Frá því í fyrra :)

Þetta skrifaði ég um síðustu áramót :

Annars hlakka ég mikið til að 2008 byrji. Ég er nefninlega orðin 25 ára og mér finnst það rosalega flottur aldur. Ég held þess vegna að það sé rosalega gaman að vera 25 ára og ég verð það meiripartinn af 2008. Þess vegna hlýtur árið að vera skemmtilegt og eitthvað skemmtilegt að gerast. Kannski gerist eitthvað stórt. Kannski gerist eitthvað rosalega merkilegt. Vonandi Cool

Það má með sanni segja að þetta hafi gengið eftir !!! Ég trúlofaði mig, keypti íbúð og flutti hinum megin á landið....ef það er ekki stórt þá veit ég ekki hvað Joyful En já það var mjög gaman að vera 25 ára. Öfunda alla sem eru 25. Það er ágætt að vera 26 og aldrei að vita nema 2009 verði betra en 2008 !!! Það verður erfitt en aldrei að vita.

Ég rann aðeins út af veginum áðan. Var á leiðinni að sveitabæ þar sem stelpan sem ég er með í liðveislu býr.  Sá eftir því að hafa boðist til að fara til þeirra um leið og ég beygði út af aðalveginum. Það var bara gler á veginum. Ég var svo stressuð að ég keyrði í fyrsta og öðrum gír. Sem gerði það að verkum að ég dreif ekki upp litla brekku. Ég bakkaði niður hana aftur og labbaði að bænum sem ég vonaði að væri sá rétti. Hann var það ekki og ég þurfti að fara aðeins lengra....konan á þessum bæ sagði að ég ætti alveg að komast upp þessa litlu brekku með því að keyra á kantinum. Ég gerði það og festi bílinn þar sem hann rann alltaf aðeins lengra og aðeins lengra út í kantinn. Bóndinn mætti á svæðið til að aðstoða litlu mig en honum gekk ekkert betur. En hann skutlaði mér þessa stuttu leið að rétta bænum þar sem ég eyddi einhverjum tíma. Svo kom næsti karlmaður á svæðið og saman náðu björgunarsveitarbóndinn og fyrrverandi torfærukappinn bílnum mínum upp. Ég bað þá að fara varlega þar sem þetta er rándýr myntkörfukaggi. Ég vissi ekki betur en að bíllinn væri á nöglum en þegar ég skoðaði hann betur þá voru svona tveir naglar í framhjólunum (á framhjóladrifna bílnum) en fullt af þeim í afturdekkjunum.   Spes.....

En mig langar núna í jeppa á nagladekkjum....allavega á ofurdekkjum. Vill einhver skipta ??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er viss um að 2009 eigi eftir að verða gott ár fyrir þig :)

Ég er fegin að það fór ekki verr þegar þú fórst útaf. En talandi um það þá keyptum við okkur jeppa á dögunum. Það er mikill munur að vera á honum, bæði hvað varðar þægindi og bensínkostnað :)

Elín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:23

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Viltu skipta ??

Heiðdís Ragnarsdóttir, 21.1.2009 kl. 10:00

3 identicon

Mér finnst bíllinn fínn er ég er ekki alveg jafn hrifinn af honum og karlpeningurinn á heimilinu :) Lárus myndi aldrei fyrirgefa mér það ef við myndum selja JEPPANN :)

Elín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband