Kjöben

Ég er löngu komin heim. Ég hef einu sinni áður komið til Kaupmannahafnar. Ég var löngu búin að gleyma því hvað þetta var skemmtileg borg. Sá nú reyndar ekki mikið meira af henni en Strikið og næstu verslunargötur...en þær voru skemmtilegar. Verst að það er ekkert ódýrara að versla þar heldur en hérna heima. En það var nú öðruvísi úrval og H&M. Ég missti mig aðeins í þeirri búð...eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár. Það var mjög skemmtilegt. Við borðuðum tvisvar á ágætis veitingarstöðum og skemmtum okkur hið besta með "gamla" fólkinu (þau voru öll á svipuðum aldri og foreldrar mínir).

Svo fórum við í annað jólaboð hjá þingflokki framsóknarflokksins á mánudaginn. Það var líka mjög gaman. Mér finnst við vera farin að vera með svo virðulegu fólki við Stefán Bogi. Fínum lögfræðingum og svo þingmönnum og fyrrverandi ráðherrum. Stefán sagði að við værum orðin svo hipp og kúl.... ég var nú ekki alveg sammála því að þetta væri beint hipp og kúl fólk. Meira svona virðulegt og kannski áhrifamikið. En pottþétt ekki hipp og kúl.

Núna er föstudagur og það er brjálað veður. Það er einn þjónusunotandi í húsinu. Hann er sá sem yrði sendur hinguð þó að húsið brynni ofan af okkur. Ferðaþjónustan hætti að keyra í morgun og allir voru sendir heim. Voða næs fyrir okkur Wink Mig langar rosalega að fara heim og slappa af í stofunni með góðan mat, vídjó og teppi. En þá er ég búin að skrá mig á einhvað jólahlaðborð með Hulduhlíðinni á hótel sögu. Er eiginlega að vona að því sé frestað....nenni ekki út aftur Pinch 

Keypti litla kertastjakann í flugvélinni heim. Sá stóri var ekki til. Á ekki pening til að kaupa þennan stóra. Vona bara að þeir haldi áfram að selja hann eftir jól.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband