Týnd

Ég týndist í gær. Ekki uppi í sveit eða einhverstaðar þar sem var kolniða myrkur eða neitt svoleiðis. Nei nei. Ég var á leiðinni í íþróttahúsið. Stefán var á bílnum og komst ekki svo ég ákvað að labba á blakæfingu. Hef gert það einu sinni áður og það var ekkert vandamál. Í gær ákvað ég að leita eftir göngustíg sem ég veit að er þarna einhverstaðar og gerir leiðina mína í íþróttahúsið styttri. Var búin að fá leiðbeiningar um hvar hann væri. Fann hann ekki og endaði næstum því úti í móa. Vissi ekki að þetta væri hægt á Egilsstöðum. Ég mun héðan í frá leita af göngustígum í dagsbirtu helst með kort.

Annars tókst mér aftur að hlaupa tvo kílómetra á tólf mínútum. Áfram ég !!!

p.s.hvað á ég að gefa Hugrúnu og pabba í afmælisgjöf....???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Something pretty

Hugrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Sólveig

Mér líst vel á þessi hlaupaplön þín. Svo eru það bara 7 km í kvennahlaupinu og svo 10 km í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst.

Sólveig, 30.1.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband