Andlaus

Ah ég átti svo góða helgi síðustu helgi. Þreyf íbúðina mínu fínu á laugardag og bauð grasekkjunni Hlín í mat. Á sunnudaginn fórum við Stefán í konudags brunch á Hótel Hérað. Ohhh það er ógeðslega gott. Það er allt til og maður étur á sig gat. Svo fórum við í bíltúr sem endaði í kaffi á Ketilstöðum í Jökuldalshlíð. Ljómandi allt saman. Yndis helgi...gerði gagn og slappaði af.

Það er aftur komið frost á Egilsstöðum. Og það kom fullt af snjó í nótt. Og það er búið að skafa göngustígana. Vel gert. Núna vantar bara eitt stykki ljósastaur! Smile

Hefur einhver séð auglýsinguna frá einhverju flutningafyrirtæki sem heitir Ups (jú pí ess).  Ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki treysta fyrirtæki sem heitir úps !!! Finnst það ekki mjög traustlegt !!

Mér finnst gaman að hafa vetur....en ég er samt farin að hlakka til að fá sumarið. Vona bara að það komi almennilegt sumar í sumar. Það er komið eitthvað að gera flestar helgar í júlí !! Veit ekki hvort að ég hafi áhuga á að gera það allt en það er allavega eitthvað að gera. Stuð.

Hmmm ég er andlaus í kvöld...enda með höfuðverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Jökulsárhlíð Heiðdís mín. En þetta er allt að koma ;o)

Stefán Bogi Sveinsson, 27.2.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ohhh...ég veit það alveg en skrifaði samt vitlaust...damn

Jökuldalur-Jökulsárhlíð-Jökuldalur-Jökulsárhlíð-Jökuldalur-Jökulsárhlíð-Jökuldalur-Jökulsárhlíð....ég veit þetta alveg...

Heiðdís Ragnarsdóttir, 27.2.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

mér finnst fínt að hafa kallt...ég á svo fína úlpu

Heiðdís Ragnarsdóttir, 27.2.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband