Ofurhelgi....

Helgin búin og ég var SVO dugleg. Ég tók til, þreif, gekk frá jólunum (kominn tími til), þvoði þvott, endurraðaði í pottaskápinn, tók til í bókhaldinu, límdi niður símalínur og þreif baðið með matarsóda ! Þess á milli spilaði ég við Þorgeir og Hlín, fór í ræktina, prjónaði og endaði svo helgina á því að fara á kristniboðsfund. Rosalega er ég dugleg þegar Stefán Bogi er ekki heima LoL Hugsa sér hvað ég gæti gert ef ég væri einhleyp....Tounge

Djók

Ég er samt búin að uppgötva dagsformið. Það er ekkert bull þegar íþróttamenn útskýra tapleik með því að dagsformið hafi verið lélegt ! Ég fór í ræktina síðasta mánudag og kom mér á óvart með hlaupaþoli. Ég fór svo aftur á miðvikudaginn og ætlaði svo að toppa mánudaginn. Ég gafst upp þegar ég var búin með helminginn !! Fór svo að hlaupa í gær og hljóp eins og vindurinn !!! Skil þetta ekki aaaaalveg.     En ég er samt komin með hlaupa markmið. Við Þorgeir bjuggum það til í gær áður en við fengum okkur súkkulaði köku Grin Byrja á því að hlaupa þrjá kílómetra á 20 mín. Þegar það er komið þá eru það tveir kílómetrar á tólf mín. Sem eru svo þrír kílómetrar á 18 mín. Eftir það er stefnt á 5 mín kílómeterinn.  Svakalegt plan !!! Og mér sem finnst leiðinlegt að hlaupa. Þarf að uppfæra iPodinn minn fyrir þetta göfuga verkefni. Svo er það lyftingarprógaramm....það er sko allt önnur ella gella. Þar kemur fjarþjálfarinn að góðum notum. (sem ég er samt ekki búin að fá en er að hugsa mikið um !!!).

Oh ég þarf að vinna til átta í kvöld....það er rosa langt þangað til.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski ertu bara góð í að hlaupa á mánudögum!!!!

Hugrún (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

já mánudagar og sunnudagar...það eru mínir hlaupadagar

Heiðdís Ragnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband