Enn um bumbur

Jahá. Það er greinilega komið vor. Ekki nóg með það að grasið og gróðurinn sé farinn að spretta heldur virðast bumbur spretta upp út um allt með vorinu. Ég fór í sund áðan og ég er ekki að ýkja þetta, önnur hver kona var með óléttubumbu. Þriðja hver kona var svo með ungt barn. Við hinar vorum svona fimm í allri sundlauginni (salalaug í kópavogi á góðum degi þannig að það var slatti af fólki að spóka sig í sólinni !!!) Já það er greinilegt að íslendingar hafa ekki mikið annað að gera dimmustu mánuði ársins! Er svo ekki hund leiðinlegt að eiga afmæli um sumar. Helmingurinn af vinum og vandamönnum í sumarfríi einhverstaðar annars staðar ??? Ekki það að ég eigi afmæli á hentugasta tíma ársins. 22.desember er oft voða bussy hjá fólki af einhverjum ástæðum, mætti halda að það væru að koma jól!!! Svo hlítur að vera stressandi að eiga von á sér um mitt sumar, ætli það komi ekki að því bráðum að fæðingardeildinni verði lokað yfir sumartímann eins og sumum öðrum deildum. Ok núna er ég kannski komin út í vitleysu, en ég held að það sé öllum ljóst að ef mér tekst að "plana" barneignir þá verður óléttu bumbunni helst ekki skartað yfir sumartímann, nema þá til að vera sæt í óléttukjól .... hmmm, gleymdi að taka það með í jöfnuna.

Mér finnst ég alltaf vera að blogga um bumbur núna. Annað hvort með börnum inní eða ekki. Merkilegt hvað þetta hangir yfir mér. Bara svo að engar vangaveltur fari á stjá þá er ég jú með bumbu en það býr enginn þar hvorki í lengri né styttri tíma Tounge

Er að skrifa þetta hjá mömmu. Internetið er bilað hjá okkur heima. Af hverju ætli það sé bilað ?? hugsar kannski einhver. Ég skal segja ykkur það. Kattarkvikindið mitt er búið að naga snúruna í sundur...á nokkrum stöðum. Pabbi spurði hvort hann væri þá ekki orðinn fullur af upplýsingum !!! Þar vitiði hvaðan ég hef skopskynið Blush Veit að það er ekki mikið mál að kaupa nýja snúru, enda er það á planinu. Erum bara ekki búin að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að reyna aftur að skilja eftir komment. Ég er búin að reyna það oft en þið Stefán Bogi sögðuð að það væri ekkert mál. Ef þetta tekst núna þá fer ég að skrifa oftar komment þegar ég hef eitthvað að segja  Sjáumst skvís

Elín (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Guðrún

Ég hef heyrt þá kenningu að allir verði óléttir um verslunarmannahelgina, þessvegna séu maí börn svona algeng... allavegana stress á mér að fara í öll þessi afmæli núna og að þurfamuna eftir öllu þessu.... en ætli það sé ekki önnur pæling.

Guðrún , 8.5.2007 kl. 12:52

3 identicon

Til hamingju með nýja bloggið þitt ;) ...og já, ég les það stundum en commenta ekki nógu oft... skal reyna að bæta mig en lofa engu ;)

Jóhanna Steins. (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband