15.7.2007 | 19:54
Sól meiri sól
Ég var nokkuð dugleg að vinna aukavinnu í síðustu viku þannig að ég ákvað að vera líka dugleg við að taka sumarfrí daginn minn sem ég átti eftir að ráðstafa. Hann tók ég í tveimur pörtum, eftir hádegi þriðjudag og föstudag. Og ég nýtti þá sko vel. Sund og sólbað á þriðjudaginn og hipp og kúlismi á laugarveginum á föstudag. Og svo skelltum við okkur skötuhjúin í sumarbústað seint á föstudagskvöldi. Yfirleitt þarf ég að plana svona hluti eins og að fara í bústað. En þarna var þetta eitthvað svo fullkomin hugmynd að fara bara upp í bústað. Og ekki sá ég eftir því. Við lágum úti á palli ALLAN daginn og lásum og sóluðum okkur í yfir tuttugu stiga hita. Ég fékk mér svo smá göngutúr bara til að ná upp smá matarlyst fyrir grillið. Mér fannst líka rosa sniðugt að taka með banana og mars súkkulaði til að grilla í eftirmat. Tek það fram að ég hef aldrei gert það áður. Og mér tókst líka að klúðra því. Hafði bananana svo lengi á grillinu að súkkulaðið var allt orðið að sýrópi og því nánast ekkert súkkulaði bragt af banönunum. Stefán át þó sinn af skyldurækni...en ég bjó til annan handa mér....og honum líka. Það var nefninlega einn eftir. Sá síðasti tókst betur en hinir tveir.
Núna er ég bara að aukavinnast í sólinni. Slappa af með íbúum sambýlisins. Fór þó með tvo á stóra tónlistarmarkaðinn áðan. Annar þeirra var klæddur í rosalegan leðurjakka með síðu kögri og toppaði lúkkið svo með sólgleraugum. Og talaði mikið í gsm símann sinn á leiðinni. Ég var svo tillitssöm að ég hækkaði ekki í útvarpinu í bílnum á meðan hann talaði í símann. Þangað til ég mundi eftir því að hann væri í raun ekki að tala við neinn nema sjálfan sig. Ég sagði honum að leggja á og hækkaði í útvarpinu
Athugasemdir
þú tekur mig aldrei á tónlistarmarkaði
Heiða (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:43
það er af því að þú getur farið sjálf...ekki þeir !!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.