Jólin á morgun

Ég er orðin hálf þrítug. Skil ekki af hverju 25 er hálf þrítugt. Held að öllum finnist meira vit í því að 25 sé hálf fimmtugt. En þetta las ég einu sinni í orðabók...ú eða í trivial...man það ekki alveg akkúrat núna. En afmælisdagurinn minn var alveg ljómandi fínn. Það komu miklu fleiri og fengu sér vöfflu heldur en ég hélt. Alveg yfir tuttugu Grin Og ég fékk fullt af afmælisgjöfum. T.d. ipod, skóna sem ég er búin að ganga á síðasta mánuðinn, tösku, maskara, skál, fondú pott, málverk, vínflösku í snjókallabúning, spil, kaffisýróp, kertastjaka, eyrnalokka og eitthvað meira. Vöfflurnar mínar voru góðar þannig að ég held að allir hafi farið sáttir frá þessu vöfflukaffi mínu. Mér fannst allavega gaman.

Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í nokkur ár sem ég fer ekki í bæinn á þorláksmessukvöld. Ég gleymdi að koma í réttu skónum og ég nenni ekki að fljúga á hausinn í bænum. Og ég er líka komin með hálsbólgu þannig að ég ætla ekki að hætta á meiri veikindi núna yfir jólin. Var veik síðustu jól á jóladagskvöld, annan og þriðja í jólum. Það var ekki gaman. Þannig að núna á bara að slappa af. Ég þreif aðeins heima áðan og sendi Stefán Boga í Bónus og í Garðheima. Í Garðheimum átti hann að kaupa kattasand. Hann kom heim með stórt jólaté. Jólatréð er það stórt að það tekur hálfa stofuna. Spennandi að koma heim á eftir og sjá hvort að Kústur sé búin að tæta eitthvað af trénu. 

Ég er á leiðinni á Þorláksmessustund í Friðrikskapellu. Gleðileg Jól mínir dyggu lesendur ToungeGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk innilega fyrir okkur, vöfflurnar voru æði.  það sést kannski best á því að Lárus borðaði 4 vöfflur með rjóma

Elín (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 14:17

2 identicon

Til hamingju með afmælið um daginn. Verst að ég sá ekki vöffluboðið fyrr... (er búin að vera frekar léleg á netinu sl vikuna!)

Allavega... er ekki betra að vera HÁLF-þrítug heldur en HEIL-þrítug... tja, eða bara ÞRÍTUG??? Mér finnst það allavega, en get svosem ekki talað af reynslu fyrr en eftir 5 daga þegar ég hef upplifað bæði... ;)

Anyways, Gleðileg jól og allt það... betra seint en aldrei ;)

Jóhanna og co (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband