Kústur

Þar sem ég hef bloggað mikið um kisann minn undandarið þá ætla ég bara að halda því áfram. Það er nefninlega einhver vondur grábröndóttur fressköttur sem leggur Kústinn minn í einelti. Held að hann ráðist á Kúst þegar Kústur er að verja heimilið sitt og matinn sinn. Held að aumingja Kústurinn minn tapi alltaf þar sem það er oft búið að éta allan matinn. Á sunnudaginn þegar ég kom heim þá var kisinn minn aumingjalegur. Hann hvæssti á mig þegar ég tók hann upp og vældi þegar ég kom við hann á ákveðnum stöðum. Ég var að vona að hann væri kannski bara marinn eins og hann virtist vera í síðustu viku þegar hann var að slást en hann var ekkert skárri í gær. Þannig að ég fór með hann til dýralæknis. Þar fann dýralæknirinn tvö bit og hann er líklegast með sýkingu þar sem hann var með hita (eyrun hans voru svo heit...sniðugt). Þannig að það var potað í hann og hann fékk tvær sprautur, eiginlega þrjár þar sem sama efninu var sprautað í hann tvisvar. Sýklalyf og bólgueyðandi+verkjastillandi. Honum leið nú sem betur fer betur við það. Núna þarf ég að vera voða vond við hann í fimm daga þar sem ég þarf að neyða ofaní hann sýklalyfjum. OG ég er rosa upptekin þessa vikuna í vinnu svo ég get ekki knúsað sjúklinginn eins mikið og ég vildi.

Það er erfitt að vera kisumamma Pouty

Til hamingju með afmælið Stefán Bogi InLoveKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.

 Vildi bara óska þér til hamingju með Stefán Boga. Þú mátt líka óska honum til hamingju frá mér by the way. Leitt að heyra með köttinn þinn. Vona að hann nái sér. Við erfðum kött þegar við komum hingað út þannig að nú erum við "kattar vinir" :) Jejj.

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 17:22

2 identicon

Æhhh... litla músin

Eva (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband