Bakkastígur og Vesturgata

Ég ólst nánast upp á Bakkastígnum með "útsýni" yfir Daníelsslipp. Á endanum er lítið krúttlegt hús sem ég veit ekki betur en að sé friðað! Á þá að byggja háhýsi fyrir aftan það eða í kringum það ?? Skil þetta ekki alveg, en er komin með nóg af háhýsum...finnst það ekki "íslenskt".

Ég er nú ekki mikið inni í skipulagsmálum borgarinnar en ég vissi af því þegar fólk á Vesturgötunni tók sig saman og vildi fá einstefnu á litlum parti á götunni. Það tók smá stapp og pappírsvinnu en að lokum gaf borgin leyfi fyrir því og setti upp einstefnu..... í "vitlausa" átt. Íbúar báðu um einstefnu í "hina" áttina. Einstefnan er "niður í bæ" en íbúarnir vildu fá hana "upp úr bænum". Næstu götur fyrir ofan Vesturgötuna eru nefninlega einnig einstefnugötur, þ.e. Ránargata og Bárugata og mig minnir að Öldugatan sé líka einstefna. Og allar göturnar eru með einstefnu í sömu átt !!!Hversu vitlaust er það ? Maður þarf að taka þvílíkt stóran krók til að geta haldið áfram upp Vesturgötuna. Væri nú betra að hafa einstefnuna "niður" aðra hverja götu og "upp" hinar á móti. Nei nei það er of flókið....kjánaprik !

Held að ég hafi aldrei notað eins mikið af gæsalöppum í einni færslu !!Wink


mbl.is Skipulagsslys á Slippareit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Þú ert orðin svo pólitísk í seinni tíð. Hef ég eitthvað með þetta að gera??

Stefán Bogi Sveinsson, 23.1.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ég er bara að komast að því hvað það eru miklir vitleysingar sem stjórna hér og þar....

Heiðdís Ragnarsdóttir, 23.1.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Guðrún

Ég er svo sammála þér Heiðdís, rétt hjá þér allar þessar götur eru einstefnur á sama kafla, það er ekki hægt að komast heim til mín úr bænum nema maður taki frekar langan krók, kjánó.

Guðrún , 24.1.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband