Varúð

Varúð ... nú kemur smá pólitískt blogg.

Ég held að ég sé nokkuð sátt við það nú orðið að unnusti minn hafi skráð mig í litla flokkinn sinn hér um árið. Ég er nefninlega komin með greiningu á vinstri og hægri. Í efnahagshruni vill hægri hliðin bjarga öllum aumingjans auðmönnunum sem eru að tapa öllu sínu. Hafa engann áhuga á venjulegu fólki eins og mér og sérstaklega engann áhuga á bjána heimilunum sem tóku of há lán (sem voru kannski ekki einu sinni svo há þegar þau voru tekin !) og stefna núna í gjaldþrot. Vinstri hliðin vill ekkert sjá af aumingjans auðmönnunum heldur vilja bara bjarga þeim sem eru alverst settir. Semsagt ekki mér af því að ég er svona meðal týpan. Týpan sem er jú með lán á bakinu, lán sem hafa hækkað fáránlega mikið á hálfu ári, en nær alveg að halda sér á floti. Ég er semsagt búin að komast að því að hægri og vinstri vilja ekkert fyrir mig gera. Held að ég sé bara sátt við að vera í miðjunni....þar eru menn allavega að reyna.

Pólitíski hlutinn búinn...nú er allt í lagi að lesa áfram.

Haha, fólk hélt því fram að ég myndi leggjast í barneignir eða bakstur og sultur við flutning minn austur. Þarna lék ég á ykkur, ég er orðin kryddjurtaframleiðandi LoL.

Ræktunin mín gengur vel. Allar tegundirnar sem ég setti niður á mánudaginn síðasta eru byrjaðar að koma upp, þó að þær eigi ekki að byrja að spíra fyrr en eftir eina til tvær vikur í viðbót. Vííííí. Ég hlýt að vera svona hæfileikaríkur ræktandi. Ég hef allavega fulla trú á því þar sem ég fór aftur í blómaval um helgina og keypti myntu og litla dvergbíta....spennó. Núna eru semsagt fimm pottar af kryddjurtum í glugganum mínum. Og ég notaði tækifærið og umpottaði blómunum þremur sem ég á. Eitt er lítið drekatré sem ég er að reyna að halda lífi í, græðlingar frá trénu hennar mömmu. Gengur fínnt þó að það stækki hægt. Svo er ég með "indjánafjöður" sem afi gaf mér þegar ég bjó á vesturgötunni. Ofurblóm en það leið yfir nokkrar fjaðrir um daginn og ég hef ekki hugmynd um af hverju. Svo er það blómið sem hefur búið hérna lengur en ég. Held að það heiti ástareldur eða eitthvað. Ég er mjög spennt yfir því hvort að hvítu blómin sem voru á því síðasta sumar komi aftur núna í sumar. Fasteignasalan skildi það eftir þegar við fengum íbúðina og Stefáni tókst að halda lífi því í mánuð Wink Já alveg rétt svo eru tvær greinar úti á svölum sem spennandi er að sjá hvort að laufgist í sumar. Guð en spennandi líf sem ég lifi Cool

Ú ú ú ú ú ú ú ú Nói Sírius hefur þróað hugsanalesturs búnað og er loksins búin að lesa hugsanir mínar.... ég sá draumaeggið mitt í kaupfélaginu um helgina. SUÐURSÚKKULAÐI EGG jammí...ég ætla svo mikið að fá svoleiðis egg um páskana. Eini litli gallinn er að það er ungi á egginu en ekki strumpur. En hverju fórnar maður ekki fyrir gott súkkulaði. Kannski að Stefán fái bara strumpaegg svo að það komi strumpur í húsið Tounge  Ég er svo búin að fara út og klippa nokkrar greinar af trjánum fyrir utan og vona að þær verði páskalegt eftir nokkrar vikur.

Núna ætla ég að halda áfram að prjóna. Ég er að lasinpúkast heima í dag. Ég er komin með alveg 7cm af míní próninu mínu Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Indjánafjöður er ekki drykkfeld henni fynnst gott að þorna öðru hvoru.

Hún það er plantan ,er frá langömmu þinni af Dunhaganum, Afi.

Hörður Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hey vá erfðarblóm , en ég vissi að hún væri í AA, kannski varð henni kallt !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 24.3.2009 kl. 12:17

3 identicon

Hefur þú séð strumpaegg... ekki ég...

Heiða (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband