Pípandi !!

Þessi hvítasunnuhelgi hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtileg!! Hún byrjaði reyndar rólega (hjá mér, ekki hjá Stefáni sem fór út á lífið og kom ekki heim fyrr en 4 um nóttina...það þýðir að það hefur verið alveg rosalega gaman!) en ég fór í mat til mömmu, fór svo og tók mér stelpu vídjó og var komin í rúmmið fyrir eitt!.

Laugardagurinn var svo tekinn rólega og svo var farið í afmæli til tengdó. Gaman saman, skemmtileg tengdó fjölskylda sem ég á. Á sunnudaginn byrjaði svo vitleysan. Ég vaknaði klukkan níu og er búin að vera með pípandi niðurgang síðan Blush Þrír dagar. Hef aldrei þjáðst af þessu eins lengi og núna. Og þó að klósettferðum hafi fækkað og ég sé aðeins að lagast þá er ég ekki komin í samt lag... ekki gaman. Fór á Deep purple tónleikana í þessu ástandi. Heyrði í meirihlutanum af Uriah Heep en eyddi meirihlutanum af deep purple frammi þar sem það var nær salernunum. Fylgdist þar reyndar með security köllunum fylgja út nokkrum tónleika bullum. Þeir voru að trufla Bubba Morthens og fylgdarlið hans. Það var nú samt ekkert persónulegt held ég og engir stjörnustælar að láta henda þeim út. Ég hefði líka viljað þessa gæja út ef ég hefði setið fyrir framan þá. Þannig að ekkert nema gott um það að segja. Nema fyrir tónleika bullurnar sem virtust skemmta sér mjög vel Grin

Ókostur við að Kústur sé orðinn útikisi er að hvítu loppurnar hans eru ekki eins hvítar lengur !! Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Já kúkasögur á bloggi klikka aldrei!

Lutheran Dude, 29.5.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

allavega strax komið komment  en ég er búin að komast að því af hverju ég er svona í maganum !! Stefán Bogi borðaði illa lyktandi pylsur og ég fékk í magann af því !!! Við erum klárlega orðin of náin...

Heiðdís Ragnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Sólveig

Þetta kallar maður að taka til í skottinu! ;)

Sólveig, 6.6.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

íú

Heiðdís Ragnarsdóttir, 10.6.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband