Ljós

Við Stefán brunuðum í húsasmiðjuna í gær til að athuga hvort að eitthvað væri eftir af ljósum sem var verið að auglýsa á 70% afslætti. Og yessss við fengum síðustu ljósin í búðinni. Fékk reyndar svolítið samviskubit þegar nágrannakona okkar kom 5 mín á eftir okkur og ætlaði að fá sér svona ljós. Úps við vorum búin að panta það og það var verið að taka það niður fyrir okkur. Hefði verið betra ef ég hefði ekki þekkt manneskjuna. Damn. En allavega þá fengum við þessi fínu ljós í stofuna á einhvern sexþúsund kall í staðin fyrir einhvern átján þúsund. HAHA það borgar sig stundum að bíða og hafa rússaperuna hangandi....

Oh það fer svo mikill tími í þennan þorrablótsundirbúning að ég er ekki að ná að klára peysuna mína...og það er svo kalt og mig langar að vera í henni og og og....væl..  Hún á örugglega eftir að stækka í þvottinum og verða ómöguleg og ég grömpí...það er mjög týpískt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Meira svona 30 sekúndum á eftir okkur...

Stefán Bogi Sveinsson, 7.2.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband