Snúran komin í hús (reyndar fyrir löngu !!)

Jæja þá er aftur komið internetsamband heima hjá mér. Búin að kaupa nýja snúru og spreyja hana með ótakmörkuðu magni af kisufælu (sem virkar nú bara stundum og í takmarkaðan tíma!).  Í fleiri kisufréttum er það markverðast að ég er að reyna að leyfa kisanum mínum að fara út. Hann hefur verið að fara út í pínu og pínu stund en ég þori aldrei að skilja hann eftir úti. En honum finnst rosa gaman að hlaupa úti. Ég ætlaði að reyna að vera svolítið klár og keypri svona "út að labba með köttinn" ól. Ég hef nú ekki ætlað mér að fara með hann í göngutúr en ég ætlaði að leyfa honum að vera úti bundinn við tré. Ég hef sett hann út tvisvar með þessa græju og það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. Köturinn fattar ekki að hann sé bundinn og skilur ekkert í þessu skerta ferðafrelsi allt í einu. Ég er nú alltaf með augun á honum en á fimmtudaginn kom ég að honum þar sem hann var búinn að festa sig í runna en ég held að hann hafi flúið þangað undan öðrum stærri ketti sem var þarna á vappi. Voðalega umkomulaus greyið. Veit ekki hvort ég eigi eftir að nota þetta áfram Errm

Síðasta föstudag fórum við Stefán Bogi út að borða í tilefni þess að námskeiðið sem hann var á var búið. Skelltum okkur svo aðeins í bæinn. Það var voða gaman. Hitti vin pabba í voða hressan á bar, það var eitthvað skondið og skemmtilegt við það. Ég hef samt verið eitthvað óvenju sexy þessa helgina!! Þegar ég var á barnum kemur einhver drukkinn strákur aftanað mér og spyr mig hvort að ég hafi ekki verið í ungfrú ísland. Ég sagðist ekki muna eftir því. Hefði samt átt að segja, jú, Unnur Birna heiti ég!! Haha, það hefði verið fyndið. En svo var ég að hjálpa til hjá ungum framsóknarmönnum á laugardaginn og þar var einhver franskur maður að spjalla við mig. Hann hætti því þegar hann komst að því að ég væri í sambúð. Skemmtilega augljóst.

Smá um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (svona til að vera með). Mér finnst þessi umræða um ausur evrópsku mafíuna #$"/%%& alveg hund leiðinleg. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að lögin frá austur evrópu komist áfram. Þessi lönd eru bara orðin svo mörg.  Norðurlöndin hafa hingað til verið dugleg við að veita hverju öðru stig og engum finnst það óeðlilegt. Ég held ekki að þetta sé óeðlileg frændsemi sem hér sé í gangi. Ég held einfaldlega að lönd sem eru nálægt hverju öðru og eru hugsanlega með að einhverju leiti sameiginlega menningarsögu hafi svipaðann tónlistarsmekk. Þetta er samt klárlega ferlega leiðinlegt og ég styð það að reglunum verði breytt þannig að ca. jafn mörg lönd frá austur og vestur evrópu í úrslitum. En plís ekki þetta væl um einhverja mafíu !!Sick

Ég fór svo í  morgun niður í bæ að horfa á Risessuna og pabba hennar. Ekkert smá flott. Ég var alveg heilluð af því að horfa á brúðuna og sérsteklega fólkið sem stjórnaði henni. Ég sá gelluna meðal annars fara í sturtu, "klæða sig", gera leikfimi æfingar og sleikja sleikjó. Rosa skemmtilegt. Faðir hennar var ekki eins hress, enda er hann búinn að dunda sér við að skemma bíla og strætisvagna í Reykjavík. Hann hrækti á fólk hægri vinstri. Mér fannst það kúl.  Á meðan Risessan sat á Austurvelli og hvíldi sig þá fór ég og kaus. Er ennþá með lögheimili hjá mömmu og pabba. Er alveg að fara að skipta Joyful Kósí laugardagur hjá mér. Svo er það bara evróvision í kvöld og spennó kostningar. Jahú Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband