13.8.2007 | 18:44
Sumarfrí
Þá er ég komin heim úr austulandsferð númer tvö í sumar. Við eyddum verslunarmannahelginni á Borgarfirði eystri. Þar fórum við á hagyrðingamót og tónleika með Hvanndalsbræðrum. Mjög skemmtilegt. Aðfaranótt sunnudags og sunnudagurinn var leiðinlegur vegna veðurs en á mánudaginn byrjuðum við að labba. Við gengum um víknaslóðir í fjóra daga og við gengum meðal annars upp á Glettina (austurland að glettingi þið vitið). Það var rosalega gaman. Verst hvað fæturnir á mér fóru illa út úr þessu. Ég hef aldrei áður fengið jafn margar blöðrur á fæturnar. Held að ég hafi fengið 11 eða 12 blöðrur á fjórum dögum. Ái. Enda var það 30-60 mínútna prósess að teipa á mér tærnar áður en við byrjuðum að ganga síðustu tvo dagana. En þetta var samt alveg rosalega gaman.
Núna erum við semsagt komin heim og ég er í sumarfríi. Verð í fríi þessa viku og næstu. Eru einhverjir fleiri í sumarfríi núna sem langar að gera eitthvað með mér ??? Fara í sund eða á kaffihús eða eitthvað. Call me
Set inn myndir þegar ég fæ þær í tölvuna mína.
Athugasemdir
En sniðugt, ég og Lárus erum einmitt að fara í Reykjavík í dag að skoða í búðir. Ég hringi í þig á eftir og kanna stöðuna
Elín (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.