Umsókn

Ég labba í vinnuna á hverjum morgni. Ég var fimm mínútur að labba í vinnuna í sumar en í vetur hef ég verið 10-15 mín að labba í snjó og hálku. Stundum er kalt en það er allt í lagi af því að ég á hlífðarföt, úlpu, snjóbuxur og gönguskó. Það hefur aldrei verið vont veður. Einu sinni í síðustu viku var snjófjúk í andlitið á mér sem gerði það að verkum að maskarinn sem ég setti á mig fyrr um morguninn var nánast allur farinn þegar ég komst í hús. En það var allt í lagi. Ég vorkenni stundum fólkinu sem fer á bíl í vinnuna (segi ég sem hef átt bíl frá því ég var 18 Joyful). Mér er nefninlega aldrei kalt. Mér er yfirleitt heitt þegar ég kem í vinnuna. Ég er svo vel klædd. Þeir sem koma á bíl eru yfirleitt verr klæddir en ég. Af því að þeir eru á bíl. Samt er venjulega bíllinn skít kaldur þegar maður sest í hann á vetrarmorgnum. Og þó að maður sé á góðum bíl þá eru bílarnir alltaf nokkrar mínútur að hitna. Á meðan er manni kalt af því að maður situr bara kyrr og bíður eftir því að hitna. Svo ekki sé talað um það að skafa af bílnum. Aldrei er maður nógu vel klæddur til þess. Á Egilsstöðum eru vegalengdirnar það stuttar að ég efast um að bíllinn nái að hitna svo mikið áður en maður kemst á leiðarenda (nema auðvitað að maður búi aðeins fyrir utan bæinn). En mér er alltaf hlýtt (jú og konunum fyrir neðan mig af því að þær fara alltaf út og setja bílinn í gang nokkrum mínútum áður en þær fara af stað...en hver nennir því svosem!!!).

Ég er að hugsa um að bjóða mig fram til alþingis. Ekki til þess að sitja sem þingmaður eða ráðherra. Ég ætla að sitja þar sem leikskólakennari. Þyrfti kannski að ná mér í þá formlegu menntun fyrst en ég geri það þá bara. Hvernig í ósköponum dettur Heiðdísi í hug að vinna á alþingi sem leikskólakennari ??? Jú, ég er búin að vinna á leikskóla núna í hálft ár. Á leikskólanum er börnunum kenndar ákveðnar hegðunarreglur. Stundum skil ég ekki af hverju verið er að kenna börnunum þessar reglur þar sem fullorðna fólkið mölbrýtur þær allar hægri vinstri ! Og þá sérstaklega alþingismenn og pólitíkusar. Nokkrar reglur sem gott væri að brýna fyrir alþingismönnum :

1. Hendur og fætur fyrir sig (Steingrímur J!!)

2. Skiptast á (ýmislegt í boði þarna, ræður, nefndir, ráðherrastólar o.s.frv.)

3. Ekki grípa frammí (mættu margir taka rifja þessa ágætu reglu upp).

4. Ekki fara í fýlu þó að þú tapir, það geta ekki allir unnið og enginn vill spila við þá sem eru tapsárir.

5. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir (taka upp Olweus eineltisáætlunina þar sem menn eru duglegir að leggja flokksbræður sína sem og vinnufélaga í einelti með svikum, baktali og baktjaldarmakki, á við alla flokka!).

Þetta eru bara nokkrir punktar sem mér hefur dottið í hug á síðustu vikum og mánuðum. Eflaust eiga fleiri við. Er að hugsa um að krefjast sömu launa og ráðherrar fá, um 8-900.þúsund á mánuði, enda mikið erfiðara að hafa hemil á alþingismönnum heldur en börnum og sjálfsagt töluvert minna gefandi.

Hvert á ég svo að senda umsóknina mína ??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Skvís

Ég sé að þú og annað fólk sem labbar í vinnuna ættu að taka upp sömu siði og uppteknar mæður (aka ÉG :) ) Þegar ég kem í vinnuna þá fer ég beint inn á bað og mála mig þar :)

Elín (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hehe, góð hugmynd, en ég er svo lengi að koma mér í útifötin að það gefst yfirleitt ekki tími til þess að byrja á svoleiðis þegar í vinnu er komið. eini gallinn við labbið...er svo lengi að klæða mig í

Heiðdís Ragnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

haha þetta er dásamleg færsla...

Dagný Guðmundsdóttir, 3.3.2009 kl. 15:11

4 identicon

Hvernig virkar reglan að hafa hendur og fætur fyrir sig?

Heiða (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Þegar þú situr við hliðina á öðrum áttu að hafa hendur og fætur fyrir þig/hjá þér þ.e. ekki vera að fikta í næsta manni :)

Heiðdís Ragnarsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband