Sumar ???

Það hefur verið kallt hérna fyrir austan undanfarið. Um helgina hlýnaði...reyndar svo mikið að ístölt mótinu var frestað. Á að vera um næstu helgi í staðin....spurning hvort að frostið verði komið aftur þá ! Allavega það hefur verið kalt. En núna er hlýrra. Og ekki bara hlýrra heldur bjartara líka. Svo hlýtt og bjart að það er nánast kominn vor fílíngur í loftið. En ég læt ekki plata mig. Er nokkuð viss um að veturinn sé bara að plata og muni koma aftur af fullum krafti. Sem er gott....mér finnst gaman að hafa kalt og ég vil eiginlega hafa almennilega kalt aðeins lengur. Það er svo kósí.

Ég var eins og margir vita send til Reykjavíkur síðustu helgi. Nokkrum samstarfskonum mínum fannst það ekki hægt að ég væri alltaf heima að horfa á manninn í sjónvarpinu þannig að þær komust á snoðir um ódýra miða sem ekki átti að nota og settu nafnið mitt á annan þeirra. Klukkan hálf eitt var mér sagt að fara heim að pakka....ég væri að fara suður með fimm vélinni. Þar sem ég er ekki fjóra tíma að pakka þá var ég aðeins lengur í vinunni og fór svo heim að pakka og í flugvél klukkan fimm. Það var æði. Kom mömmu á óvart og horfði á allt of spennandi þátt af Útsvari LIVE. En "við" unnum mér til mikillar ánægju. Ég var nefninlega dauðhrædd um að ég væri jinx. En þau unnu þó að ég væri í salnum og þó að þau væru vitlaus litur (eru vön að vera appelsínugul en voru bláu megin).

Ég sagði í hálfkæringi við eina sem vinnur með mér að ég skyldi vinka henni úr sjónvarpinu. Í sigurvímunni stóð ég við það og veifaði myndavélinni eins og tíu ára krakki. Sumir sáu það...aðrir ekki....og sumir sáu mig og veifuðu á móti Wink þeir eru klárlega bestir.

Morguninn eftir sendi ég Stefán norður á Akureyri en sjálf fór ég í bæjar rúnt. Fór í virku til að kaupa rennilás sem bestasta mamman mín ætlar að setja í peysuna mína. Fór í smáralindina og fékk valentínusarköku frá Jóa Fel, Begga og Pacasi. Tókst þá að troða mér aðeins í sjónvarpið aftur...núna í íslandi í dag að fá mér köku. Sigríður Klingenberg var þarna í asnalegum kjól með ennþá asnalegri gleraugu að "ástar" eitthvað. Hélt mig frá henni þar sem ég hefði getað sparkað í hana....alveg óvart að sjálfsögðu !!!

Um kvöldið...eftir læri hjá mömmu...jammí....fór ég á KSF fund sem var mjög áhugaverður að því leiti að 50% viðstaddra eiga lögheimili á Egilsstöðum. Gaman að því. Fór svo í "alvöru" bíó í fyrsta sinn í langan tíma. Gaman að því.

Ekki gat ég farið í svona borgarferð án þess að borga eitthvað fyrir það. Ég mætti á flugvöllinn á sunnudaginn klukkan 15:30 til þess að mæta í flugið mitt sem var kl 16:00. Komst þá að því að ég var að ruglast og flugvélin fór kl 15:30. Stórt ÚPS. Ég mætti því aftur um sex leitið og beið eftir því að komast að því hvort að ég kæmist heim með sex vélinni. Það rétt slapp og ég þurfti að borga 4500kr fyrir það. Sem var allt í lagi þar sem ég hélt að ég þyrfti að borga 10þús. Svo ég var bara nokkuð sátt....en ekki við sjálfa mig þar sem ég geri ekki svona !!! Þá vitiði það....svona gerist þegar maður býr of lengi með Stefáni Boga !!!

Vó löng færsla....búin !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ég sá að þú veifaðir í flugvélinni.

 Afi.

Hörður Þ (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband