Útvarp

Stundum held ég að útvarpið tali við mig. Þegar ég var að prufukeyra Poloinn minn þá kom lag með Sítamóral í útvarpið. Þá vissi ég sko að þetta væri bíllinn fyrir mig. Enda reyndist hann mér vel á meðan hann lifði.

Síðustu tvo daga hef ég verið að hlusta á lagið Þrek og tár, sungið af Hauk eða Bubba Morthens. Ótrúlega fallegt lag og textinn alveg æðislegur, fallegur en líka mjög sorglegur. Mér þykir líka sérstaklega vænt um lagið þar sem þetta var uppáhalds lagið hennar ömmu og Haukur var uppáhalds söngvarinn hennar. Lagið var svo sungið í jarðarförinni hennar fyrir sex árum. Ég var að hugsa mikið til ömmu í gær þegar ég var að hlusta á lagið og hvað ég saknaði nú gömlu kellingarinnar. Margt sem mig langaði til að vita meira sem ég hafi ekki hvorki aldur til né vit á að spyrja um. Lagið fékk mig til að hugsa um það þar sem ég held að amma hafi séð sjálfa sig svolítið sem persónuna í laginu. Tengingin við útvarpið....var í vinnunni í morgun að hlusta á Rás 2 (rás sem ég hlusta nánast aldrei á og rásin sem amma hlustaði alltaf á) þegar Þrek og Tár með Bubba er spilað.....held að amma hafi verið að heilsa mér Joyful

ÞREK OG TÁR

Viltu með mér vaka er blómin sofa
vina mín og ganga suður að tjörn.
Þar í laut við lágan eigum kofa.
Lékum við þar okkur saman börn.
Þar við gættum fjár um fölvar nætur
fallegt var þar út við hólinn minn.
Hvort er sem mér sýnist að þú grætur.
Seg mér hví er dapur hugur þinn.

Hví ég græt og burt er æskan bjarta
bernsku minnar dáin sérhver rós.
Það er sárt í sínu unga hjarta
að sjá hve slokkna öll þín skærstu ljós.
Ó hve fegin vildi ég verða aftur
vorsins barn og hérna leika mér.
Nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur
þunga sorg á herðum mér ég ber.

Hvað þá gráta gamla æsku drauma,
gamla drauma bara ór og tár.
Láttu þrekið þrífa stýristauma.
Það er hægt að kljúfa lífsins ár.
Kemur ekki vor að liðnum vetri?
Vakni ei nýjar rósir sumar hvert?
Voru hinar fyrri fegri betri?
Feld'ei tár en glöð og hugrökk vert.

Þú átt gott þú þekkir ekki sárin,
þekkir ei né skilur hjartans mál.
Þrek er gull en gull eru líka tárin,
guðleg svölun hverri þreyttri sál.
Stundum þeim er þrekið brýnt og kraftur
þögul höfuð féllu tár um kinn.
En sama rósin sprettur aldrei aftur,
þótt önnur fegri skreyti veginn þinn.

Texti: Guðmundur Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Gullfallegt!

Þorgeir Arason, 19.10.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband