The paper cut week

Ég hef ekki fengið "paper cut" í mörg ár og núna fæ ég tvö á einhverjum þremur dögum. Og þetta er svo vont... Fékk fyrst eitt rosa djúpt á vondan stað og náði mér svo í annað í dag. Oh þetta er svo lítið en samt svo sárt. Bögg.

Ég fór í prjóna hitting í gær. Kláraði þar peysuna sem ég byrjaði á í janúar. Eða já ég kláraði að prjóna hana. Nú er allt dúllið og vesenið eftir ef ég nenni því. Er að spotta saumakonur hérna ... ein í vinunni á systur sem er saumakona. Þarf að athuga það eitthvað nánar. Ég er ennþá svo montin af peysunni minni sem ég kláraði í síðustu helgina. Hef fengið svo rosalega mikið hrós fyrir hana. Fólk meira að segja öfunda mig af henni....ekki oft sem ég á eitthvað svoleiðis Joyful   Ég var samt að hugsa með mér núna í dag hvað ég væri búin að vera dugleg að prjóna síðasta árið. Ég er búin að gera eina barnapeysu, þrjú vesti, næstum því tvær peysur á mig og eina peysu á Stefán. Finnst það bara nokkuð gott. Hef líka gert nokkrar stúkur, kraga og sokka. Nokkuð ánægð með mig Wink

Svo var annar vinnu hittingur í kvöld. Eldri álman hittist í leikskólanum til að borða og spila. Það var alveg ljómandi skemmtilegt. Ég var í náttbuxum í allan dag. Það var nefninlega komið í asnalegum buxum í vinuna dagurinn í dag hjá starfsfólki. Svona öðruvísi dagar byrjuðu fyrir jólin og fyrst var rosa mikil þátttaka. Pilsadagur, kjóladagur, boladagur o.s.frv. Þátttaka hefur farið dvínandi síðustu skiptin og í dag vorum við þrjár eða fjórar sem mættum í öðruvísi buxum. Sem gerir það að verkum að manni líður eins og fávita. Ekki það mér leið mjög vel í náttbuxunum mínum, en mér leið eins og fávita þegar ég mætti foreldrum... rosa professional eitthvað í hreindýranáttbuxunum mínum í vinunni. MEN. Tek ekki þátt í svona lengur.

Útsvar á morgun....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Sendi stefáni alla mína klárustrauma í gegnum þig... læt þig um að síja kjánaskapinn út... :D

Guðrún , 13.2.2009 kl. 17:15

2 identicon

Hæ hæ

Ég vona að Stefáni Boga gangi vel í kvöld. Ég er búin að setja á heimatilbúna pítsu og planið er að vera búin að svæfa guttann, þá get ég fylgst með heilshugar :)

Elín (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband