Penisilín, pensilín!!

Ég hef ekkert merkilegt að segja. Lífið heldur áfram sinn vanagang, hvort sem ég ýti á eftir því eða ekki. Ég er með sýkingu í litlu tánni minni. Það er ekki gott, mig klæjar og svíður. Fór til læknis og fékk sýklalyf. Ekki gamana að vera með pensilín ofnæmi þegar mann vantar sýklalyf. Læknirinn lýsti þessu líka stórgóða og merkilega lyfi sem ég átti að fá. Spurði svo óvart hvort ég væri með ofnæmi fyrir einhverju. Þá mundi ég það allt í einu (frekar mikilvægt þegar um er að ræða sýklalyf) að ég væri með ofnæmi fyrir pensilíni. Þá þurfti hún að leita í bókinni sinni af einhverju sem ekki var með pensilíni. Mér fannst allt í einu eins og ég væri að fá annars flokks vöru. Bú!

Núna er ég að leita af ofnæmislækni til að athuga hvort að ég sé ennþá með þetta ofnæmi. Var nefninlega voða voða lítil þegar ég fékk pensilín síðast. Hef sem betur fer ekki verið mikið í sýklalyfjum í gegnum tíðina. En það er ekki eins auðvellt og maður myndi halda að finna svona lækni. Allir virðast vera barnalæknar... greinilega bara börn sem geta verið með ofnæmi !

Núna fara jólaauglýsingarnar að streyma inn. Ég er eiginlega farin að hlakka til. Jólin eru nefninlega svo yndislegur tími. Ef maður er ekki að deyja úr stressi eða peningaáhyggjum eða einhverju svoleiðis leiðindarríi. Við förum til Kaupmannahafnar aðra helgina í desember. Ég vona að við getum farið í tívolíið í myrkrinu og séð jólaljósin. Ég er farin að hlakka svaka mikið til þar sem við erum að gista á fínu fimm stjörnu hóteli. Hef aldrei gist á svona fínu hóteli áður. Gaman gaman. Margt skemmtilegt í stjörnunum hjá okkur í desember InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband