skemmtileg Tounge

Ég er að vinna á leikskóla. Mér finnst rosa gaman þegar ég finn eitthvað hérna á leikskólanum sem ég lék mér með sem krakki eða skoða bækur sem ég las sem barn. Fann í síðustu viku Emmu bækur og vá þegar ég skoðaði myndirnar fékk ég alveg flash back til ársins 1987 (eða eitthvað) þegar ég var lítil og skoðaði þessar bækur. Á nokkrum tímapunktum fannst mér ég vera orðin fimm ára að skoða allt dótið sem Emma átti og þurfti að laga....og litli bróðir hennar sem lék sér með bangsann þegar hún var búin að gera við hann. Sumar myndir kalla fram einhverja fimm ára tilfinningu...það er eitthvað við þær sem mér fannst sérstakt sem barn og þó að ég muni ekki hvað það var nákvæmlega þá man ég að mér fannst eitthvað sérstakt við þessa mynd. Rosa gaman í dejavú hjá mér.

Fæ líka svona tilfinningu þegar ég hlusta á barnaplötur frá barnæsku minni. Mér finnst þetta ótrúlega gaman. Núna eru komnar út nýjar útgáfur af dýrunum í hálsaskógi og karíus og baktus. Mér finnst þetta mjög flottar og skemmtilegar útgáfur en ég á eftir að sakna þeirra gömlu. Mig langar líka til þess að börnin mín hlusti á sömu útgáfu af hálsaskógi og ég og mamma hlustuðum á sem börn. Ætli börnin mín þurfi ekki bara að eiga báðar útgáfurnar Wink

Ég er að fara til Reykjavíkur eftir smá stund. Ég hlakka voða mikið til og ég ætla að gera svo margt. Verst að ég þarf að fara á þessa ráðstefnu Tounge. En allavega þá held ég að dagskráin hjá mér verði þétt skipuð....en ég er ekki búin að skipa hana þannig að ekki vera feimin við að hafa samband við mig ef ykkur langar til Wink hægt að gera ýmislegt á stuttum tíma.

Sjáumst


Heiðdís að smala

Eftirfarandi frásögn er af ævintýrum helgarinnar. Þeir sem hafa gaman af því að lesa frásagnir af kindum, gönguferðum, og hetjusögum af mér endilega lesið áfram. Þeir sem hafa ekki gaman af svoleiðis meiga bara bíða eftir næstu færslu....Cool

Við Stefán vöknuðum að sjálfsögðu snemma á laugardagsmorgun til þess að bruna upp í sveit. Við vorum keyrð upp á fjall á pallbíl (við sátum á pallinum....þannig gerir maður í sveitinni Wink) og ég var með hund í fanginu. Þau á Hrafnabjörgum eiga einhverja mini útgáfu af íslenskum fjárhundi sem er óttarlega sætur (eða sæt þar sem hundurinn er tík) og hún sat í fanginu á mér á leiðinni upp. Annars hefði hún líklega hoppað af pallinum og farið að leika sér eitthvað. Þegar við vorum komin lengst upp á fjöll (ég hélt á alvörunni að þau ætluðu aldrei að stoppa) þá byrjuðum við að labba niðureftir. OK ég hef aldrei farið að smala þannig að ég hélt að þetta væri svona social thing....en nei nei allir dreifðu sér þannig að það voru svona 2-400 metrar á milli manna. Ég var því að vonum mjög glöð þegar tíkin ákvað að fylgja mér svona fyrstu tvo tímana. Þá gat ég allavega talað við hana en ekki bara sjálfa mig.

Eftir svona tuttugu mínútna göngu sá ég svo kindur. Þetta hefðu alveg eins getað verið úlfar fyrir mér. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera. Þær stóðu og horfðu á mig og ég stóð og horfði á þær. Ég var svo hrædd um að þær færu kannski í vitlausa átt og allt færi í klessu hjá mér. Á endanum var það ég sem fór nær þeim og þær flúðu...í rétta átt meira að segja. Áfram ég. Sá svo ekki kindur í langan tíma. Við komum að dal og þar voru einhverjar rollur. Þær fóru líka í rétta átt.

Þá fréttum við af því að Vala frænka hans Stefáns ætti í einhverju basli við nokkrar rollur. Stefán rauk í verkið. Svo sá ég hann ekki meir. Hann lennti í einhverju heljarins basli, rauk yfir ána nokkrum sinnum, rennblotnaði auðvitað og missti eitthvað af fé til fjalla. Var svo næstum þvi villtur (ekki kannski í alvörunni en hann týndi okkur allavega) og skreið nánast úrvinda til bæja Tounge Ok þetta var kannski ekki alveg svo dramatískt en skoðiði bara bloggið hans, þá sjáiði að ég er ekkert að ýkja svo mikið. Allavega, við héldum áfram að smala kindum og éta ber. Ekkert smá mikið af berjum þarna uppfrá. Skemmtilegast fannst mér þegar tíkin var með mér og ég beygði mig niður eftir bláberjum og hún var á næsta lyngi og át krækiber með bestu lyst. Skondin tík (sem yfirgaf mig þegar við hittum einhvern sem hún þekkti betur GetLost.

Mér var sagt að þessi smölun myndi taka svona um fjóra tíma. Lítið mál hugsaði ég. Við vorum komin með dýrin yfir fjallið og í fjárhúsbrekkurnar klukkan hálf fimm. Þá vorum við nú búin að vera á ferðinni í fimm og hálfan tíma. Allt í góðu en maður var nú orðinn svolítið svangur þar sem ég var auðvitað ekki með nesti (en át allt of mikið af berjum) og ekkert að drekka (engir lækir á þessu landssvæði...bara mýrar og pollar). Ég hélt í vonina um að féð myndi renna beint inn í girðingu. Þær héldu nú ekki. Mikið af þessum rollum voru ókunnugar og vissu ekkert hvar hliðið var. Þær hlupu því upp um allar trissur, fram og til baka, upp og niður snarbrattar hlíðar og vesen. Þá hætti þetta að vera svo skemmtilegt. Þegar rollutussurnar (þær eru kallaðar þetta í sveitinni....í alvöru!!!) eru farnar að leika á mann og maður þarf að fara að hugsa til þess að ná þeim....þá er ekki gaman. Einhver hluti af þeim fór þó inn á endanum en einhverjar tóku strikið upp í fjöll aftur.

Á þessum góða tímapunkti fórum við Stefán (sem var á lífi og komin í fjárhúsin, lemstraður, blautur og haltrandi) heim á bæ í mat. Á meðan fóru hinir (sem voru þá bóndinn á fjórhjóli, dætur hans og tengdasonur) út eftir og gengu til baka með rolluhóp á undan sér. Þau hringdu svo og báðu um að einhver færi aftur upp í fjárhús til þess að opna hliðin fyrir skepnurnar sem þau voru að koma með. Við Stefán halti rukum af stað og þóttumst nú alveg vera nógu hress til að opna eitt hlið. Einhverjar rollur rötuðu þar inn....en flestar reyndu að stinga af. Í mína hljóp einhver fítonskraftur (Ingibjörg hefur örugglega látið einhver ólögleg efni í kjötbollurnar) og ég rauk upp í fjall á eftir þeim. Allt í einu var ég orðin ein í hlíðinni að eltast við fimm beyglur.  Sá ekki fram á að mér tækist að koma þeim neitt ein þar sem þær voru ekkert á því að fara þá leið sem ég vildi.

Ég heyri þá í Jónasi bónda fyrir aftan mig. Hann var á fjórhljólinu, öskrandi, gargandi og hvetjandi. Ég sá hann ekki strax þar sem hann var bak við hæð. Ég þorði ekki að hreyfa mig þar sem mér sýndist ég vera akkúrat fyrir honum ef hann væri að koma með hóp af rollum þaðan sem ópin komu. Ég beið í smá stund og sé svo að hann er einn að smala heljarins hóp og ég var akkúrat fyrir, þ.e. kindurnar hefðu ekki farið rétta leið ef þær sæju mig og tækju strikið pottþétt beint upp í fjöll aftur. Þannig að ég faldi mig fyrir kindunum. Bjóst nú aldrei við því að ég þyrfti að gera þetta....beygja mig bak við stein til þess að fela mig fyrir þessum kviKINDUM. Bak við steininn sá ég meiri hlutan af þeim fara þangað sem þær áttu að fara, en einhverjar urðu eftir í smá skjóli.

Ég tók þá James Bond á þetta allt saman og hljóp niðurlút bak við þær og upp á hól fyrir aftan þær og kom þeim á óvart (haha!). Þær urðu jú frekar hissa að sjá mig en létu sér samt ekki bregða. Ég stóð þarna í dálitla stund og spjallaði rólega við þær á meðan ég beið eftir bóndanum að koma og aðstoða mig. Hann kemur svo brunandi og rekur á eftir þeim og hindrar það að þær komist til fjalla. Á þessum tímapunkti þurfti ég að fikra mig niður hólinn og hafa svolítið hátt til að þær kæmu nú ekki hlaupandi til mín.  "Gríptu þær" kallaði bóndinn á mig. Ég reikna með að hann meinti að ég ætti að reka þær frá mér svo þær hlypu nú ekki framhjá mér...en í ofurlítla stund íhugaði ég það hvort að maðurinn ætlaði að fara kasta í mig kindum....

Eftir þessa ofur James Bond takta mína fór þetta loksins að ganga. Við öskruðum svo mikið á dýrin að þau drusluðust í rétta átt, ég hljóp á eftir þeim og þakkaði fyrir að það væri orðið svona dimmt....annars hefði ég séð hvert ég væri að fara og þá hefði ég ekki þorað að hlaupa svona hratt. Og loksins beljuðust dýrin í gegnum hliðið á girðingunni. Þá high fiveaði ég einhvern ofsakát. Ég held bara að ég hafi staðið mig ágætlega.

Á sunnudaginn fórum við aftur í heimsókn í Hrafnabjörg og tróðum okkur í réttirnar þar sem við vorum að sortera "okkar" kindur frá öllum ókunnugu beyglunum sem orsökuðu allt vesenið á laugardaginn. Það var gaman. Mér finnst gaman að atast í rollum. Þær eru mun skemmtilegri en mig hefði grunað. Ég er reyndar með nokkra marbletti á lærunum þar sem ég tók kindurnar í klofið og þá stingast hornin stundum í lærin á manni. Það er fyndið...en ekkert sérstaklega gott....En það er fyndið að vera að dröslast með rollu eitthvað á milli lappana á sér og svo ákveður hún að reyna að stinga af með mig á bakinu....haha það er gaman...pínu skerí....en gaman....hef alltaf verið svolítið hrifin af actioni með dýr Grin

Já og mér datt í hug áletrun til að setja á boli og selja í dogma.... Respect your dinner.....it´s hard to catch !

Og svo fór ég að sofa.


Meiri sveit

The sveitastemning will continue. Ég er að fara að smala á morgun. Vey....ég held að það verði gaman. Ég skil reyndar ekki þessa stemningu hérna fyrir austan að það virðist enginn smala á hestbaki...allir labbandi. Skil ekki svoleiðis. En það verður samt gaman. Ég er búin að ákveða það. Verð reyndar alveg örugglega alveg dauð eftir daginn en það er allt í lagi...hef mjög gott af því að drepast eftir svona daga. En já, þetta er örugglega skemmtilegra en að þrífa !

Vikan mín er annars búin að vera fín. Við vorum með æskulýðsfund í Fellabæ á miðvikudaginn. Gekk vel, var gaman. Svo er ég búin að sjá auglýst hérna öldungablak sem ég er mjög spennt fyrir. Við Stefán ætlum að fara og ég ætla að reyna eftir fremsta megni að dobbla allavega Hlín með okkur. Það verður gaman, ég er búin að ákveða það líka.

Og svo er það bara heimsókn í höfuðborgina í næstu viku......víhú....Wizard

Smá krúttlegt úr leikskólanum

"ég sakna þín svo" sagði strákur sem var í tíma hjá mér hálfri mínútu áður en hann sagði þessa fínu setningu.´

Ein stelpa var að borða morgunmat og var illt í maganum. Leikskólakennarinn leit af henni og heyrir svo "má ég fá annan disk". "Nú, hverju, hvað er þetta í disknum þínum"  ..... "ælupest!"

Ég spurði einn strák hvort hann vissi hvað " þetta" væri. ("þetta" var leðurblaka) "þetta er flugmús"

Ég var með tvo stáka hjá mér í svona orðabingó. Annar er ofvirkur og hinn er í málörvun. Sá sem er í málörvun átti að segja fíll. Hann var eitthvað lengi að koma sér að því að segja orðið þannig að hinn fór að hvetja "segðu fíll....SEGÐU FÍLL" sagði hann og kýldi sessunaut sinn. Talandi um að vera hvetjandi Tounge


Kind

Jeeeeeeeesssssssssssssss Ég er loksins komin með smá sveitamennsku í mig. Við Stefán fórum í smá réttir í gær. Kíktum í heimsókn á Hrafnabjörg 1 þar sem föðurbróðir Stefáns býr. Þau hjónin voru að smala einhver heimalönd á laugardaginn og voru að draga lömbin þar sem 130 stykki áttu að fara í sláturhús í dag. Við mættum á staðinn og fylgdumst aðeins með en svo hættum við okkur nú innfyrir og reyndum að gera eitthvað gagn. Stefán dró nokkur lömb en ég krækti í tvær rollur sem ég dröslaðist með langa leið til að skilja þær frá Hrafnabjargar rollunum. Komst að því að rollur eru nautsterkar !!! En ekki eins sterkar og ég Cool Þessar tvær rollur sem ég dröslaðist með voru heldur ekki með horn til að halda í þannig að ég þurfti að halda í ullina. Gaman að því. Mér fannst þetta geðveikt gaman. Svo vorum við að reka lömbin inn í hús og þau voru nú ekkert á því að hlýða. Tvö sluppu framhjá Stefáni og ég hló gífurlega að honum. Síðan bara ákváðu þau bara öll að ráðast á mig og hlupu mig næstum niður. OK þær komu nú ekki einu sinni við mig en þær hlupu rosa hratt framhjá mér og þær eru nú ekki það skarpar allar þannig að það hefðu nú einhverjar getað gleymt að beygja og hlaupið á mig. En þá hlógu allir að mér. Gott á mig. Nokkrar myndir.

Kindur 2008 002

Fullt af kindum (og Jónas bóndi). Ég dröslaðist með kindurnar mínar tvær alveg alla þessa leið Cool Macho me

Kindur 2008 006

Stefán Bogi og lamb. Var að hugsa um að setja inn texta þar sem fram kæmi að þessi mynd hefði verið tekin rétt áður en lambið henti honum af og ofaní drulluna. En Stefán Bogi sagði að það væri ljótt að plata...

Kindur 2008 021

Þessi í miðjunni er í mínum augum rauðhærð og hún heitir núna Friðrik....

Kindur 2008 030

Þetta er flottasta kind sem ég hef séð. Hún er mögótt (í öðrum landshlutum er hún sögð vera golsótt). Mér fannst hún bara svo flott....í nútíma kindamáli er hún örugglega rokkaramögótt....

Það á eftir að smala og rétta meira á Hrafnabjörgum. Vona að ég geti komið að einhverju gagni þegar af því verður Grin

Kv. Heiðdís sveitastelpa


Whats new!

Ég bloggaði í dag en færslan hvarf á einhvern dularfullan hátt. !!

Helgin mín var voða indæl. Ég átti reyndar þriggja daga helgi þar sem ég var veik á föstudaginn. Ekkert alvarlegt, var bara ekki að meika öskrandi börn þennan dag (þau eiga það nefninlega til að öskra soldið mikið stundum). Var bara heima að slappa af. Var að hugsa um að gera eitthvað að viti heima hjá mér en þá hefði ég fengið hausverk þannig að ég lá bara í sófanum. Luvely.

Laugardagurinn var lagður undir fótbolta. Fyrst á Eskifirði og svo í Shell skálanum þar sem landsleikurinn var sýndur. Þar fengum við okkur kjúkling af því að Stefán var búinn að gleyma (og hafði ekki sagt mér frá því) þvi að við vorum boðin í mat hjá Þorgeiri og Hlín. Við komum aðeins of seint og aðeins of södd en borðuðum samt hjá þeim mat og allan eftirmatinn (sem var rosalega góður). Þar ræddum við dagskrá æskulýðsfélags og æfðum svo Stefán Boga í að leika í actionary þar sem hann er að fara að taka þátt í útsvarinu í vetur. Í actionaríinu komumst við að einu. Það er best að vera með mér í liði LoL´

Við skelltum okkur svo í sunnudagsbíltúr á sunnudaginn. Ákváðum að leita eftir Egilsstaðabæ í Fljótsdal þar sem Gunnar vinur Stefáns er fæddur (og foreldrar hans búa). Fyrst fórum við á Skriðuklaustur að skoða Gunnarsstofu og fornleyfauppgröft. Þar fundum við reyndar bróður Gunnars hann Egill. Við þurftum að leita svolítið en á endanum fundum við Egilsstaði (þó að bærinn hafi verið ómerktur). Og þar fundum við líka Gunnar sem var að láta pabba sinn gera við bílinn sinn. Svona eru pabbar hentugir. Þess vegna er ég að reyna að selja bílinn minn...af því að pabbi er ekki á staðnum til að segja mér hvað ég á að gera við hann.

Kústur er týndur, strokinn eða dauður. Hann hefur ekki komið heim síðan fimmtudaginn 28.ágúst 2008. Ég er búin að hringja í dýrahirðinn og spyrja um hann en dýri kannaðist ekkert við köttinn. Vona að hann skokki ekki yfir á Seyðisfjörð. Þeir eru að fara í átak gegn villiköttun í bænum og þó að minn sé með ól og sé ör og eyrnamerktur þá trúi ég þessum seyðisfirðingum alveg til að lóga kettinum. Veit ekki af hverju en ég hef bara ekki mikla trú á dýramálum seyðfirðinga.

En við erum að dunda okkur við að setja upp myndir. Erum með gifsveggi og þar af leiðandi einhverja sérstaka gifstappa til að setja í vegginn. Þeir eru að gera Stefán Boga brjálaðann þar sem þeir eru ekki að virka eins og hann vill að þeir virki. En myndirnar eru á leið á veggina. Þá get ég farið að setja inn almennilegar myndir af fínu íbúðinni minn sem og fína lampanum mínum. Vibbsídú.

Já og það er alveg gaman í vinnuni minni. Nú er bara að setja sér markmið Grin


Gullverðlaunahafi !!

Þessi hlýtur að hafa fengið gullið !!

Stefán í bænum...like usual :þ

Ég kom heim áðan og sá sængina hans Stefáns í sófanum...ohhhh. Fór með pokann út kaupfélaginu inn í eldhús og sá að það var búið að vaska upp....jeeyyyy. Fór inn á klósett og var búin að sitja þar í litla stund þegar ég tek eftir því að Stefán virðist vera búinn að taka til á vaskaborðinu...og ekki bara taka til heldur virtist hann hafa tekið það sem átti að vera á vaskaborðinu. Það var allt komið til hliðar...þá leit ég aðeins lengra til vinstri og sá einhverja trékubba upp við vegginn !!! Hvað í ósköponum hefur maðurinn verið að gera....ég var semsagt búin að vera á salerninu í 2-3 mínútur þegar ég loksins tók eftir baðherbergisspeglinum sem ég er búin að bíða eftir frá því í júní sem by the way tekur nánast allan veginn !!! Athyglisgáfan í hámarki...

Og við vorum að fá innflutningsgjöf....voða flottur standlampi með halógen lýsingu frá systkinum Stefáns. Ég var að setja hann saman....greinilega ekki ikea lampi Errm. En mér tókst að koma honum saman og ég fékk ljós á annan lampann. Ætla að athuga með nýja peru í hitt ljósið og sjá hvort að það gerist ekki eitthvað. Það sprakk allavega ekki þegar ég kveikti á græjunni Tounge. Set inn myndir af herlegheitunum þegar ég er komin með ljós á báða lampana (svona standlampi með einu stóru dimmer ljósi og svo svona litlum "les/prjón" lampa Smile)

Kötturinn búinn að vera á flakki í viku....er að hugsa um að hringja í dýrahirðinn og athuga hvort hann hafi lennt hjá þeim...en kannski er hann bara að djamma !!! Who knows...


Litlir hausar

Verð að skjóta þessu hérna inn. Ein samstarfskona mín hérna á leikskólanum fann bloggsíðuna mína fyrir tilviljun í fyrradag. Sagði mér frá því og fannst pælingin með "litla hausinn" vera annsi góð. Hún var svo spurð að því í gær hvort að hún væri nokkuð að hverfa "neibb, er bara með svona lítinn haus". Vakti mikla lukku.

(ok veit að það á að vera öfugt....en það er samt fyndið að nota þetta!)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband