Átta staðreyndir

Bara svona af því að ég hef ekkert sérstakt að blogga um þá ætla ég að svara svona klukk leik þar sem ég á að segja átta staðreyndir um sjálfa mig. Í boði Evu Hlínar Wink

1. Ég er dellukelling. Fæ hluti á heilann í ákveðinn tíma. Dæmi sögur (Harry Potter, Lord of the Rings), tónlistarmenn (Skítamóral, Michael Ball), söngleiki (cats, joseph and the amazing technicolor dreamcoat), og áhugamál. Nýjasta dellan mín er að mig langar til að læra að skrappa. Googliði það ef þið hafið ekki hugmynd (scrap booking).

2. Ég hef átt heima á fimm stöðum um ævina. Breiðholti (man ekki hvar, flutti fyrir eins árs Grin), Ránargötu 9 vesturbæ, Miðbraut Seltjarnarnesi, Vesturgötu vesturbæ og Lundahólum í Breiðholtinu. Algjört borgarbarn.  

3. Hef átt einn hest (hann hét Korgur). Hann dugði ekki í ár. Varð haltur og neitaði að lagast. Hann var svo felldur. Hef eignað mér tvo aðra hesta sem pabbi hefur átt Gust og Hnokka). Núna á ég bara kisaling sem heitir Kústur. Hann er fyndinn.

4. Ég fæ illt í magann ef ég verð kvíðin. Þá fer allt í klessu.

5. Mig langar til að ferðast til framandi landa. Ég bara þori það ekki. Held að einhver komi og lemji mig eða steli mér eða eitthvað. Mig langar heldur ekki til að fara að skoða fátækt fólk í fátækum löndum eða í fátækra hverfum. Það virðist vera í tísku núna en ég held að fólkinu finnist ekkert gaman að láta skoða sig !!

6. Ég tárast oft í bíó og leikhúsi. Alveg jafn mikið þegar það er eitthvað sorglegt og þegar það er eitthvað fallegt.

Fjúff hvað það er erfitt að finna upp svona um sjálfan sig.

7. Ég á tvær bráðskemmtilegar, stórmerkilegar og stórfurðulegar systur.

8. Ég syng ekki í sturtu en ég syng oft hástöfum í bílnum mínum...þegar ég er ein. Þá er ég efni í stórsöngvara...en bara þegar enginn heyrir Cool 

Núna á ég að klukka einhvern. Prófa Sólveigu, Hlín og Friðrik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei ég er ekki stórfurðuleg!! bara venjulega furðuleg

Hugrún (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Sólveig

Ég skal taka þetta til athugunar á næstu dögum

Sólveig, 4.8.2007 kl. 15:18

3 Smámynd: Eva

Það er stuð ða fara til framandi landa... þér verður ekkert rænt ;)

ég samt lenti í einu mómenti í Tælandi þar sem ég var viss um að það væri verið að ræna mér og ég mundi bara vakna daginn eftir í baðkari fullu af ís og nýrun horfin....
en ég slapp haha rútubílstjórinn var bara að vinna sér inn aukapening af okkur túristunum með því að fara extra langa leið með okkur....

Eva, 10.8.2007 kl. 17:18

4 identicon

ÉG ER ST'ORFURÐULEG.

PANT..! PANT..! PANT..!

Heiða (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband