"Hrafnabjörg"

Jæja elskurnar...ég er nú ekki endilega hætt að blogga....en þar sem mér finnst óléttan mín vera það merkilegasta sem er í gangi í lífi mínu núna þá hef ég áveðið að skrifa frekar á nýju barnasíðuna "mína"...í bili allavega.

Slóðin er www.nino.is/hrafnabjorg    

Sendiði bara email eða facebook skilaboð til að fá lykilorðið :)


Lengsta bloggfærsla í heimi...des09-jan10

Smá jólafrásögn :)

Við Stefán keyrðum suður laugardaginn fyrir jól. Við lögðum snemma af stað og héldum að við værum rosalega sniðug og myndum keyra út úr óveðrinu sem var spáð á austurlandi. Well...almost. Við fengum fínt veður í Fagradalnum, rok að Berufirði og svo töluvert mikið rok í Berufirði og alla leið á Höfn. Þá hélt ég að við værum sloppin úr mesta rokinu. En nei nei. Þá tók við versti kaflinn. Það er nokkra kílómetra kafli þar sem maður keyrir í "auðn". Svolítið frá öllum fjöllum en ég held að þetta sé ekki neinn sandur...eða já kannski var það sandur. En allavega, þegar maður horfði "upp landið" þá sá maður að fjöllin mynduðu langan dal sem endaði lengst uppi á jökli. Þannig að landslagið virkaði eins trekt og allir vindar Vatnajökuls tróðust þarna niður og reyndu af öllum mætti að blása okkur út af veginum. Ef það hefði verið vottur af hálku þá hefðum við flogið útaf. En sem betur fer var vegurinn auður og við höfðum þetta nú af. Veðrið skánaði mikið eftir þennan sand og við komumst til Reykjavíkur. 

Hugrún var búin að biðja mig um að koma suður með pasta sem var til á Egilsstöðum en hún hafði ekki fundið lengi í rvk. Ég var búin að kaupa pasta fyrir tæpar 4000 krónur. Pastað var í poka sem átti að fara út í bíl. Þegar við komum á Vesturgötuna og búin að fara með allt dótið inn þá ætlaði ég að fara og finna pastað fyrir Hugrúnu. Pokinn hafði ekki komið inn og Stefán (sem raðaði í bílinn og kom inn með allt úr skottinu) mundi ekkert eftir neinum poka. Êg spurði hann hvort að hann hefði nokkuð hent pokanum ! Það gat vel verið sagði hann. Þannig að ég hringdi í nágranna/samstarfskonu mína og bað hana (eða manninn hennar sem er frændi Stefáns) um að athuga í ruslið (ég meina fjögurþúsund kall af pasta !). Frétti að hann hefði gert það og ætlaði að fara að gramsa aðeins í ruslinu okkar þegar nágrannakona okkar kom út til að reykja og þá kunni hann ekki við að gramsa ;) En ég fann pastapokann í skottinu á bílnum stuttu seinna þegar ég ákvað að treysta Stefáni ekki og athuga einu sinni enn í bílinn. En góðir nágrannar ;)

Dagarnir fyrir jól fóru aðallega í það að kaupa jólagjafir og það sem vantaði fyrir brúðkaupið. Einnig að sækja kjólinn, fara í prufugreiðslu, förðun og allt það. Nóg að gera. Svo átti ég afmæli þarna einhverstaðar. Orðin 27 ára kelling. Held að það verði mjög gaman að vera 27. Mun skemmtilegra en að vera 26. Finn það á mér, verður jafn gaman ef ekki skemmtilegra en að vera 25 ! Og það er sko mikið ;) Það lofar bara svo góðu að vera 27. Það er sem á planinu er að gifta sig og eignast barn...verður ekki mikið merkilegra :)

Allavega. Jólin voru afskaplega hugguleg. Við vorum á Vesturgötunni og höfðum það afskaplega huggulegt. VIð fengum fínar gjafir. Meðal annars þrjár bækur (eina meðgöngubók sem Stefán las...duglegur), ég fékk slopp, prjónasett, tösku, tösku og myndir eftir Heiðu. Jólin fóru svo í át, lestur, sof og undirbúning fyrir brúðkaup ársins ;) Annan í jólum vöknuðum við snemma til að fara á æfingu í Dómkirkjunni. Æfingin gekk vel og við fengum leyfi til að gifta okkur. Þegar við yfirgáfum kirkjuna birtust vinir Stefáns einn af öðrum. Þeir rændu honum og steggjuðu hann á yfirvegaðann og virðulegan hátt. 

Á meðan Stefán var steggjaður fór ég með her fólks í salinn í Háteigskirkju og skreytti salinn. Það gekk voða vel. Litlu eplin voru krúttleg og jólaskrautið sem Daddi frændi reddaði var æðislegt. Og svo auðvitað Georg...(Georg Jensen aðventukransinn minn :) Fullt af kertum og krúttlegheitum. 

Brúðkaupsdagurinn var svo alveg yndislegur. Ég vaknaði, fór í sturtu, í hárgreiðslu, förðun og var svo reimuð í kjólinn. Við rúntuðum um bæinn og þegar klukkan var orðin mættum við í kirjuna. Ég var ekkert stressuð fyrir neinu en fæturnir mínir fóru að virka eitthvað kjánalega þegar ég gekk inn kirkjugólfið. Held að það hafi verið gólfið ;) Allavega, ég táraðist ekkert af því að ég var svo upptekin við að fljúga ekki á hausinn og brosa ekki eins og fífl :) En ég komst alla leið og í stólinn minn án vandræða. Athöfnin var falleg. Yndislegur prestur, fallegur söngur, fallegur píanóleikur, fallegir ljósmyndarar ;) og allt saman. Bjútífúl.  Ég var mest stressuð yfir því að koma ekki hringnum á mig af því að að var búið að hræða mig með því að ég fengi bjúg af öllum jólamatnum. Það var ekki vandamál, hendurnar mínar voru fínar. Ég hélt samt í smá stund að ég væri að giftast líki þegar ég tók í höndina á Stefáni. Hef aldrei haldið í svona kalda hönd áður ... einhver smá stressaður !! ;)

Veislan var líka alveg mögnuð. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona gaman að gifta sig ! Fullt af fólki sem okkur þykir vænt um, allir voða glaðir og kátir. Við höfðum áhyggjur af því að það yrðu engin skemmtiatriði, að við ættum ekki nógu hugrakka vini og fjölskyldu. En það var nú meiri vitleysan. Það var svo mikil dagskrá að við höfðum varla tíma til að heilsa uppá alla gestina. En ég vona allavega að allir hafi skemmt sér vel. Maturinn var ágætur. Mér fannst súpan of sölt en Stefáni fannst hún góð :) Ískakan var samt best.... En þetta var samt allt bara æðislegt. 

Við vorum í tvær nætur á Hótel Sögu og það var rosalega kósí. Ég var svo upptekin af því að hafa brúðkaupsdaginn vel skipulagðan og flottan að ég gleymdi helmingnum af því sem ég ætlaði að taka með mér á hótelið. Mig vantaði skó, yfirhöfn, tannbursta, hárbursta og eitthvað meira. Soldið kjánalegt. Mánudagurinn var svo alveg jafn yndislegur og sunnudagurinn. Við fengum morgunmat í rúmið og fórum svo í 20v sónar uppá landsspítala. Þar kíktum við í stæðsta pakkann og fengum að vita að allt væri í lagi í bumbunni minni og að það væri líklegast lítil stúlka að dafna þar. Svo fórum við að opna alla hina pakkana. Það var rosa gaman :) Við fengum svo mikið af fallegum gjöfum. Stefán var eiginlega í smá sjokku eftir að við vorum búin að opna alla pakkana. Við fengum myndir, hrærivél, skálar og diska í stellið sem ég valdi, rosendahl skálar, bakka og hnífapör, hnífaparatösku, vog, pönnu, Eva Solo tekönnu og kælikönnu, kökudiska og ég veit ekki hvað og hvað. Ferlega flott allt saman. Við fengum líka peninga og gjafakort og notuðum það meðal annars til að kaupa okkur þrjár góðar ferðatöskur. Mjög skynsamlega valið að mínu mati. 

Áramótin okkar voru ansi fjölbreytt. Við fórum í mat til tengdó, eftirmat og skaup hjá systkinum Stefáns og svo sprengjur og áramótin sjálf á Vesturgötunni. Verð að viðurkenna að mér leiðast svona áramót. Ég vil hitta alla og vil ekki þurfa að velja á milli, en vá hvað það er miklu meira kósí að vera á einum stað. En vesenið var svosem mér og mínum að kenna fyrst þau þurftu að vera með svona "risapartý" :)

Við lögðum af stað aftur austur sunnudaginn 3.jan. Þá keyrðum við á Akureyri og gistum þar í eina nótt hjá Urði, Ragnari og Árvöku. Þau voru svo yndisleg að leyfa okkur að gista eina nótt þar sem ég fór í smá aðgerð á fætinum á mánudagsmorgni. Þetta átti upphaflega að vera lítil aðgerð, smá svæfing og farin heim tveim tímum eftir komu. En þar sem ég er ekki kona einsömul þá mátti ekki svæfa mig. Læknirinn talaði alltaf um staðdeyfingu. Ég hélt að ég myndi þá mæta á sjúkrahúsið, lyfta upp skálminni, fá sprautu og vera svo skorin. Umm nei... Mín var bara sett í mænudeyfingu. Spítalaföt, næring í æð, dauð fyrir neðan mitti og allur pakkinn. Og þar fyrir 20 mín aðgerð. Soldið ýkt. Og vá hvað þetta er óþægileg deyfing. Alveg dauð og gat ekki fyrir mitt litla líf hreyft mig eða fundið neitt fyrir neðan brjóstin. Vá hvað mér fannst þetta óþægilegt. Og ég var fjóra tíma á vöknun að bíða eftir að fá fullan mátt í fæturna. En hvað gerir maður ekki til að litlu skrítlunni líði sem best í bumbunni. Já og það sem var skorið og tekið úr mér var eitthvað bandvefsþykkildi sem var í taugaslíðrinu. Góðkynja og ætti ekki að vera til vandræða aftur. 

Og ég er loksins farin að finna fyrir litla lífinu í bumbunni. Fôr að finna smá hreyfingar þegar ég var komin 20v og er farin að finna fyrir þeim á hverjum degi núna (komin 23v). Það er voða gaman. Stefán fann meira að segja eitt gott spart í fyrradag. Annars er þetta ekki svo kraftmikið að maður finni alltaf að utan, enda vel fóðrað :) Ég var að þrífa á laugardaginn og byrjaði að ryksuga. Stoppaði í smá stund til að kíkja á sjónvarpið. Litlan mín sparkaði og sparkaði á meðan ég sat og hrofði. Ég held að hún hafi verið að segja mér að slaka á og láta Stefán ryksuga...Stefán segir að hún hafi verið að sparka mér áfram... túlkunaratriði :)  

Jæja læt þetta nægja, held að ég sé komin með lengstu bloggfærslu ever...enda mikið um að vera :)


Smáblogg

Komin tæpar 19 vikur og ennþá engar hreyfingar. Oh. Mjög mjög eðlilegt að finna ekkert fyrr en etv eftir 22 vikur en ég vil finna hreyfingar...NÚNA. Piff...lélegi tilfinningalausi líkami.

Annars er ég bara góð. Er að vona að ég nái einni viku núna án þess að kasta upp. Alveg að takast, vey. Brúðkaupið er eftir nokkra daga...ó mæ god hvað tíminn líður. Við erum búin að fara í prestaviðtalið og nú er bara að setja upp smá athafnardagskrá svo fólk viti hvað er að gerast í kirkjunni (og að sjálfsögðu miklu miklu miklu meira).

Við Stefán ætlum suður um helgina og þá taka við jólagjafakaup ársins. Merkilegt hvað mér finnst það ójólalegt að komast ekki í Kringluna/Smáralind að labba og skoða og dóla mér. Hlakka til að komast í jólaösina í bænum ;) Spurning hvort að maður komist á einhverja jólatónleika eða eitthvað. Veiturekki. 

 En hlakka til jólanna as always. 

 Ég hef annars ekki verið að gera neitt sérstakt. Það var jólaball á leikskólanum í dag. Ég fór í jólakjólnum mínum. Voða fín eitthvað. Var svo ennþá í kjólnum þegar ég var að elda og fannst eins og ég væri að elda jólamatinn. Ferlega skemmtileg stemmning að elda svona fínn :)


Labb í slabbi er leiðinlegt

Ég er svo þreyttur... Ég var nefninlega svo dugleg í dag að ég labbaði úr vinunni í Kaupfélagið og svo heim. Sem er í raun ekki frásögum færandi þar sem ég hef oft gert það áður. Merkilegi parturinn er að það var ömurleg færð (slabb og þungur snjór), ég var of vel klædd og ég keypti þunga hluti í búðinni. Held að ég hafi aldrei verið eins lengi að ganga heim eins og í dag. Sem var reyndar viljandi gert svo að ég myndi ekki deyja í leiðinni. Það hefði nefninlega verið frekar leiðinlegt !! Já og ég hef lítið hreyft mig að viti síðustu vikur sökum þreytu og stundum vanlíðunar. Enda fór ég í þennan göngutúr með því hugarfari að ég hefði gott af þessu Halo

 Við fórum i 16 vikna mæðraskoðun í gær. Það gekk mjög vel. Gaman að spjalla við ljósuna mína. Við ræddum m.a. um ógleðina mína og hina ýmsu verki og fylgikvilla þess að vera með stækkandi einstakling inni í sér. Ég er rosa hraust (miðað við blóðprufur og svoleiðis mælingar). Svo reyndum við að heyra hjartsláttinn í krílinu. Það tók tíma ! Svo virðist vera sem að fylgjan sé að framan hjá mér. Bögg....þá er líklegra að það sé langt þangað til ég finn hreyfingar. Búhú. Og það gerði það að verkum að ljósan var lengi að finna hjartslátt. Heyrðum 2-3 spörk áður en við fundum hjartslátt. Svo var hjartað mitt með svo mikil læti að tækið nennti ekki að leita að öðrum hljóðum. Gaman að þessu. Næst er það bara 20 vikna sónarinn í lok desember. Við ætlum að vita kynið...spurning hvort að þið fáið að vita það !!!


A goose

Núna er ég í vondu skapi. Var búin að blogga og svo ákvað tölvan að hegða sér eins og fáviti og þá datt færslan mín út. Og Stefán böggar mig með ráðum og hótunum um að taka tölvuna af mér. Eins og það hjálpi. Pfff.

Eníhús. Kominn mánuður síðan ég bloggaði síðast. Er bloggið að deyja ?? Neeeeeei ég mótmæli af veikum mætti. Ástæðan fyrir því að ég hef verið svona löt að blogga er einfaldlega sú að ég er ólétt og hefur liðið illa í samræmi við það.  Ógleðin mín hefur samt minnkað yfir daginn en ég er ennþá ælandi á morgnanna. Held að það hætti aldrei....ljótans. En á meðan þetta heldur sig við morgnanna þá væli ég ekki mikið. Lýg því...væli fullt.

Annars hef ég ekki verið að gera mikið. Fór til Reykjavikur í byrjun mánaðar til að slaka á og undirbúa brúðkaup. Skoðaði salinn, hringa, blómabúðir og kjóla. Fann allt saman, vey. Erum líka komin með veislustjóra, ljósmyndara og matseðil. AAaaaallt að gerast.  Vonandi verður þetta bara gaman. 

Eftir vikudvöl í bænum fór ég aftur austur til að taka þátt í Stúdentamóti KSF sem var haldið á Egilsstöðum. Alltaf gaman að fá Reykvíkinga austur. 

Síðustu helgi ætlaði ég svo að eyða rosalega mikið alein heima og þrífa. Ætlaði að vera búin að því fyrir næstu helgi svo ég gæti sett upp svolítið jólaskraut. En þá var mér bara rænt. Lögreglan mætti heim til mín klukkan korter í tíu á laugardagsmorgni og vildi fá mig í skýrslutöku út af umferðaróhappi við leikskólann. Lítið mál að gera það svo lengi sem ég fengi að klæða mig fyrst. Svo bara rétti löggimann mér poka og bréf með uppýsingum um það ætti að gæsa mig þennan dag. Ég mátti fara inn og ná í smá drasl áður en löggimann keyrði mig út á flugvöll. Svo átti ég að leysa sudoku þraut í vélinni sem ég gat með engu móti gert þar sem það er voða langt síðan ég hef gert það síðast og ég var stressuð!!!

Hópur stúlkna klæddi mig í vængi og skikkju og fór með mig niður í bæ að angra saklaust fólk. Karlmenn tóku mér vel en konurnar panikkuðu !! Lélegu kellingar. Misstu skyndilega minnið þegar ég yrti á þær, ppffffff. Við fórum svo í bláa lónið, að borða á caruso og svo í leikhús að sjá Sannleikann með Pétri Jóhanni. Ljómandi góður dagur í góðra vinkvenna, systra og frænku hópi. Þyrftum að gera svona oftar....made me feal special. Toppurinn var svo að ná að kíkja í afmæli til ömmu á sunnudeginum áður en ég flaug heim.  Góð helgi...þó ég eigi reyndar ennþá eftir að þrífa. 

Later...


Ojjjj slátur....

Var að fylgjast með sláturgerð í dag. Held að það hafi verið töluverð mistök þar sem ég get eiginlega ekki hugsað mér að borða afraksturinn. Ég tók nú ekki þátt í keppa saumi eða blöndun efnanna...einfaldlega af því að mig langar ekki til þess. En eins og ég sagði .... langar ekki til að borða afraksturinn....spurning hvað það mun taka mig langan tíma að gleyma þessu.  Stefán var ansi öflugur í sauminum...sem gerir það að verkum að ég mun ekki sauma neitt fyrir hann aftur, hann getur greinilega gert þetta sjálfur.

Ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi. Var bara að slaka á í faðmi fjölskyldunnar. Nennti ekki að leita að neinu öðru fólki. Það var gífurlega ljúft. Heimsótti reyndar Kringluna og Smáralindina aðeins en þeir staðir eru nú hluti af fjölskyldunni. Sat svo bara "heima" á laugardagskvöldið og saumaði peysur og hafði það kósí :)

Loved it. Kem svo aftur í byrjun nóvember. Sjáumst þá ;)


Góður draumur maður...

Seinni helgi fermingarbúðanna gekk vel. Börnin fóru að sofa þegar þeim var sagt að gera það. Eða ég veit ekki betur. Einhverjar sögur voru um það að einhverjir hefðu farið út um nóttina en þá hafa þeir gert það hljóðlega svo mér er sama. Vona þá bara að þeim hafi orðið kallt á tánum.

Mig er farið að dreyma ansi undarlega og í nokkurskonar bíómyndastíl. Í nótt dreymdi mig að ég og Stefán værum, jah, glæpamenn. Við svindluðum á fólki og í einhverjum tilvikum drápum við það. Ætli við höfum ekki verið svona leiguglæpamenn. En það merkilega var hvernig við fengum skilaboð um hvað við ættum að gera (veit ekkert frá hverjum, var eins og við værum að þessu fyrir okkur en fengum samt skilaboð frá einhverjum).  Við fengum semsagt skilaboð í gegnum sítrónur ! Skærgular fullkomnar sítrónur með grænu laufi á. Man nú ekki hvernig við fengum þessar sítrónur alltaf en allavega í eitt skipti stóðum við á brú (svona eins og er yfir Tjörnina í rvk) og Hannes Hólmsteinn Gissurarson sigldi undir brúna á árabát og rétti okkur sítrónuna á priki.  Stuttu eftir það þá ræddi ég við Stefán að ég vildi hætta þessum bissness...fannst ekki fallegt að vera að svindla á fólki. Hann tók því ekki alveg nógu vel....en þá vaknaði ég.  Spes...

 Mig hefur dreymt tvo svona greinilega sögudrauma eftir þetta...veit ekki alveg hvað er í gangi í hausnum á mér....


Fermingar

Ég var um helgina voru fermingarbúðir á Eiðum. Stefán Bogi var þar alla helgina að reyna að kenna þessum börnum eitthvað um Jesú. Greinilegt að það veitti ekki af þar sem einhver börn voru sannfærð um það að Móses væri sonum Jesú !!!  En ég var sem sagt þarna á næturvöktum. Sem var alveg ágætt, ekkert vesen á þessum börnum. Bara smá kjaftagangur fram eftir nóttu. Að lokum hótaði ég síðasta herberginu sem var ekki var sofnað (stelpur) að ef ég heyrði eitt hljóð í viðbót þá myndi ég sitja í dyrunum þangað til þær sofnuðu. Það virkaði fínt. i

Eitt sem ég fór að pæla í ... Nú eru íslendingar frekar kaldhæðin þjóð. Hvenær þróast eiginlega kaldhæðnin í börnum ?? Ein stelpa spurði mig á föstudagskvöldinu hvort hún mætti fara á klósettið um nóttina. Ég sagði nei. Það datt af henni andlitið. Að hún skyldi trúa mér... ég varð alveg steinhissa á þessu. Stefán vill meina að þetta komi í fyrsta lagi 16 ára....ferlega er fólk seinþroska eitthvað...

Shitt ég fattaði í dag að það eru bara einhverjar 13 vikur til jóla. OMG og ég á eftir að undirbúa brúðkaup... Herregud...


Fyrir afa

Ég var að tala við mömmu mína í símann. Hún sagði að afi vildi fleiri blogg frá mér. Meiri frekjan í þessum kalli. Ég hef ekkert merkilegt að segja....ekki það að blogg þurfi alltaf að vera merkileg. Ég hringdi í mömmu til að minna hana á loforð sem hún gaf mér í fyrra. Þá fóru þær allar, mamma Hugrún og Heiða til London. Mamma sagði að hún myndi bjóða mér einhverntíma til Reykjavíkur í staðin. Og það hefur ennþá ekki gerst. Og ég mundi þetta skyndilega í kvöld þegar mig langaði geðveikt til rvk en hafði í raun enga ástæðu til þess...og ég hef því miður ekki efni á ástæðulausum ferðum í bæinn. Þannig að ég fékk mömmuna mína til að bjóða mér til rvk í október. Sjibbí...er strax orðin voða spennt. Fæ svona Reykjavíkur löngun reglulega. Og við Stefán verðum meira að segja á suðvesturhorninu á sama tíma. Hann reyndar í Keflavík þar sem hann er eitthvað að þvælast á einhverju vinnuþingi...en what ever. Ég get böggað hann í flugvélinni.

 Ég hef verið dugleg að mæta í ræktina og blak síðustu tvær vikur. Er orðin svo hrikalega þung að eitthvað varð að gera. Hef verið að mæta í Body Pump tíma sem eru svona tímar þar sem unnið er með lóð allan tímann. Hefur gengið vel þangað til á fimmtudaginn. Þá fékk ég allt í einu svaka sáran sting í rófubeinið...af öllum beinum. Og maður á ekkert að fá illt í rófubeinið. Nema það hafi skaðast einhvertíma áður. Sem fékk mig til að pæla hvort að ég hefði meitt það eitthvað í fyrra vetur þegar ég var alltaf að detta. Ég hreyfði mig nánast ekkert síðasta vetur þannig að það gæti nú alveg verið að ég væri að finna fyrir því núna. Veiturekki...     Ú ég er orðin "rosa góð" í blaki. Hitti boltann alveg rosalega oft og ég held að ég sé hætt að hoppa eins og asni ;)

Læt þetta nægja í bili. Reyna að blogga oftar í staðin :D

 


Haustið að koma.

Ég er ein heima. Mér finnst það mjög huggulegt svona á kvöldin en ekki alveg eins skemmtilegt um helgar. Hmm, var að fatta að ég verð ein heima næstu helgi líka. Damn... Var samt dugleg í dag. Fór í sund í hádeginu og synti kílómeter. Þar af hálfan með froskalöppum...það er nú bara eins og að hlaupa sprett í vatni. Æðilegar græjur. Ég steig á viktina í fyrsta sinn síðan í sumar og þyngd mín hefur hefur náð nýjum hæðum/lægðum. Held í vonina um að botninum sé náð. Þarf að gera eitthvað núna svo að eina lausnin verði ekki hjáveituaðgerð eftir ca. fjögur ár ! Enda synt ég þennan kílómeter af fullum krafti Wink 

Eftir sundið fór ég með, jah...vinum Stefáns sem ég verð nú kannski að fara að kalla vini mína, í Mjóanes. Þar getur maður tekið upp kartöflur, rófur og gulrætur fyrir smá pening. Það var bara alveg ferlega skemmtilegt. Vá hvað það er langt síðan ég hef tekið upp kartöflur. En ég hef aldrei áður svo ég muni tekið upp gulrætur og er það jafnvel skemmtilegra. Næst ætlar þetta ágæta fólk að taka slátur...veit ekki hvort að ég sé jafn spennt fyrir því ....

Landsbyggðin er klárlega að ná tökum á mér...farin að taka upp grænmeti, fylgjast með sultugerð (Þorgeir og Hlín voru að sulta), smala og prjóna. Ég er farin að hlakka mikið til að smala og sauðast. Stefán hlakkar ekki eins mikið til, en honum rennur blóð til skyldunnar, eins og hann orðaði það. Held að hann sé bara soldið kvekktur eftir að hafa "týnst" síðast Tounge

Um miðjan ágúst komu Hugrún og Heiða í heimsókn hingað austur. Þær eru klárlega furðulegustu gestir sem ég hef fengið. Þær vildu helst ekkert gera annað en að vera heima hjá mér að horfa á dvd, Hugrún að prjóna og Heiða í tölvunni og tuðandi yfir því að austurland væri leiðinlegt. Ég dró þær í bíltúr upp í Sænautasel til að sækja göngugarpinn Stefán. Hann hafði farið í göngu um Jökuldalsheiðina og var í tjaldi eina nótt. Aleinn uppi á heiði...furðufugl sem hann getur verið. Og uppi á heiði var bakpokanum hans stolið. Með tjaldinu, svefnpokanum, fötum, eldunargræjum og bara öllu saman. Merkilegt hvað sumir geta verið óheppnir. Ég held enn í vonina um að einhver eigi eftir að skila pokanum. Ég setti auglýsingu í Dagskrána á austurlandi í vikunni og vona að einhver viti um pokann. Trúi því ennþá ekki að einhver vilji stela svona poka !!!

En já, helgin með systrunum. Við fórum líka með þær niður á Borgarfjörð. Það var þoka þar og rigning svo það var ekki mjög spennandi. En við fórum á pub-quiz sem var mjög skemmtilegt. Stefán Bogi og Heiða unnu keppnina og fengu bjórkippu að launum. Heiða undir aldri og Stefán hættur. Mjög viðeigandi. Og við Hugrún gátum bjórspurninguna (og Stefán líka) svo við vorum allt í einu komin með 10 bjóra, og engin okkar drekkur bjór (eða mátti það ekki). Skemmtilegt. Góðir gestir.

Síðustu helgi skelltum við okkur í Loðmundarfjörð með ljóðahópnum hans Stefáns og gestum. Það var ferlega gaman. Ég var svolítið hrædd við að fara á föstudeginum þar sem það var svo mikil rigning. Fyrir nokkrum vikum fór vegurinn í Lommann nefninlega í sundur á þremur stöðum vegna rigninga. Ég var ekki alveg tilbúin að vera föst í Lommanum. En það varð allt í lagi. Fórum á föstudegi í leiðindarveðri. Ég fór samt í smá berjamó í roki og rigningu. Týndi nokkur  ber í pott og kjammsaði svo á þeim á leiðinni í skálann. Góð ber. Á laugardeginum var nú betra veður og þá fórum við í göngurtúr í fjöruna. Og svo fórum við heim. Ég hefði nú viljað vera aðra nótt í Lommanum en það var ekki í boði þetta skiptið.

Annars er nú ekki mikið meira að frétta af mér og mínum. Eða jú, Stefán er orðinn kennari. Magnað.

Brúðkaupsundirbúningur í fullum gangi í hausnum á okkur og mömmu. Allt að gerast.  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband