I heart Josh

Nú er mín sko búin að vera menningarleg! Josh Groban tónleikar á miðvikudaginn. Oooohhhhh þeir voru ÆÐI. Í alvörunni...ÆÐI InLove Ég var svo hrædd um að eitthvað væri ekki nógu gott við þessa tónleika af því að síðast þegar ég borgaði fúlgur fjár fyrir gæsahúðvaldandi tónleika þá voru þeir bara ekki nógu góðir. En þessir voru sko alveg þess virði. Ég er svo mikill kelling að ég táraðist bara þegar maðurinn mætti á sviðið. En mér tókst að halda aftur af mér meirihlutann af tónleikunum. Ég kemst ekki yfir það hvað þetta voru yndislegir tónleikar...aumingja þeir sem misstu af !!! Tounge

Hinn menningarviðburðurinn sem ég fór á var San Francisko ballettinn í gær. Allt dansar eftir Helga Tómasson. Rosalega flott. Karlar í sokkabuxum og konur með engin brjóst, gasa smart.

Og þar sem Stefán Bogi linkaði á mig með þeim orðum að hérna bloggaði konan um köttinn, þá þarf ég víst að standa undir þessum orðum. Þar sem kötturinn sækir mikið í að fara út þá fórum við með hann til dýra í síðustu viku til að láta gera "allt" við hann. Hann er sem sagt geldur, bólusettur, ormahreinsaður og merktur með eyrnamerkingu og örmerktur. Fjúff. Hann var ferlega fyndinn þennan dag, hálf skakkur eftir svæfingu dagsins. Algjör snúlli. Svo gat ég loksins fengið það af mér að hleypa honum út einum. Var alveg viss um að hann myndi týnast. En nei nei, minn er ekkert að stinga mikið af. Og er meira að segja búinn að fatta að hann kemst út og inn um eldhúsgluggann. Hann er kannski ekki eins vitlaus og ég held !! Hann er hins vegar búinn að kosta mig ca 3 klósettrúllur á síðustu tveimur vikum þar sem hann er að leika sér með þær og klórar þær í klessu. Ekki vinsællt Shocking

More later !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh mig langaði svo mikið á þessa tónleika... bara tímdi því enganveginn... græt það þegar ég les svona... hefði átt að fara...

*fliss* þessi fyrirsögn minnir mig svo á Will & Grace hehe :Þ

Eva (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband