Höttur er fjall á Héraði

Ég sit í stofunni minni með tölvuna í fanginu og friends í dvd spilaranum. Ég er í ullarsokkum og með teppi yfir mjöðmunum. Þvottavélin er að snúast. Hún er alveg að verða búin. Þá þarf ég að standa upp og hengja upp. Oh ég nenni því ekki. En þá gæti ég náð í fótakremið mitt og borið á iljarnar. Ég er nefninlega svolítið þreytt í fótunum eftir blakmótið sem ég var á í gær og í dag. Það var á Norðfirði. Gaman að kíkja reglulega á Neskaupstað. Rifja upp hvar Friðrik átti heima. Og það að ég hef labbað yfir stóra stóra fjallið bakvið bæinn yfir í Mjóafjörð. Good times.

En blakmótið var skemmtilegt. Við unnum fjóra af sex leikjunum okkar. Og ég stóð mig að mestu ágætlega. Var sett á miðjuna núna í staðin fyrir kanntinn. Þó að ég hafi snúist nokkrum sinnum í hringi í kringum sjálfa mig þá held ég að ég hafi verið ágæt. Uppgjarirnar mínar voru samt eitthvað að klikka. Auðvitað klikka þær stundum en þær klikkuðu oftar en vanalega....sem var pirrandi. En þetta var voða gaman og það er sko það sem skiptir mestustu máli.

Við byrjuðum reyndar á því að horfa á Útsvar í Egilsbúð og borða pizzu. Enda vorum við svolítið þungar á okkur þetta kvöld Pinch En þetta var of spennandi þáttur....ég var farin að garga á sjónvarpið og liðsfélagar mínir hlógu að mér. En það var allt í lagi...ég tók varla eftir því. Nú er bara stefnan tekin á Reykjavík næstu helgi Cool 

Áfram Fljótsdalshérað og Höttur !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband