Bæjó 2007

Núna er síðasti dagurinn á árinu. Mér finnst gaman þegar það kemur nýtt ár. Mér finnst gaman að fá nýja dagbók og nýja stundaskrá í ræktina og alls konar svoleiðis. Magnað að mér finnist gaman að nýju ári þegar ég þoli ekki breytingar. Ég ætla til dæmis að nota næsta árið til að venjast tilhugsuninni um að það sé möguleiki á því að ég verði ekki hjá fjölskyldunni minni næstu jól eða áramót. Það mun taka mig árið að venjast þeirri hugsun. Er búin að komast að því að það tekur mig svona u.þ.b. ár að venjast dramatískum breytingum á lífi mínu. Hmm...ég ætti kannski að hugsa um að fara á danska kúrinn eða eitthvað í ár og þá verð ég tilbúin að gera dramatískar breytingar á mataræðinu mínu !!! spurning. Ég er að halda í vonina um að nýja Hreyfing verði svo flott að mér finnist ég vera að dekra við sjálfa mig í hvert sinn sem ég mæti þangað. Eins gott að þetta verði samt eitthvað rediculously flott þar sem ég er að fara að borga slatta pening til þess að fá að mæta. Eins gott sko.....

Kústur er farinn að taka uppá því að stinga af í sólahring eða einn og hálfan. Mér finnst það ekki skemmtilegt.

Annars hlakka ég mikið til að 2008 byrji. Ég er nefninlega orðin 25 ára og mér finnst það rosalega flottur aldur. Ég held þess vegna að það sé rosalega gaman að vera 25 ára og ég verð það meiripartinn af 2008. Þess vegna hlýtur árið að vera skemmtilegt og eitthvað skemmtilegt að gerast. Kannski gerist eitthvað stórt. Kannski gerist eitthvað rosalega merkilegt. Vonandi Cool

Áramótaheitið mitt síðustu árin hefur verið að gera nýja árið betra en það síðasta.  Veit ekki hvort að að hafi tekist. En ég ætla að halda áfram með það ágæta heit. Og auðvitað að vera duglegri í ræktinni...sjálfgefið Tounge

Gleðilegt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband