Veður

Ég bý úti á landi og sökum þess hef ég talið mér trú um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með veðurfréttum. Ekki það að ég sé endilega að fara eitthvað .... mér finnst bara ágætt að fylgjast með því og hafa hugmynd um hvort að allar heiðar hér í kring séu færar. Ég man eftir ádeilu á veðurfréttamenn í sjónvarpi um að þeir stæðu alltaf fyrir austurlandi. Ég tók einnig eftir því að þetta lagaðist mikið eftir að þessu var komið á framfæri. Þeir passa sig núna en ef þeir á annað borð standa fyrir einhverjum hluta landsins þá standa þeir fyrir austurlandinu. Ég gæti sætt mig við þessa þróun mála ef þeir segðu betri veðurfréttir af austurlandinu. Stundum finnst mér eins og þeir gleymi austurlandi...segja frá norðurlandi, norðausturlandi og svo suðurlandi. Ég er ekki alveg nógu ánægð með það. Ég vil meiri fréttir af mínum parti....hann er nefninlega svo fallegur Joyful

Ég var að klára að prjóna peysu fyrir eina stelpu sem er að vinna með mér. Fattaði svo áðan þegar ég var búin að koma peysunni til skila að ég gleymdi að taka svona mont mynd af henni. Bögg. Nú er bara að vona að stúlkan taki mynd af peysunni fyrir mig svo ég geti montað mig. Og svo þarf ég að taka myndir af hinum þremur peysunum sem ég er búin að gera undanfarið (ein á Stefán og tvær á mig).  Nú er bara að finna sér eitthvað nýtt á prjónana. Er að hugsa um eitthvað fínlegra en lopapeysu núna. Sjá hvort að ég hafi þolinmæði í það...t.d. ungbarnaföt eins og Hugrún er alltaf að gera. Ég var nefninlega að læra að gera kaðlaprjón Joyful 

En ég kem suður næstu helgi til að fylgjast með bóndanum í útsvari. Ég kíki kannski á uppskriftir og garn þar með Hugrúnu ef hún er ekki að vinna. Já og heimsæki ömmu og afa. Var búin að ákveða að gera það núna ef þau eru heima. Meira er ekki skipulagt. Nú er bara að vona að veðrið hagi sér vel GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að því, Afi

Hörður Þórarinson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:23

2 identicon

Ég verð að öllum líkindum uppi í bústað um helgina, en það verður horft að útsvar. Ég var svo stressuð í síðasta þætti að ég var alveg að missa mig. Ég veit ekki hvernig ég verð núna :) En ég styð þitt lið og ég vona það allra besta :)

Elín (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband