23.7.2007 | 11:01
Búin
Búin að bíða í röð
Búin að kaupa bókina
Búin að vaka fram á nótt að lesa bókina
Búin með bókina
Harry Potter bókaserían er búin
Soldið sorglegt en gaman að vera loksins komin með endi á þetta allt saman. Loksins búin að fá svör við svo mörgu sem hefur leitað á mann í gegnum árin. Hljómar kannski undarlega but face it, its true. Hugrún kláraði bókina á rúmum tólf tímum. Ég á rúmlega tuttuguogfjórum. Núna er ég að klára Merlin bókina sem ég er að lesa til að geta byrjað á Harry Potter frá byrjun og lesið allar sjö í röð í einu. Gaman hjá mér. Og þar sem ég er að fjalla um bækur ætla ég að koma því á framfæri að bækurnar eftir Paulo Coellho eru leiðinlegar. Er búin að lesa tvær og nenni ekki að klára þá þriðju. Þær eru kannski góðar...en hund leiðinlegar.
Fór á Argentínu í gær....eldsteikt er ekta
Athugasemdir
Hver dó?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 11:09
Ég ætla ekki að vera ein af þeim sem skemmir fyrir saklausum blog lesendum með því að segja hverjir dóu !! Það er nefninlega ekki fallegt.
Heiðdís Ragnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 11:55
Þú hafðir rétt fyrir þér varðandi Snape ;) (skemmir ekkert fyrir neinum, nema þeir hafi heyrt mikið um kenningar Heiðdísar)
Sólveig, 27.7.2007 kl. 03:19
Ég veit....haha I rule.
Heiðdís Ragnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.