Plebba fólk

Ég er að smitast af Stefáni Boga !! Eða þá að hann fær mig til að hugsa...mér hefur nefninlega alltaf fundist gaman að hlusta á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þegar ég er á leiðinni heim úr vinnu. Stefán hins vegar getur það ekki þar sem hann verður svo pirraður á því að hlusta á fólk hringja inn og tjá sig um menn og málefni. Fólk á það nefninlega til að vera svo vittlaust ! Eða eins og bolurinn góði sagði "fólk er fífl". Ég hlustaði aðeins á innhringingarnar áðan þar sem fólk var að tjá sig um borgarstjórnarmálin. Inn hringdi maður og sagði að það væri ekki hægt að taka mark á mótmælunum í síðustu viku þar sem þetta voru bara menntaskólakrakkar.

Ég var svo hneiksluð á þessu viðhorfi. Númer eitt þá voru þetta ekki "bara einhverjir menntaskólakrakkar". Þetta voru ungliðahreyfingarnar sem eru fyrir fólk upp í 35 ára. 35 ÁRA!!! Fyrir utan það, ef það hefði verið mikill meirihluti fólksins á menntaskóla aldri, þýðir það þá að ekki sé mark takandi á þeim ?? Ég veit ekki betur en það séu einhverjir kjósendur í menntaskóla. Ég varð allavega 18 ára í menntaskóla. Eins og þessi atkvæði vegi minna en hjá fimmtugu fólki. Eins og allir menntaskóla krakkar séu einhverjir kjánar sem ekkert vita. Maður þroskast reyndar mikið eftir menntaskólann en það þýðir ekki að þetta séu litlir bjánar upp til hópa !! Þessi maður og svo margir fleiri sönnuðu en og aftur að fólk er fífl, óháð aldri og fyrri störfum.

Annars átti ég góða helgi. Heljarins vinnupartý á föstudaginn þar sem við höfðum söngleikjaþema (ekki mín hugmynd). Heljarins stemmning þar á bæ og mikið sungið dansað og fíflast. Ég fór svo og borðaði á Sólon á laugardaginn, hef ekki gert það áður en líkaði bara vel. Heimsótti svo ömmu mína á spítalann...gekk ekki vel þar sem hún var komin heim af spítalanum en enginn sagði mér það. Það var asnalegt. Var svo inni næstum allan sunnudaginn að hangsa og horfa á handbolta. Tók svo aðeins til en gerði samt meira af ekki neinu. Það er svo gott að hafa reglulega svona do nothing daga. Held reyndar að þeir séu oftar hjá mér heldur en öðru fólki....ég er löt Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband