RÚV

Kústur vakti mig á sunnudagsmorgun með því að ýta með loppunni á nefið á mér. Ákaflega skondin leið til að vakna.

Rúv fann okkur í gær. Ég var ein heima um átta leitið þegar hann Árni (!) bankar uppá. Spyr mig hvort að Stefán Bogi sé heima. Nei segi ég. Hann var semsagt að athuga hvort að við værum með sjónvarp "í láni"... góður. Ég á náttúrulega sjónvarp en það var skráð á pabba á sínum tíma þar sem ég bjó hjá þeim. Maður þarf heldur ekki að borga mörg afnotagjöld af sjónvörpum á sama heimilinu. En svo kom hann Árni og fann sjónvarpið okkar. Hann spurðu hver ætti sjónvarpið og ég sagði að ég ætti það. Hann skrifaði nafnið mitt og lögheimilisfang. Ég beið eftir að hann væri búinn að því, þá sagði ég honum að sjónvarpið væri ekki skráð á mig...HAHA.  En nú þarf ég að fara að borga afnotagjöld....meeeennn. Hélt að svona njósnarar væru bara í Andrési Önd Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bömmer :(

Ég er búin að búa í 4 ár, og þeir hafa ekki ennþá fundið mig :) En þar sem þetta er komið á internetið þá er aldrei vita nema þeir banki upp á fljótlega

elín (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hehe, kannski. ætli það séu margir sem láti rúv vita að þeir séu að horfa á sjónvarpið og séu ekki að borga fyrir það !!! stefán er nú búinn að búa í nokkur ár og hefur aldrei verið böggaður. kannski er ég bara óheppin að búa með honum

Heiðdís Ragnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Lutheran Dude

Við eigum nú sjónvarp skráð á Þorgeir en erum ekki ennþá byrjuð að borga afnotagjöld

Lutheran Dude, 3.10.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Skrítið, þeir eru greinilega misjafnlega lengi að bregðast við skráningum. Hugrún systir skráði á sig sjónvarp og fékk reikning innan þriggja mánaða held ég !!! Þeim líkar kannski svona vel við Þorgeir...enda vel máli farinn

Heiðdís Ragnarsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband