Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Áramót ;)

aaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh

Þá er fríið búið. Við erum komin heim og vinna á morgun. Flestar jólagjafirnar komu með, nokkrar voru skildar eftir og verða sóttar eftir 2-4 vikur. Stefán fer í bæinn eftir tvær vikur og ég eftir fjórar. Við erum svo kúl.

Ah jólafríið er búið að vera yndislegt. Við erum búin að borða, sofa og hitta vini og ættingja. Spilakvöld á spilakvöld ofan, matur og eftirmatur. Já og sofið til hádegis. Hef ekki getað vaknað fyrir 11 þessar tvær vikur...nema á gamlársdag þegar við Hugrún fórum í garnleiðangur. Ég keypti mér garn í rennda ullarpeysu. Ætla að prjóna hana handa mér og skálda hana svolítið með aðstoð nokkurra uppskrifta. Það verður gaman að sjá hvernig hún kemur út. Svo er ég líka búin að sitja alein á kaffihúsum. Það var æðislegt. Alein með kaffi og slúður....aaaahhhhh. Yndislegt.

Aðfangadagskvöld var ljómandi fínt. Þó að það væri ekki hjá mömmu. Það var grafinn lax í forrétt. Þar sem ég var ekki viss um að ég vildi rjúpuna þá ákvað ég að borða extra mikið af brauði og laxi. Sá eftir því um leið og Stefán setti hamborgarhrygginn á borðið. Tengdamóðir mín gat ekki hugsað sér að ég færi hugsanlega ekki alveg pakksödd heim þannig að hún gerði bara líka hamborgarhrygg. Ég smakkaði samt rjúpuna. Borðaði eina bringu og fannst hún allt í lagi en langaði ekki í meira. Ég á afskaplega almennilega tengdamóður.

Og núna er komið 2009. Ég hef alltaf gaman af áramótum. Þá er allt eitthvað svo nýtt. Svo auðvellt og skemmtilegt að byrja á einhverju nýju. Skoða samantektir frá árinu sem er að líða og rifja upp árið. Gaman að því. Í janúar 2008 langaði mig geðveikt mikið til að breyta til. Langaði til að skipta um vinnu og þetta var alveg tíminn til að gera eitthvað crazy. Svo gerðist ekkert í janúar og löngunin dofnaði. Svo stakk Stefán Bogi uppá því að við flyttum til Egilsstaða. Ég var misáhugasöm en svo einhvernvegin bara gerðist þetta. Ég sagði já á einhverjum tímapunkti og þá var ekki aftur snúið. Við keyptum íbúð og byrjuðum bankahrunið. Er viss um að það er okkur að kenna og ég tek fulla ábyrgð á mínum þætti í gjaldþroti íslands. Vó ég ætti að verða ráðherra...

Og núna er ég á Egilsstöðum og líður mjög vel. Mér finnst íbúðin mín æðisleg og er ánægð með að hafa keypt hana, þó að ég skuldi meira en þegar ég tók lánið. Bíllinn seldur og farinn og allt á blússandi siglingu inn í hamingjuna Tounge Brúðkaup á dagskrá í lok árs ef við komum okkur saman um eitthvað.

Vinna á morgun og lífð heldur áfram Wink


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband