Sól sól sól finally og sumarfrí :)

Jæja, þá er maður loksins kominn í sumarfrí. Um leið og sumarfríið hófst fór ég í göngu í Valtýshelli. Það er ein af perlum Fljótsdalshéraðs. Og er kallað það með réttu. Afskaplega falleg gönguleið. Við erum búin að ganga tvær aðrar perlur. Myndir má sjá á facebook hjá Stefáni. Talandi um Stefán. Hann er rauðari en allt þessa stundina. Hann fór að setja upp tjald í Hallormsstað og brann svo glæsilega að það er ekki hægt annað en að hlæja að honum. Honum finnst það að einhverjum ástæðum ekkert fyndið.

Ég byrjaði svo sólardaginn í dag á því að þrífa íbúðina. Ég varð að gera það í dag þar sem ég er búin að trassa það undanfarið. Ég er að fara suður á morgun og ef ég væri ekki búin að þrífa áður en ég fer þá myndi ég ekki vilja koma heim. Ekki miklar líkur á að vinnumaðurinn á heimilinu finni hjá sér þörf til að þrífa á meðan ég er í burtu Wink Eftir þrifin fórum við að aðstoða við að setja upp strandblakvöll hérna á Egilsstöðum. Jú víst er stönd á Egilsstöðum....við bjuggum hana til í dag ;) Nú er sko hægt að fara í alvöru stranblak á Egilsstöðum. Kúl maður.  Núna er ég að blogga af því að ég nenni ekki að fara að pakka. Það er svo flókið. Ég veit nefninlega ekki hvenar ég fer aftur heim. Og þá hvort að ég fer heim eða verði í nokkra daga á Akureyri. Þá þarf ég að vera búin að gera tilbúna tösku fyrir Stefán til að taka norður þar sem við verðum þar í tjaldi. Vesen og skipulag sem ég nenni ekki í...en þarf að fara að drífa mig.

Fyrir tveimur vikum fórum við á Borgarfjörð eystra og gistum í tjaldi. Ég svaf næstum ekki neitt þar sem mér var svo kallt. Plís ekki koma með einhver töfraráð um hvernig maður á að klæða sig í tjaldútilegu...ég kann það allt, bara virkaði ekki. Hef gert þetta frá því ég var krakki....og hef aldrei verið eins kallt. Við fórum svo aftur síðustu helgi til að taka þátt í há og lágmenningarkvöldi. Við vorum með pöbkviss. Ég segi við af því að Stefán var beðin um það en ég hjálpaði helling. Go me! Ég tók þá ekki í mál að vera aftur í tjaldi svo við pöntuðum ókeypis lúxusgistingu. Rúmmið sem við fengum var svo gamallt að maður mátti ekki anda djúpt þá brakaði í því. Ég svaf betur þá heldur en í tjaldinu en samt ekki alveg eins og engill. En það er gaman á Borgó.

Skipulagið á Reykjarvíkurferð minni er ekki mikið. Enda ætla ég bara að hafa það gott og heimsækja eitthvað fólk. Sumir voru að eignast börn...aðrir eru bara skemmtilegir. Kannski kem ég að heimsækja þig ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband