Kryddprjón

Ég er heima hjá mér að hangsa. Ákvað að taka myndir út í loftið...haha nei þær eru ekki út í loftið. Þær eru m.a. af mér. Sko....

Þetta er ég í peysunni minni sem ég var rosa lengi að prjóna og var líka soldið erfitt að prjóna...þangað til það gekk allt í einu upp...dont know. En ég er allavega frekar stollt af þessari

Eitt og annað 4 004

Þetta er svo peysan sem ég prjónaði núna í janúar eða febrúar. Hún er nú ekki alveg fullkomin, ermarnar eru t.d. allt of langar og hún er svona í það stæðsta. En hún er alveg nothæf Wink

Eitt og annað 4 001

Ég er ekki svona stór (feit) í alvörunni....ég stend bara asnalega Tounge

Ég er búin að prjóna voða mikið úr ull undanfarið og ákvað því að breyta til og prjóna pínulitla peysu úr tvinna með tannstönglum...eða svona næstum því...og þar sem við Hlín kenndum okkur að prjóna kaðla um daginn þá ákvað ég að prófa að prjóna svona dúllerí...ég er komin með alveg 6 cm eða eitthvað Grin     (og nei þetta er ekki hint um eitt né neitt...bara krúttleg peysa!!)

Eitt og annað 4 009

Svo tók ég upp á því að fara í Blómaval síðasta mánuda. Mig langaði til að rækta eitthvað. Þar sem ég er ekki með garð og langar ekki til að fylla svalirnar mínar af mold þá ákvað ég að reyna við kryddjurtir. Mig langaði mest í myntu en hún var ekki til. Þarf að tékka á því aftur í næstu viku. En ég keypti mér sem sagt þrjá skrautlega potta, mold og þrjár tegundir af kryddi. Ég er semsagt að reyna að rækta oregano, timjan og kóriander. Á hverjum pakka stendur hvað maður ætti að þurfa að bíða lengi eftir að fyrstu spírurnar koma upp. Fyrstu spírurnar eru að koma upp úr einum pottinum (eftir fimm daga) og það er timjanið sem er að brjótast út...og það átti ekki að koma fyrr en eftir þrjár viku !!! Skil ekki alveg, en hérna er mynd af ræktuninni minni LoL

Eitt og annað 4 006

Og ég sem nota aldrei ferskar kryddjurtir í mat ... verð víst að gera það núna Smile Held að ég láti þetta nægja í bili. Góða helgi W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Innlitskvitt - mér finnst efsta peysan mjög flott.

Sigrún Óskars, 20.3.2009 kl. 18:19

2 identicon

Þetta er æðislegar paysur hjá þér. Þú ert svo klár.

ELín (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband