Austurland að Glettingi

Þá er maður komin heim úr einnar viku sumarfríi. Glæsilegur árangur, gleymdi vinunni minni svo mikið þessa vikuna að þegar einn vinnufélagi minn hringdi í mig þá þekkti ég allt í einu engann með því nafni. Fyndið hvernig hlutirnir detta stundum út manni. Annars er ég að vinna núna. Skondið þar sem ég er ein í húsinu. Allir í fríi eða úti eða að skreppa af því að það er enginn í húsinu. Bara litli minns eftir til að svara í símann og hræra í pottinum með súpunni. Auðvitað gæti ég verið að gera eitthvað gagnlegra en að blogga, en ef hinir eru að slappa af þá ætla ég að gera það líka Wink

Austurland kom að mestu vel fram við mig. Það ákvað reyndar að sýna mér að það getur líka verið rigning, rok og skítakuldi þar, en fyrir utan það þá kom landið vel fram við mig. Við afrekuðum reyndar ekki að ganga upp á fjall eins og við ætluðum en ég kenni veðurfari um það...ekki leti. En við afrekuðum meðal annars að fara á þrjú ættarmót, hvert öðru skemmtilegra. Skil ekki af hverju fólki finnst leiðinlegt að fara á ættarmót. Fólk hlítur þá að eiga svona leiðinlegar fjölskyldur !!!FootinMouth  Nei ég lýg því, ég hef nú farið á leiðinleg ættarmót. Það er aðallega svona ef maður þekkir engann en allir hinir þekkja alla.

Við skoðuðum okkur nú líka eitthvað um, fórum auðvitað í heimsókn til Frikka á Neskaupsstað og kíktum svo á Hlín og Þorgeir á Eiðum. Fórum svo í bíltúr til Seyðisfjarðar af því að ég hef aldrei komið þangað. Eftir að Hlín bloggaði um Húsey vildi ég endilega fara þangað og leita af selum (helst með haus!!) Stefán Bogi og Veigur bróðir hans fóru og töluðu við bóndann til að spjalla og leita upplýsinga um hvar væri hægt að sjá seli. Þá fengum við bara óvænta leiðsögn um bæinn þar sem við fengum að sjá hesta, heimalninginn, hænur, aliendur og andarunga. Voða gaman. Leiðsögumaðurinn var átta ára sonur bóndans sem talaði eins og sextugur faðir sinn. Gormæltur og ákaflega skondinn krakki. Þar var líka mjög vinalegur stóðhestur sem setti alltaf rassinn í okkur, okkur til takmarkaðrar ánægju. Við sáum svo einn sel á þeim stað sem bóndinn benti okkur á. Ég og selurinn bonduðum á meðan hinir borðuðu nesti.

Ég hef lengi haldið þvi fram að íslensk sól brenni mig ekki. Sólin á jökuldal flokkast ekki sem íslensk sól og hún brenndi mig á bakinu um helgina. Þvílíkan sólardag hef ég ekki upplifað í mörg ár að mér finnst. Nýtti það óspart í sólardýrkun. Einnig fórum við á sunnudaginn og syntum yfir Jöklu og stukkum yfir hana af ca.4 metra háum klett. Þetta er Jökla.flod1_27.07.2005

Reyndar er þetta Jökla eins og hún var. Hún er víst aðeins minni núna og ekki eins skítug. Þökk sé Kárahnjúkavirkjuninni sem hefur breytt þessari á í gullfallega bergvatnsá. En hún er ennþá skítköld þannig að við fáum rosa kredit fyrir að svamla í henni. Kannski að maður smelli inn myndum af því svona þegar maður er ekki í vinunni og þegar maður lærir á myndagræjurnar hérna Grin

Eníhús, þetta er aðeins (ágætis) brot af því sem við tókum okkur fyrir hendur fyrir austan. Ég tala líka mikið þannig að bjóðið mér bara á kaffihús Tounge

Untill then....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband