Mánudagsfrí

aaaaahhh. Ég vann svo mikið í síðustu viku að ég gat fengið mér frí í dag. Mjög hentugt þar sem ég tók að mér næturvaktir um helgina. Very nice. Nú er bara spurning hvort að ég noti tímann til að gera eitthvað gagnlegt eins og að þvo þvott...eða slappi bara alveg af...fari eitthvað út á kaffihús eða eitthvað svoleiðis. En ég ætla að fara í ræktina á eftir. Ég er orðin svo góð í pallatímunum LoL farin að geta gert flesta snúninga og dúllur án þess að fljúga á hausinn. Mjög jákvætt.

Mér leiðist fasteignamarkaðurinn. Ég er rosalega mikið á báðum áttum hvort maður ætti að vera að skoða núna eða hvort maður eigi að bíða aðeins. Það tala allir sitt áhvað. Þetta á að lækka en hitt á að hækka og ef þú bíður verða betri vextir á lánum en þá verður verðið orðið hærra og jara jara jara. Þetta er voðalega flókið. Og ekki skemmtilegt. Ég vil fá eitthvað ákveðið svar, svona verður þetta og ekki hafa áhyggjur af öðru. En það virkar víst ekki þannig. Og verðbólga...ég vissi svona cirka hvað hún gengur útá en eftir að hafa kynnt mér lán og svona þá veit ég ekki hvort að ég vilji vita hvað hún er. Come on, lélega ríkistjórn og seðlabanki að geta ekki haft meiri stjórn á henni. Am in shock. Og já, ég gæti þurft að éta ofaní mig að seljahverfið sé eins ömurlegur partur af breiðholtinu eins og ég hef lengi haldið fram Tounge fínar íbúðir þar. En kannski flytur maður bara austur.

Áfram Ísland !! koma svo fólk..ekki gefast upp á strákunum, bannað að hugsa illa til þeirra ! We love them


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast. Það var rosalega gaman að fá ykkur í heimsókn. Við ættum að gera þetta miklu oftar! 

Vá að flytja austur, það er langt í burtu. En í staðin þá kemur maður kannski bara í heimsókn á sumrin og er í svolítinn tíma! Ég mæli samt frekar með suðvestur horninu :)

En þetta með hvað allir eru að segja. Þetta var líka svona þegar við vorum að byggja húsið. Fólk var alltaf að segja okkur hvað mætti betur fara, eins og "HA, eruð þið með hlaðna milliveggi? Það er miklu betra að......." Það er langt best að ákeða eitthvað sjálfur og standa svo með því, sama hvað á gengur. Þá ertu líka alltaf að taka bestu ákvarðanirnar

Elín (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband